Þakkar Guði fyrir að hafa aldrei misst mann

Sæmundur Þór Hafsteinsson eftir síðasta túr á Arnari HU-1. Hann …
Sæmundur Þór Hafsteinsson eftir síðasta túr á Arnari HU-1. Hann segir árin á sjó hafa verið góðan tíma. Ljósmynd/Aðsend

Sæmundur Þór Hafsteinsson á Skagaströnd kveðst hafa gengið sáttur frá borði eftir sína síðustu veiðiferð í desember en þar með lauk 32 ára ferli á sjó. Hann segir mikla samheldni hafa verið í þeim áhöfnum sem hann hafi tilheyrt og þakkar Guði fyrir að hafa aldrei misst mann.

„Þeir eru að fara mínir menn núna og maður hugsar til þeirra. Þetta eru mikil viðbrigði,“ segir Sæmundur er blaðamaður heyrir í honum. Hann hóf sjómannsferilinn á ísfiski en var á frystiskipum frá 1995 og lauk sínum síðasta túr á Arnari HU-1, sem FISK Seafood á Sauðárkróki gerir út, þann 22. desember á síðasta ári en lengst af var hann á Málmey SK-1. Aðspurður kveðst Sæmundur þrífast jafn vel á landi og á sjó. „Enn sem komið er,“ bætir hann við og hlær.

Sæmundur segir líklegustu skýringuna á að hann hafi haldið til sjós vera að hefðbundin vinna henti sér illa enda sé hann meira fyrir skorpuvinnu að eigin sögn. „Mér líkar það betur að taka tarnir. En það munaði litlu að ég væri hættur því ég var svo rosalega sjóveikur fyrsta hálfa árið, en ég lét mig hafa það og entist 32 ár.“

Hefur þetta alltaf verið jafn skemmtilegt?

„Á sjónum? Ég væri nú að ljúga því, þetta er nú misskemmtilegt. En það sagði mér einu sinni gamall maður að ef þú tollir á sjónum þarftu að hafa einn hæfileika og það er að geta gleymt brælunum eins fljótt og þær koma. Því það er gegnumgangandi þannig að ef það er bræla í einhvern tíma vill maður bara hætta þessu og fara ekkert aftur. Maður þarf að geta fyrirgefið veðurguði.“

Sæmundur segir nú taka við að sinna hestunum sem eru hans helsta áhugamál, auk þess er unnið að því að breyta hesthúsinu. Hann er þó ekki sestur í helgan stein, enda enn ungur maðurinn, og kveðst hann hafa fengið tilboð um vinnu frá fyrirtæki Snæbjörns Guðmundssonar, Bletti ehf., sem vinnur nú verkefni fyrir Vegagerðina. Snýr framkvæmdin að endurbótum á 12 kílómetra kafla á Þverárfjallsvegi ásamt brú yfir Laxá.

Sæmundur kveðst hugsa til kolleganna á Arnari HU.
Sæmundur kveðst hugsa til kolleganna á Arnari HU. Ljósmynd/Þorleifur Geirsson

Aftur á sjó verði hann frávita

„Ég ætlaði alltaf að hætta um sextugt, og svo kom þetta verkefni [hjá Vegagerðinni] upp á þessum tíma og spurt hvort ég væri á leiðinni í land. Þetta ýtti enn frekar á það. En það var alveg ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að hætta,“ útskýrir Sæmundur sem segir síðasta túrinn, sem lauk rétt fyrir jól, vera eftirminnilegan. „Það var mjög skrýtið að vera á landstími og hugsa um að þetta væri síðasta landstímið á þessu skipi.

Menn bindast alveg ótrúlegum fjölskylduböndum, þetta verður eiginlega lítil fjölskylda. Þarna verðum við að bjarga okkur svo mikið. Ég er búinn að vera fyrsti stýrimaður frá 2002 og er búinn að upplifa alveg ótrúlegustu uppákomur bæði líkamlega og sálarlega. Þetta er svo margt og það rann allt í gegnum hausinn á mér á landstíminu.“

Ekki er útilokað að Sæmundur haldi á sjó á ný, hann ætlar að taka einn dag í einu sjá til. „Ef ég verð alveg frávita verð ég bara að fara á sjó aftur. Ég reikna ekki með því að það gerist, en það getur vel verið — af því að maður er með stýrimannsréttindin og þessa reynslu — að maður fari að leysa af nokkra túra á ári. Þetta er þó allt óráðið og getur vel verið að komi annað svona verkefni hjá Vegagerðinni.“

Togari eða ekkert

„Nei, nei, nei, nei. Alls ekki,“ svarar Sæmundur er hann er spurður hvort það heilli að láta reyna á strandveiðar í sumar. „Það eru tvær manngerðir. Það er trillusjómaður og togarasjómaður. Ég gæti ekki hugsað mér að fara á þetta en margir segja að togari sé ekkert fyrir sig og vilja frekar vera á litlum bát. Mér hefur fundist þetta vera svona. Það hafa margir unnið með manni í gegnum tíðina og annaðhvort þola menn þetta eða ekki.“

Hvað ætli þú hafir farið með mörgum á sjó?

„Guð minn almáttugur. Ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Sæmundur og skellir upp úr. „Ég get sagt að þeir eru margir og ég þekki menn um allt land orðið, svei mér þá.“ Sæmundur segir marga hafa komið í staka túra í gegnum árin og því hefur hann kynnst mörgum, en ljóst er að allir hafa þeir látið misjafnlega af útiverunni.

Frystitogarinn Málmey SK-1 var smíðaður 1987 af skipasmíðastöðinni Flekkefjord Slipp …
Frystitogarinn Málmey SK-1 var smíðaður 1987 af skipasmíðastöðinni Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk í Noregi. Heimahöfn skipsins er Sauðárkrókur. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarson

Á öllum ferlinum er það eitt sem stendur upp úr að sögn Sæmundar. „Ég þakka Guði fyrir að hafa ekki misst mann, hvorki í sjóinn eða með öðrum hætti. Það er lofsvert. Það eru ekki allir sem geta þakkað fyrir það. Það held ég sé alveg hræðileg lífsreynsla að missa mann. Mér heyrist það á þeim sem ég hef talað við og lent í því. Maður heyrir það á þeim.“

Hann telur sig lánsaman og kveðst alla tíð hafa verið mjög heppinn með áhafnir. „Þetta er búið að vera góður tími, en ég er ákaflega feginn að vera kominn í land og þurfa ekki að undirbúa næsta mánuðinn og flýta mér að græja allt áður en ég fer á sjó á laugardegi,“ segir Sæmundur að lokum og hlær.

Á sjó í 32 ár

Sjómannsferill Sæmundar Þórs Hafsteinssonar hófst á Hegranesinu hinn 20. apríl 1989.

Sótti hann síðan nám í Stýrimannaskólanum 1991 og útskrifaðist vorið 1993. Að námi loknu varð hann stýrimaður í siglingum á Skagfirðingi en fór þaðan á Málmey SK-1 árið 1995, fyrst sem háseti en varð svo annar stýrimaður. Í júlí 2015 hlaut Sæmundur síðan stöðu fyrsta stýrimanns á Arnari.

Öll skipin sem Sæmundur hefur verið á hafa verið gerð út af félögum sem mynduðu síðar FISK Seafood. Í tilefni þeirra tímamóta að hann hætti á sjó afhenti Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri fyrirtækisins, honum blóm og gjafakort frá FISK Seafood og samstarfsfólki, með kæru þakklæti fyrir samstarfið og vinnu í þágu fyrirtækisins í áratugi.

Sæmundur er útgerðarstjórinn Gylfi Guðjónsson færði honum blóm í desember.
Sæmundur er útgerðarstjórinn Gylfi Guðjónsson færði honum blóm í desember. Ljósmynd/FISK Seafood
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »