Það fer bara vel um okkur segir Kristján Ólafsson, skipstjóri á Dettifossi, er blaðamaður slær á þráðinn og spyr um veðurfarið. Þegar rætt var við Kristján var ölduhæðin um 10 til 12 metrar og Dettifoss statt um 140 sjómílur suðvestur af Reykjanesi á leið sinni til Reykjavíkur frá Grænlandi.
Kristján segir vindinn í morgun ekki hafa truflað skipverja mikið. „Við erum með þetta beint í rassinn. Hann er byrjaður að ganga niður og þetta eru svona 20 til 25 metrar. Við erum með þetta hérna bara fyrir aftan þvert.“
„Ölduhæðin er ekki jafn rosaleg og í vestanbálinu fyrir einhverjum vikum síðan, enda suðvestan átt núna. Við erum búin að vera í þessari suðvestan átt frá því að við fórum úr klakanum við Grænland,“ útskýrir skipstjórinn sem viðurkennir að skipið taki dýfur annað slagið. „En þetta fer voðalega vel með okkur. Þetta er gott sjóskip. Fríborðið á þessu eru 10 metrar þannig að þetta er nokkuð þægilegt.“
Kristján segist gera ráð fyrir að leggja við bryggju í Reykjavík um klukkan tíu í kvöld. „Þá verður veðrið dottið niður í Reykjavík. Þetta er allt að vinna með okkur.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.2.25 | 595,72 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.2.25 | 546,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.2.25 | 364,17 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.2.25 | 339,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.2.25 | 223,23 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.2.25 | 301,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.2.25 | 395,66 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.2.25 Sóley ÞH 28 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 38 kg |
Samtals | 38 kg |
11.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 4.153 kg |
Ufsi | 461 kg |
Karfi | 188 kg |
Ýsa | 123 kg |
Samtals | 4.925 kg |
11.2.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 41.792 kg |
Samtals | 41.792 kg |
11.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.400 kg |
Samtals | 1.400 kg |
11.2.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.107 kg |
Steinbítur | 836 kg |
Ýsa | 822 kg |
Samtals | 3.765 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.2.25 | 595,72 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.2.25 | 546,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.2.25 | 364,17 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.2.25 | 339,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.2.25 | 223,23 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.2.25 | 301,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.2.25 | 395,66 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.2.25 Sóley ÞH 28 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 38 kg |
Samtals | 38 kg |
11.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 4.153 kg |
Ufsi | 461 kg |
Karfi | 188 kg |
Ýsa | 123 kg |
Samtals | 4.925 kg |
11.2.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 41.792 kg |
Samtals | 41.792 kg |
11.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.400 kg |
Samtals | 1.400 kg |
11.2.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.107 kg |
Steinbítur | 836 kg |
Ýsa | 822 kg |
Samtals | 3.765 kg |