Fiskiskipafloti Íslendinga eldri og minni

Bárður SH og Áskell ÞH voru smíaðir 2019 og Vörður …
Bárður SH og Áskell ÞH voru smíaðir 2019 og Vörður ÞH 2018. Skipin eru töluvert undir meðalaldri íslenska fiskiskipaflotans. mbl.is/Sigurður Bogi

Íslenski fiskiskipaflotinn heldur áfram að minnka og hefur hann dregist saman um 142 fiskiskip á undanförnum fimmtán árum. Meðalaldur opinna báta hefur ekki verið hærri síðastliðin 15 ár, en aldur togara hefur hins vegar lækkað ört frá 2016 vegna umfangsmikilla fjárfestinga í nýjum skipum.

Íslenski fiskiskipaflotinn minnkaði um 12 skip milli áranna 2020 og 2021. Fimm færri togarar eru nú í flotanum, tveimur færri vélskip og fimm færri opnir bátar. Á undanförnum fimmtán árum hefur fiskiskipum fækkað um 142 eða 8,4%. Mesta fækkunin á þessum tíma er í vélskipum sem hefur fækkað um 159 en togarum hefur fækkað um 22.

Fjöldi íslenskra fiskiskipa og meðalaldur 2006 til 2021
Fjöldi íslenskra fiskiskipa og meðalaldur 2006 til 2021 mbl.is

Alls eru 39 fleiri opnir bátar nú en árið 2006 og eru þeir 815 talsins. Þessum bátum fækkaði ört frá 2006 til 2008 eða um 76 báta, 10%. Tók þeim að fjölga árið sem strandveiðikerfinu var komið á, 2009. Flestir voru bátarnir árið 2014 þegar þeir voru 863.

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans hefur sveiflast á tímabilinu og var á síðasta ári 1.158 þúsund tonn en 1.448 þúsund tonn 2012 og 1.322 þúsund tonn 2006. Mætti því draga þá ályktun að fækkun togara og vélskipa mætti meðal annars rekja til fjárfestinga sjávarútvegsfyrirtækja í bátum og skipum sem geta náð meiri afla.

Fjárfest fyrir tugi milljarða

Meðalaldur íslenskra fiskiskipa hefur hækkað um sex ár frá 2006 til 2021 og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Þó hefur meðalaldurinn verið á svipuðu róli undanfarin fimm til sjö ár, en hefur hækkað um tvö ár frá 2019.

Á árunum 2008 til 2019 námu fjárfestingar í bátum og skipum 108 milljörðum króna og virðast þær aðallega hafa skilað sér í nýjum togurum enda hefur meðalaldur þeirra lækkað á undanförnum árum og er hann nú 22 ár en var 30 ár 2016.

Vélskipin eru nú 29 ára að meðaltali og hefur aldur þeirra hækkað jafnt og þétt á undanförnum 15 árum samhliða fækkuninni. Má því álykta að aukin afkastageta sífellt yngri togara sé á kostnað sífellt eldri vélskipa.

„Þær fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum hafa verið nauðsynlegar vegna þess hve fiskiskipastóllinn var orðinn gamall, en auk þess hafa þær gert fyrirtækjum mögulegt að innleiða nýja tækni og skipulag um borð í skipunum og draga úr eldsneytisnotkun. Nýju skipin eru í mörgum tilvikum öflugri en hin eldri og því hefur einnig verið hægt að sameina aflaheimildir á færri skip og þannig auka enn fremur hagkvæmni við veiðarnar,“ segir um endurnýjun íslenskra fiskiskipa í skýrslu um horfur í sjávarútvegi og fiskeldi, sem kynnt var á síðasta ári.

Sem fyrr segir hefur opnum bátum fjölgað frá því að strandveiðikerfið var tekið upp, en sá floti hefur elst mikið frá þeim tíma og er meðalaldur hans nú 33 ár, það er áratug hærri en þegar strandveiðikerfinu var komið á og hæsti meðalaldur báta í þessum flokki undanfarin 15 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »