Loðnuráðgjöf lækkuð um 34.600 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki …
Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/2022 verði ekki meiri en 869.600 tonn, sem þýðir 34.600 tonna lækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 1. október 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun.

Byggir á mælingum á stærð veiðistofnsins

Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (1834 þús. tonn) og leiðöngrum sem fóru fram frá 19. janúar til 14. febrúar (938 þús. tonn). Áætlaður afli á milli haust- og vetrarmælinga er 275 þús. tonn.

Mælingar fóru að mestu fram í leiðangri dagana 19.-31. janúar með þátttöku skipa Hafrannsóknastofnunar, r/s Bjarna Sæmundssonar og r/s Árna Friðrikssonar. Þá náðist að mæla loðnustofninn í seinni atrennu af tveimur dagana 25.-31. janúar í heildstæðri yfirferð frá Hornbanka að Hvalbak. Ekki var unnt að mæla vestar vegna íss. Því var farið í annan leiðangur á r/s Árna Friðrikssyni þegar skilyrði leyfðu rúmri viku síðar og náðist mæling frá Grænlandssundi austur yfir Kolbeinseyjarhrygg 10.-14. febrúar, að því er greint frá í tilkynningunni.

Dreifing loðnu í leiðöngrum 25. janúar-14. febrúar 2022.
Dreifing loðnu í leiðöngrum 25. janúar-14. febrúar 2022. Kort/Hafrannsóknarstofnun

Umtalsverður munur á stærð stofnsins

Við heildarstofnmat hafi niðurstöður leiðangurs í febrúar vestan 22°V verið lagðar við mælingar í janúar. Óvarlegt hafi verið talið að gefa sér þá forsendu að loðna á svæðinu á milli Hornbanka og Kolbeinseyjarhryggjar í febrúar væri hrein viðbót við það sem mælt var í janúar. Þar liggi til grundvallar að loðnan á svæðinu hafi verið mjög blönduð, ennfremur hafi verið töluvert af loðnu sem var skammt komin í kynþroska á og því óvíst hvenær hún muni hrygna. Árgangurinn 2019, sem ber uppi veiðina á yfirstandandi vertíð, sé án efa stór, en mikil óvissa sé um hve stór hluti hans muni hrygna í vor. Þessir þættir geti skýrt umtalsverðan mun á mældri stærð stofnsins í haust og nú í vetur.

Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150.000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Samkvæmt því leiði þessi heildarmæling til veiðiráðgjafar upp á 869.600 tonn veturinn 2021-2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »