Áhrif hvala á nytjastofna óþekkt

Áhrif afráns hvala á nytjastofna er lítið þekkt stærð að …
Áhrif afráns hvala á nytjastofna er lítið þekkt stærð að því er segir í svari Hafrannsóknastofnunar við fyrirspurn blaðamanns. mbl.is/Sigurður Ægisson

Hafrannsóknastofnun telur ekki hægt að leggja mat á áhrif fjölgunar hvala við Íslandsstrendur á afkomu nytjastofna, að því er fram kemur í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Stofnunin hefur í greinargerð árið 2018 greint frá því að afrán hvala sé talið vera um 3,3 milljónir tonna af fiski sem er allt að þrefalt á við heildarveiði íslenska fiskiskipaflotans. Hins vegar eru áhrif hvala á vistkerfið svo illa þekkt að ekki er gerlegt að taka tillit til afránsins í stofnmatslíkönum nytjastofna. Þó er talið að aukist hvalveiðar í samræmi við útgefna veiðiráðgjöf muni það draga úr afráninu, en á löngum tíma.

Töluverð óvissa

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sagði í pistli í Morgunblaðinu í byrjun mánaðarins fátt rökstyðja frekari hvalveiðar og vísaði meðal annars til hverfandi efnahagslegrar þýðingar veiðanna. Þá tilkynnti ráðherra að á þessu ári verði unnið mat á mögulegum þjóðhagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða.

Slíkar úttektir hafa þó áður verið gerðar í tvígang af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, árin 2010 og 2019.

„Í báðum þessum tilfellum var Hafrannsóknastofnun falið að leggja mat á afrán hvala og hugsanleg áhrif þess á nytjastofna sjávar. Í greinargerð Hafrannsóknastofnunar frá 2018 kemur fram að hvalir eru óvíða (ef nokkurs staðar) eins stór og mikilvægur hluti sjávarvistkerfa og hér við land, en heildarafrán hvala á stofnsvæðunum kringum Ísland var metið 7,6 milljónir tonna á ári, þar af 3,3 millj. tonna af fiski,“ segir í svari Hafrannsóknastofnunar.

„Í greinargerð Hafrannsóknastofnunar var lögð áhersla á að talsverð óvissa er í þessu mati, og enn meiri óvissa ríkir um hugsanleg áhrif á fiskistofna og þar með fiskveiðar framtíðarinnar.“

Auknar veiðar hafi áhrif

„Einungis eru stundaðar veiðar á tveim tegundum hvala, hrefnu og langreyði. Aflamark er reiknað samkvæmt RMP-veiðistjórnunarkerfi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem miðar að því að halda hvalastofnunum í 60% af hámarksstærð (K),“ segir Hafrannsóknastofnun um áhrif hvalveiðanna sem nú eru stundaðar.

Hvalveiðar í atvinnuskyni hófust á ný árið 2006 en frá þeim tíma hefur heildarveiði ávallt verið langt undir útgefnum aflaheimildum og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Telur stofnunin það því „ólíklegt að þær hafi haft nein teljanleg áhrif á stofnstærðir hvala og þar með afrán þeirra. Verði hins vegar hvalastofnar fullnýttir í framtíðinni skv. RMP-kerfinu gæti það hugsanlega haft veruleg áhrif á afrán hvala og/eða samkeppni við fiskistofna til lengri tíma litið. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að yfirstandandi loftslagsbreytingar geta haft mikil áhrif á allar slíkar langtímaspár.“

Verði hvalveiðar stundaðar í samræmi við ráðgjöf gæti það haft …
Verði hvalveiðar stundaðar í samræmi við ráðgjöf gæti það haft áhrif á afrán. mbl.is/Ómar Óskarsson

Er ástæða til að grisja hvalastofna til að vernda nytjastofna?

„Ráðgjöf Hafró hefur hingað til miðast eingöngu við líffræðilega sjálfbærni, þar sem beitt hefur verið varúðarnálgun. Samkvæmt veiðistjórnunarlíkaninu (RMP) mun fullnýting aflamarks leiða til að viðkomandi hvalastofnar verði um 60% af hámarksstærð til lengri tíma litið. Hrefnu- og langreyðarstofnarnir hér við land eru líklega yfir þessari hlutfallsstærð og myndi fullnýting skv. RMP-kerfinu því leiða til einhverrar fækkunar, en á löngum tíma (áratugum).“

„Ekki er fyrir hendi nægileg þekking á sambandinu milli stærðar hvalastofna og afraksturs fiskistofna til að unnt sé að mæla með grisjun í þeim tilgangi að vernda fiskistofna eða auka afrakstur þeirra. Vegna stærðar hvalastofna hér við land er hins vegar mikilvægt að bæta þekkingu á þessu sviði svo unnt verði að beita vistfræðilegri nálgun við stjórnun á nýtingu auðlinda hafsins.“

Skortir vistfræðilíkön

Þá segir að ekki er hægt að fullyrða að hvalastofnar fari stækkandi umhverfis Ísland. „Frá því að skipulegar hvalatalningar hófust árið 1987 hafa orðið talsverðar breytingar á fjölda og útbreiðslu hvala við Ísland, en það er þó misjafnt milli tegunda. Þannig hefur langreyði og hnúfubak fjölgað verulega á tímabilinu, en hrefnu hefur hins vegar fækkað mikið á landgrunninu. Það er því ekki einhlítt að hvalastofnar við Ísland fari stækkandi. Líklegt er að breytingar í umhverfi sjávar hafi haft áhrif á þessar breytingar t.d. hliðrun á útbreiðslu hrefnu til norðurs og vesturs frá landgrunni Íslands.“

Við spurningu um hvort áhrif hvalastofna kunni að verða til þess, að ráðleggingar um hámarksveiði í einhverjum nytjastofnum Íslendinga breytist, segir: „Stór og yfirgripsmikil vistfræðilíkön fyrir íslensk hafsvæði hafa ekki verið fullmótuð til notkunar við fiskveiðistjórnun. Slík líkön eru jafnan notuð til að fá tölulegt mat á afrán og tengsl mismunandi fæðuþrepa í vistkerfi hafsins og rannsaka mismunandi sviðsmyndir.“

„Áhrif hvala á vistkerfið eru fremur illa þekkt og afrán þeirra því ekki notað við stofnmat nytjategunda umfram það sem sett er sem fastur náttúrulegur dauði í stofnmatslíkönum. Í mati á stærð hrygningarstofns loðnu er tekið tillit til mats á afráni botnfiska í hrygningargöngu hennar að vetrarlagi, en ekki að sumri né hausti þegar hvalagengd er mest við landið. Fæðuvistfræði hvalategunda sem eru í umtalsverðu magni við landið að vetrarlagi (t.d. hnúfubaks) er ekki nægilega vel þekkt til að unnt sé að taka tillit til afráns þeirra að vetrarlagi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka