Arnarlax og Arctic í eina sæng?

Höfuðstöðvar og aðalstarfsstöð Arnarlax á Bíldudal.
Höfuðstöðvar og aðalstarfsstöð Arnarlax á Bíldudal. Ljósmynd/Arnarlax

Móðurfélag Arnarlax hefur eignast meirihlutann í móðurfélagi Arctic Fish. Boðar eigandinn, norska fiskeldisfyrirtækið SalMar, að samruni norsku félaganna muni hafa í för með sér samlegðaráhrif í starfsemisstöðvum þess í Noregi og á Íslandi. Má því búast við nánu samstarfi eða sameiningu þessarra tveggja vestfirsku laxeldisfyrirtækja sem eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins.

Töluverðar hræringar hafa verið í eignarhaldi norskra fiskeldisfyrirtækja á síðustu mánuðum og árum og snerta þær íslensku dótturfélögin. Þannig komust Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi, bæði stóru fiskeldisfyrirtækin á Austfjörðum, í eigu sama fyrirtækis, Måsøval, í nóvember 2020. Á síðasta ári var unnið að sameiningu austfirsku félaganna en því verki mun ekki lokið.

Síðastliðið sumar börðust norsku fiskeldisfyrirtækin SalMar, meirihlutaeigandi Arnarlax, og NTS um yfirráð yfir Norway Royal Salmon (NRS) sem er meirihlutaeigandi Arctic Fish á Vestfjörðum. Hafði NTS betur.

Möguleikar á stækkun

Nú hafa verður skipast þannig í lofti að SalMar er að gleypa NTS með húð og hári. Verður fyrirtækið þar með annað stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs og eigandi tveggja stærstu laxeldisfyrirtækja Íslands, Arnarlax og Arctic Fish, sem eru með meginhluta starfsemi sinnar, þar með allt sjóeldið, á Vestfjörðum.

SalMar gerði tilboð í hlutabréf NTS í byrjun vikunnar, í samkeppni við Mowi sem er stærsta laxasamsteypa Noregs, og í lok vikunnar kom í ljós að SalMar hafði náð tangarhaldi á 50,1% hlutabréfa. Í kjölfarið var boðað til hluthafafundar SalMar til þess að ganga frá hækkun hlutafjár til að standa undir kaupunum.

Í tilkynningu á vef SalMar kemur fram að með samtvinnun á starfsemi fyrirtækjanna sem einkum er í Mið- og Norður-Noregi og á Vestfjörðum Íslands náist betri árangur í rekstrinum og möguleikar skapist á aukningu á sjálfbæran hátt.

Arnarlax hefur slátrað fyrir bæði fyrirtækin í sláturhúsi sínu á Bíldudal. Þau stóðu sameiginlega fyrir leit að nýjum hentugum stað vegna vaxandi starfsemi. Ekki náðist samkomulag og keypti Arctic Fish húsnæði í Bolungarvík með það að markmiði að koma þar upp eigin sláturhúsi.

SalMar á fyrir 51,02% í Arnarlaxi á móti íslenskum og norskum fjárfestum og NRS á 51,28% hlut í Arctic Fish á móti pólskum, íslenskum og norskum fjárfestum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg
20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg
20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg

Skoða allar landanir »