Ágúst Ingi Jónsson
Brælur til sjávarins hafa verið lyftistöng fyrir Vök Baths skammt frá Egilsstöðum að undanförnu. Norskir sjómenn á loðnuskipunum, sem hafa verið að veiðum úti fyrir Austurlandi síðustu vikur, hafa fjölmennt í fljótandi náttúrulaugarnar hjá Vök.
Oft hafa þeir þurft að bíða inni á höfnum eystra eftir að veður gengi niður á miðunum eða eftir að fá leyfi til að hefja veiðar. Þá hefur verið notalegt að geta brugðið sér í Vök.
„Þeir hafa komið hingað nokkur kvöld síðustu vikur, oft um 15 manns og mest rúmlega 30 í einu,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths.
„Þetta hefur gengið vel fyrir sig, einu áskorarnirnar hafa tengst því að við eigum ekki til ótakmarkað af sundskýlum. Flestir hafa sjómennirnir þurft að leigja sundskýlu enda eru þær tæpast staðalbúnaður þegar farið er á loðnuvertíð. Suma daga hafa skýlurnar verið á þrotum, en allt hefur þetta bjargast.“
Aðalheiður segir að alla jafna séu janúar og febrúar rólegir mánuðir. Í ár hafi áhugi árskortahafa, bestu viðskiptavina hjá Vök, og norsku sjómennirnir fært aukið líf í laugarnar síðustu vikurnar. Hún segir útlitið gott í ár og talsvert sé um fyrirspurnir frá erlendum og innlendum hópum.
Vök Baths tók til starfa í júlí 2019 og nánast allan tímann hefur glíma við heimsfaraldur verið í gangi. Aðalheiður segir að síðasta ár hafi 62% viðskiptavina verið innlendir og þrátt fyrir takmarkanir verði árið gert upp með hagnaði.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |