Sjö bátar afhentir á 12 mánuðum

Högni Bergþórsson segir unnið hafi verið að smíði óvenju stórra …
Högni Bergþórsson segir unnið hafi verið að smíði óvenju stórra og flókinna báta undanfarin ár. mbl.is

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afhenti á dögunum nýjan beitingavélarbát af gerðinni Cleopatra 36B og var það norski útgerðarmaðurinn Brynjar Bangsund sem tók við bátnum, en hann mun gera bátinn út frá Vardø sem er í Norður-Noregi skammt frá Rússlandi.

Á undanförnum tólf mánuðum hefur Trefjum tekist að afgreiða sjö báta auk þess sem verið er að ljúka við vinnu að þremur bátum til viðbótar sem verða afgreiddur á næstunni, að sögn Högna Bergþórssonar, tæknilegs framkvæmdastjóra Trefja. Hins vegar segir fjöldin ekki allt þar sem Trefjar hefur tekið að sér smíði óvenju stóra og flókna báta síðustu tvö árin og tekur fjöldi báta sem smíðaðir eru mið af því segir útskýrir Högni.

Má í þessu samhengi vekja athygli á að Trefjar afhenti í fyrra stærsta plastbát sem smíðaður hefur verið á Íslandi, Hulda GK sem Blakknes ehf. í Sandgerði gerir út.

Verkefnastaðan góð

„Við höfum náð að afgreiða frá okkur þó nokkuð þrátt fyrir óvenjulega Covid tíma.  Það hefur reynst flóknar að koma aðföngum til og frá eins og flestir hafa kynnst í þessu árferði,“ segir Högni. „Ef litið er til síðustu 2 til 3 ára þá eru það í kringum 20-25 bátar af ólíkum stærðum og gerðum sem hafa verið afgreiddir á þeim tíma. Fram á veginn er verkefnastaðan nokkuð góð.“

Spurður hvernig framleiðsla síðustu tveggja ára sé í takti við það sem undan hefur gengið svarar Högni: „Eins og gefur að skilja hafa aðgerðir á Covid tímum ekki komið vel við okkur frekar en önnur framleiðslufyrirtæki sem hafa mikinn fjölda starfsmanna.  Eðli málsins samkvæmt er fjarvinna ekki  möguleiki í okkar starfssemi.  Hólfun og fleiri aðgerðir sem voru á tímum Covid voru því erfiðar fyrir okkur eins og aðra.  Við hins vegar sluppum nokkuð vel frá smitum meðal okkar starfsmanna sem betur fer.“

Hulda GK er stærsti plastbáturinn sem smíðaður hefur verið á …
Hulda GK er stærsti plastbáturinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi. Ljósmynd/Trefjar

Hefji veiðar á næstu dögum

Cleopatra 36B beitingavélabáturinn sem Brynjar Bangsund fékk afhentan á dögunum hefur fengið nafnið Østkapp og er hann kominn til Noregs. Reiknað er með að báturinn, sem útbúinn er til línuveiða með búnaði frá Mustad, hefji veiðar á næstu dögum, en brynjar mun sjálfur vera skipstjóri á bátnum.

Østkapp er 10,99 metrar á lengd og mælist 18 brúttótonn, en svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar og er um borð salerni með sturtu. Í brú er stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða um borð.

Østkapp er af gerðinni Cleopatra 36B og var afhent norskum …
Østkapp er af gerðinni Cleopatra 36B og var afhent norskum útgerðarmanna á dögunum. Ljósmynd/Trefjar

Alls rúmar lestin fjórtán 660 lítra fiskiskör og er ísveál um borð frá Kælingu ehf.

Þá er aðalvél bátsins af gerðinni Doosan 4V158 með 600 hestöfl tengd ZF500IV gír og er í bátnum 20 kílóvatta rafstöð. Báturinn er útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Siglingatækin eru af gerðinni JRC, Olex og Simrad.

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Esjar SH 75 Dragnót
Ýsa 430 kg
Steinbítur 191 kg
Skarkoli 140 kg
Sandkoli 131 kg
Langlúra 47 kg
Þorskur 47 kg
Þykkvalúra 4 kg
Hlýri 3 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 996 kg
27.8.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 353 kg
Langlúra 214 kg
Þorskur 43 kg
Síld 35 kg
Hlýri 25 kg
Steinbítur 24 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 717 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Esjar SH 75 Dragnót
Ýsa 430 kg
Steinbítur 191 kg
Skarkoli 140 kg
Sandkoli 131 kg
Langlúra 47 kg
Þorskur 47 kg
Þykkvalúra 4 kg
Hlýri 3 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 996 kg
27.8.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 353 kg
Langlúra 214 kg
Þorskur 43 kg
Síld 35 kg
Hlýri 25 kg
Steinbítur 24 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 717 kg

Skoða allar landanir »