Hrognavinnsla hafin

Samhentur hópur fólks af Vesturlandi og víðar hefur komið að …
Samhentur hópur fólks af Vesturlandi og víðar hefur komið að vinnslu hrogna á Akranesi í mörg ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnsla loðnuhrogna hófst hjá Brimi hf. á Akranesi í gærmorgun, en vinna átti hrognin úr farmi sem Venus NK fékk á Breiðafirði um helgina. Reikna má með að er líður á vikuna færist kraftur í hrognafrystingu en hrognin fara að mestu á markað í Japan og eru verðmætasta afurð loðnunnar. Auk Akraness verða hrogn fryst í fiskiðjuverum í Vestmannaeyjum, Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Þórshöfn.

Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, útgerðarstjóra uppsjávarskipa hjá Brimi, er þroski hrognanna í minnsta lagi fyrir frystingu fyrir Japan, en hann eykst dag frá degi. Hópur undir stjórn Arnars Eysteinssonar, bónda í Stórholti 2 í Saurbæ í Dalabyggð, var í gær mættur til starfa í hrognavinnslunni á Akranesi. Agnar hefur í rúmlega 20 ár tekið þátt í hrognavertíð á Skaganum og frá 2007 haldið utan um hópinn sem sér um að skera, skilja, hreinsa, þurrka og frysta hrognin. Í hópnum er fólk úr Dölunum, frá Akranesi og víðar.

Aðalmálið að gera sem mest úr því sem tekst að veiða

Í gær voru tvö skip Brims að veiðum utarlega á Breiðafirði, nokkur skip voru á miðjum Faxaflóa og allmörg skip voru á leið á miðin. Á sunnudag fengu þrjú skip afla í grennd við Hornafjörð.

Ingimundur segir að veðrið hafi spilað stóra rullu á vertíðinni og útlit sé fyrir að svo verði áfram. Þrátt fyrir tíðina hafi fengist ágætur afli þegar gefið hafi. Spurður hvort hann sé áhyggjufullur um að kvótinn náist ekki segir hann að ekki þýði að hugsa þannig: „Aðalmálið er að gera sem mest úr því sem okkur tekst að veiða og nýta á sem verðmætastan hátt,“ segir Ingimundur.

Samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu er búið að landa 409 þúsund tonnum á vertíðinni og eftir að veiða 253 þúsund tonn miðað við kvóta upp á 662 þúsund tonn. Sú tala á eftir að hækka eitthvað þegar endanlega liggur fyrir hversu mikið Norðmenn náðu ekki að veiða á vertíðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »