Muninn hafi sokkið vegna veðurs og ísingar

Fóðurpramminn Muninn sökk í Reyðarfirði.
Fóðurpramminn Muninn sökk í Reyðarfirði. Ljósmynd/Laxar

Talið er að fóðurpramminn Muninn hafi sokkið vegna vonds veðurs og ísingar í Reyðarfirði fyrir rúmu ári. Rannsóknarnefnd samgönguslysa, siglingasvið, afgreiddi lokaskýrslu um málið 18. febrúar og var ekki ályktað í málinu. Nefndin mun hins vegar fylgjast með þegar flakið verður tekið upp og taka málið þá upp að nýju ef ástæða þykir til.

Þegar Muninn sökk var hann mannlaus og festur með átta akkerum sem lágu u.þ.b. 20-25 metra út frá honum. Í ljós kom að pramminn stóð upp á endann á botninum með stýrishúsið niður og voru tvö akkeri föst í honum að aftan. Tvö göt og aðrar skemmdir voru sjáanlegar á botni prammans bakborðsmegin.

Síðdegis 9. janúar fór vindur í um 20 metra á Kollaleiru í Reyðarfirði og í mestu hviðum í yfir 34 metra um kvöldið og var umtalsverð ísing. Fram kom hjá hafnaryfirvöldum að um kvöldið 9. janúar hefði verið kominn einhver halli á Munin og hann sokkið undir morgun á sunnudegi.

Í bígerð var að taka Munin upp á yfirborðið í júlí 2021 en ákveðið að fresta því þar sem það var talið of áhættusamt vegna mögulegra skemmda á akkerisfestum kvía nálægt flakinu. Einnig var talin þörf á að dæla fóðri úr nokkrum fóðursílóum til að létta flakið en vegna eldisfisks í nálægum kvíum var slík aðgerð metin óásættanleg. Ákveðið var að bíða með upptöku flaksins þar til eldislotu væri lokið haustið 2022.

Samkvæmt upplýsingum útgerðar er Muninn ekki flokkaður sem skip heldur fóðurprammi og því ekki skráningarskyldur. Starfsmenn fyrirtækisins sjái um eftirlit með fóðurprömmum í samræmi við verklagsreglur þess og framleiðenda hans. Engin mengun hefur borist frá prammanum vegna atviksins. Samkvæmt upplýsingum útgerðar voru 10 rúmmetrar af díselolíu í prammanum, en samkvæmt upplýsingum björgunaraðila var 18 rúmmetrum af díselolíu dælt úr flakinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »