Náðu 170 milljóna afla þrátt fyrir mótlæti

Blængur NK í höfn í Neskaupstað. Skipið heldur á Barentshaf …
Blængur NK í höfn í Neskaupstað. Skipið heldur á Barentshaf í lok vikunnar. Ljósmynd/Hákon Ernuson

Þrátt fyrir leiðindaveður og truflanir vegna faraldursins var 20 daga túr áhafnarinnar á Blæng NK fínn að sögn skipstjórans Bjarna Ólafs Hjálmarssonar enda veiðin góð.

Fyrstitogarinn kom til hafnar á Neskaupstað í morgun með 430 tonn af blönduðum afla að verðmæti 170 milljóna króna. Mest var af ufsa, þorski og karfa auk þess sem eitthvað var um ýsu og grálúðu, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Miðað við allt og allt var þetta fínn 20 daga túr, en við vorum fimm daga frá veiðum vegna veðurs og bilunar. Við lágum til dæmis þrjá sólarhringa undir Grænuhlíð vegna veðurs og þurftum að fara inn til Hafnarfjarðar vegna bilunar. Þá fórum við tvisvar í land til að sækja menn sem voru búnir að losa sig við covid. Það gekk semsagt á ýmsu í túrnum en það er ekkert hægt að kvarta undan veiðinni á meðan við gátum verið að,“ segir Bjarni Ólafur í færslunni.

Blængur mun halda til veiða í norskri lögsögu í Barentshafi þegar líður á vikuna. Um er að ræða 40 daga túr og er gert ráð fyrir að veiða um 1.300 tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 596,33 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 424,06 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,18 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 299,75 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 395,88 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 17.263 kg
Samtals 17.263 kg
10.2.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 12.641 kg
Ýsa 4.797 kg
Karfi 222 kg
Samtals 17.660 kg
10.2.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 264 kg
Steinbítur 94 kg
Ýsa 54 kg
Langa 48 kg
Keila 28 kg
Samtals 488 kg
10.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 2.996 kg
Steinbítur 2.092 kg
Ýsa 1.987 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 7.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 596,33 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 424,06 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,18 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 299,75 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 395,88 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 17.263 kg
Samtals 17.263 kg
10.2.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 12.641 kg
Ýsa 4.797 kg
Karfi 222 kg
Samtals 17.660 kg
10.2.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 264 kg
Steinbítur 94 kg
Ýsa 54 kg
Langa 48 kg
Keila 28 kg
Samtals 488 kg
10.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 2.996 kg
Steinbítur 2.092 kg
Ýsa 1.987 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 7.092 kg

Skoða allar landanir »