Gera athugasemdir við vindmyllugarða á hafi úti

Vindmyllur og fiskveiðar ganga ekki alltaf saman og hafa útgerðarmenn …
Vindmyllur og fiskveiðar ganga ekki alltaf saman og hafa útgerðarmenn í noregi áhyggjur af uppbyggingu vindmyllugarða á hafi úti. Ljósmynd/Equinor

Norska hafrannsóknastofnunin mælir gegn því að vindmyllugarðar verði reistir á hafi úti á þeim svæðum sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir lífríki sjávar. Telur stofnunin að rannsaka þurfi áhrif slíkrar starfsemi frekar og lýsa norskir útgerðarmenn áhyggjum.

Á hverju ári gefur Havforskningsinstituttet (HI), hafrannsóknastofnun Noregs, út skýrslu með ráðleggingar vegna manngerðrar hljóðmengunar í hafinu. Farið er yfir áhrif notkunar rafsegulgeislunar eins og við kortlagningu hafsbotns eða í olíuleit, hljóðbylgjurannsóknir á sviði jarðvísinda (e. seismic reflection), notkun sprengjuefnis í sjó og áhrif vindmyllugarða til hafs. Aukinn áhugi hefur verið á uppbygginu vindmyllugarða í Noregi á undanförnum árum, ekki síst vegna síhækkandi raforkuverðs, en miklum efasemdum hefur verið lýst um ágæti slíkra áforma.

„Vindorkuver á hafi úti framleiða hljóð sem flestir fiskar og sjávarspendýr heyra. Hljóðunum má skipta í byggingarhljóð; þ.e. hljóð frá byggingu vindmyllanna og framleiðsluhávaða; hljóð frá vindmyllum sem eru í gangi,“ segir í inngangi kafla skýrslunnar um áhrif vindmyllugarða.

Vindmyllugarðarnir kunna að hafa neikvæð áhrif á seli.
Vindmyllugarðarnir kunna að hafa neikvæð áhrif á seli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HI telur í skýrslu sinni uppbyggingu vindmylla til hafs þurfa að vera háða þó nokkrum skilyrðum og mælir gegn „uppbyggingu vindorku á svæðum sem eru sérstaklega mikilvæg, svo sem hrygningarsvæðum og hrygningarleiðum viðeigandi fiskistofna, svæði sem selir geta afkvæmi sín og beitarsvæði sjávarspendýra“. Jafnframt eigi að forðast uppbyggingu á „svæðum sem eru mikilvæg fyrir vistkerfi hafsins, eins og svæðin í kringum Lofoten, eða viðkvæm svæði eins og kóralrif“.

Einnig er mælt gegn byggingarvinnu á hrygningartímabilum fiska sem og á þeim tímum sem sjávarspendýr beita eða geta af sér afkvæmi.

Þá mælir stofnunin með því að á byggingartíma sé beitt hávaðaminnkandi aðgerðum eins og loftbólutjöldum.

Takmarkaðar rannsóknir

Leggur HI til að í vindmyllur verði notaðar festar úr efni sem gefur frá sér sem minnstan hávaða þegar búnaður er í gangi eða hreyfist til. „Stöðugur lágtíðnihávaði frá túrbínunum á meðan þær eru í rekstri mun fyrst og fremst hafa áhrif á dýrin í og nálægt vindmyllugörðunum. Þar sem botndýr koma sér fyrir á svæðinu og fiskar laðast oft að svæðinu verða þessir hópar fyrir framleiðsluhávaða í lengri tíma. Stöðugur lágtíðnihávaði getur haft áhrif á hegðun eins og botnblöndun, beit, æxlun, hegðun gegn rándýrum og samskipti, en hversu mikil áhrifin eru miðað við jákvæð áhrif aukins fæðuframboðs og skjóls í vindorkuverum er óþekkt. Einnig eru þekkingareyður um getu sjávardýra til að laga sig að hávaðaáhrifum með tímanum.“

Norska hafrannsóknastofnunin telur uppbyggingu vindmyllugarða eigi ekki að eiga sér …
Norska hafrannsóknastofnunin telur uppbyggingu vindmyllugarða eigi ekki að eiga sér stað á hrygningarsvæðum fiskistofna.

Fram kemur að þekkingu á umhverfisáhrifum vindmyllugarða til hafs sé ábótavant og að „talsverð óvissa“ sé um umfang þeirra. Í ljósi þessa telur stofnunin mikilvægt að farið sé varlega í uppbyggingu vindmyllugarða á hafi úti.

Vekja skýrsluhöfundar athygli á því að skýrslan taki aðeins til hljóðmengunar og að nauðsynlegt sé að skoða fleiri atriði í stærra samhengi. „Hávaði getur, ásamt öðrum áhrifum vindorkuvirkjana (t.d. breytingum á rafsegulsviðum og straummynstri), leitt til breytinga á búsvæðum sem geta hugsanlega haft neikvæð áhrif eins og minni æxlun og/eða aukna dánartíðni.“

Einnig jákvæð áhrif

Í almennri umfjöllun um áhrif vindmyllugarða segir á vef HI að ljóst sé að garðarnir kunni að draga úr notkun kolefniseldsneytis og þannig minnka neikvæð áhrif loftslagsbreytinga á lífríki hafsins. Þá eru vindmyllugarðar á hafi úti sagðir mynda manngerð kóralrif sem styðja við líffræðilegan fjölbreytileika á afmörkuðum svæðum sem draga til sín fiska og önnur dýr sem leita skjóls og fæðu. Á hinn boginn geta þessi manngerðu rif verið stökkpallur fyrir framandi tegundir sem nota svæðin til að dreifa sér á svæðum þar sem þær voru ekki áður.

„Við endurskoðun nýlegra rannsókna var komist að þeirri niðurstöðu að margar fisktegundir finnast í meira magni í vindmyllugörðunum en í hafsvæðinu í kring. Enn er óvíst hvort það sé vegna þess að fiskurinn safnast saman í kringum vindmyllurnar eða hvort stofninn hafi stækkað,“ segir á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Stofnunin telur mikilvægt að markvisst verði aflað upplýsinga og kortlagðar breytingar í stofnstærðum og búsvæðum.

Talið er að þörf sé á frekari rannsóknum á áhrifum …
Talið er að þörf sé á frekari rannsóknum á áhrifum hljóðmengunnar vindmyllugarða á sjávarspendýr. mnl.is/Sigurður Ægisson

Lýsa áhyggjum

„Ríkisstjórnin vill stórfellda fjárfestingu í vindorku á hafi úti en sýnir engan vilja til að rannsaka afleiðingar þess fyrir nokkra af stærstu fiskistofnum heims. Á Noregur að fjárfesta í blindni eða ættum við í staðinn að afla vitneskju um afleiðingarnar og tryggja áframhaldandi sjálfbæra stjórnun fiskveiðiauðlinda okkar?“ spyrja talsmenn samtaka norskra útgerðarmanna, Fiskebåt, í grein á vef sínum.

„Ekki eru til nein rannsóknargögn um hvaða afleiðingar uppbygging fljótandi og botnfastra vindmylla í Norðursjó, Barentshafi og Noregshafi getur haft fyrir hrygningarsvæðin, göngumynstur og þróun fiskistofna okkar. Fiskveiðiauðlindin hefur um langt skeið skapað grundvöll fyrir byggð og atvinnu við strendur okkar og mun gera það áfram á meðan nýtingu hafsins er stjórnað með sjálfbærum hætti. Þetta er ástæða þess að útgerðin hefur nálgast málið með mikilli varkárni þegar kemur að því að koma upp vindmyllugörðum við mikilvæg hrygningarsvæði og fiskimið,“ skrifa þeir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »