Rússneskur „Íslandsvinur“ sætir rannsókn í Noregi

Ragnar var um tíma í Eyjafirði síðasta sumar.
Ragnar var um tíma í Eyjafirði síðasta sumar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fulltrúar norsku strandgæslunnar, lögreglunnar og tollstjóra fóru um borð í rússneska lúxussnekkju á miðvikudag er hún lá við bryggju í Norður-Noregi. Snekkjan Ragnar hefur verið í höfninni í Narvík frá því á fimmtudag í síðustu viku og er í eigu Vladimir Strzhalkovskí, fyrrverandi fulltrúa KGB og náins vinar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

Snekkjan vakti töluverða athygli hér á landi síðasta sumar er hún sótti Ísland heim og er um að ræða breyttan ísbrjót. Útlit snekkjunnar er sagt tengjast áhuga eigandans á átökum miðalda og vopnum þess tíma og á yfirbyggingin að svipa til hjálms.

Ekki hefur fengist upplýst hvers vegna fjölmennt lið á vegum norskra yfirvalda fór um borð. Mari Lillestø, aðgerðarstjóri lögreglunnar í lögreglumdæmi Norðlandi, kvaðst í samtali við norska dagblaðið VG ekki vita hvert tilefni aðgerðarinnar hafi verið og vísar á útlendingadeild norsku lögreglunnar sem ekki svarar fyrirspurnum blaðsins.

Þá segir talsmaður norska hersins, Elisabeth Eikeland majór, að strandgæslan hafi veitt lögreglu aðstoð og að málið sé á þeirra höndum.

Lúxussnekkjan Ragnar.
Lúxussnekkjan Ragnar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Mögulega vegna njósna

Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK algengt að rússnesk sjóför komi til Norður Noregs þegar stórar NATO-æfingar fara fram. Til stendur að halda stærstu NATO-æfingu síðari tíma undir merkjum Cold Response í mars og apríl og taka um 35 þúsund hermenn frá 28 ríkjum þátt.

Þá segir Kaldager tilgang komu rússnesku sjófarana vera að afla tæknilegar upplýsingar, eignast uppljóstrara og hlera fjarskipti.

Í þessu samhengi vekur athygli að snekkjan Ragnar er ekki einungis búin til ferða í gegnum allt að 50 sentimetra þykkan ís, heldur er hún einnig búin þyrlupalli ásamt plássi fyrir könnunarkafbát, rib-bát, tvær sæþotur og brynvarið ökutæki af gerðinni Ripsaw EV2.

Ragnar er 68,2 metra að lengd, með 8 lúkara og er hámarkshraðinn 14 hnútar. Snekkjan hefur undanfarið verið auglýst til sölu og er ásett verð 69,5 milljónir evra sem er jafnvirði 9,8 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »