Töluverðir hagsmunir undir í Rússlandi

Frysti­tog­ar­inn Kapitan So­kolov í smíðum í skipa­smíðastöðinni í Sankti Pét­urs­borg. …
Frysti­tog­ar­inn Kapitan So­kolov í smíðum í skipa­smíðastöðinni í Sankti Pét­urs­borg. Skipið er hannað af Nautic. Ljósmynd/Nautic

„Maður hefur auðvitað áhyggjur af þessu. Maður veit ekkert hvað tekur við,“ segir Hrafnkell Tulinius, framkvæmdastjóri skipahönnunarstofunnar Nautic. Félagið hefur átt í miklum viðskiptum í Rússlandi undanfarin misseri og hefur byggt upp dótturfélag í St. Pétursborg með 57 starfsmenn.

Hann kveðst nýverið kominn heim úr söluferð í austurhluta Rússlands ásamt öðrum íslenskum fyrirtækjum sem þjónusta rússnesk útgerðarfyrirtæki. „Þar heimsóttum við tólf viðskiptavini og sáum mörg spennandi tækifæri. Það væri auðvitað sorglegt ef þau tækifæri leystust upp. Maður veit ekkert hvernig þessar þvingunaraðgerðir verða.“

Rekstur dótturfélagsins Nautic Rus mun halda áfram óbreytt en helsta óvissan sé tengt fjármagnsflutningum milli landa, að sögn Hrafnkels. Ógnin sé að ekki verði hægt að fá greitt fyrir þjónustu sem veitt hefur verið ef flutningur fjármagns verður stöðvaður. „Það eru búnar að vera vera miklar yfirlýsingar og þetta eru gríðarlegir fjármunir sem eru undir fyrir félögin sem hafa verið að selja inn á Rússland.“

Hrafnkell segir Nautic þó ekki verða tekjulaust þar sem fyrirtækið hafi einnig verkefni annars staðar og bendir á smíði 48 metra togara í Tyrklandi fyrir íslenska útgerðarfyrirtækið Ramma. „Við vorum sem betur fer búnir að fá afhent stálið í skipið frá Úkraínu.“

Vona það besta

„Maður veit ekkert,“ svarar Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, er blaðamaður spyr hver hann telji áhrifin af hugsanlegum þvingunaraðgerðum verði á fyrirtækið sem hefur undanafarin ár selt töluvert af togvindum og vindukerfum til Rússlands. „Það er óvissa hjá öllum, ekki síður hjá viðskiptavinum okkar.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 639,76 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 393,30 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.7.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 680 kg
Samtals 680 kg
24.7.24 Axel NS 15 Handfæri
Þorskur 2.038 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.046 kg
24.7.24 Kristinn ÞH 163 Handfæri
Þorskur 1.519 kg
Ufsi 47 kg
Samtals 1.566 kg
24.7.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 1.263 kg
Þorskur 668 kg
Samtals 1.931 kg
24.7.24 Vonin NS 41 Handfæri
Ufsi 511 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 566 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 639,76 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 393,30 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.7.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 680 kg
Samtals 680 kg
24.7.24 Axel NS 15 Handfæri
Þorskur 2.038 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.046 kg
24.7.24 Kristinn ÞH 163 Handfæri
Þorskur 1.519 kg
Ufsi 47 kg
Samtals 1.566 kg
24.7.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 1.263 kg
Þorskur 668 kg
Samtals 1.931 kg
24.7.24 Vonin NS 41 Handfæri
Ufsi 511 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 566 kg

Skoða allar landanir »