9 til 11 milljarðar undir í Úkraínu

Uppsjávarafurðir hafa verið stór hluti af útflutningsverðmætum sjávarafurða til þeirra …
Uppsjávarafurðir hafa verið stór hluti af útflutningsverðmætum sjávarafurða til þeirra landa sem kunna að verða fyrir áhrifum átakanna í Úkraínu. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Ætla má að árlegur útflutningur sjávarafurða frá Íslandi til Úkraínu hafi verið um 9 til 11 milljarðar og hefur Úkraína verið eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslendinga með uppsjávarafurðir frá því að Rússland lokaði markaði sínum árið 2015. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningum sem birtar hafa verið á Radarnum.

Það eru mun hærri upphæðir en fram koma í gögnum Hagstofu Íslands sem hafa til að mynda sýnt að í fyrra hafi verið fluttar út sjávarafurðir fyrir 3,6 milljarða króna til Úkraínu.

Misræmið í tölunum virðist mega rekja til þess að sjávarafurðirnar rata ekki allar beint til Úkraínu, heldur eru þær fluttar fyrst til Litháen. Þá segir að upplýsingar úr gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna um innflutning Úkraínu og Litháen á fiskafurðum frá Íslandi styðji þá skýringu.

Fram kemur að 80% af sjávarafurðum í Úkraínu hafa verið innflutt og að „hlutdeild Íslands í heildarverðmætum innfluttra fiskafurða í Úkraínu að jafnaði verið um 14% á undanförnum árum. Norðmenn eru stærstir og hefur hlutdeild þeirra verið rúm 30% á  undanförnum árum. Bandaríkin eru svo númer þrjú í röðinni með í kringum 10% hlutdeild.“

Mynd/Radarinn
Mynd/Radarinn

Nái til nærliggjandi ríkja?

Vakin er athygli á því að mikil óvissa sé nú uppi, ekki bara gagnvart útflutningi til Úkraínu og Rússlands, heldur einnig til nærliggjandi ríkja eins og Litháen (þar sem sala áfram til Úkraínu vegur þungt), Póllands og Hvíta-Rússlands. „Undanfarinn áratug hafa uppsjávarafurðir vegið að jafnaði um 80% af viðskiptum þessara landa með sjávarafurðir. Þetta eru aðallega frosnar uppsjávarafurðir; síld, makríll og loðna.“

Mynd/Radarinn

Þá hefur 30% af uppsjávarafurðum verið flutt til þessara landa frá árinu 2015. Hlutfallið er hins vegar 46% á sama tímabili ef fiskimjöl og lýsi er frátalið.

Útflutningur á eldisafurðum aukist talsvert til Úkraínu á undanförnum árum sem og til Póllands og var vægi ríkjanna í heildarverðmætum útfluttra eldisafurða tæplega 22% á árið 2020 og tæplega 17% í fyrra. Útflutningur á eldisafurðum til Litháens, Hvíta Rússlands eða annarra nálægra landa er hins vegar afar lítill.

Mynd/Radarinn

Karfinn fór til Rússlands

Útflutningsverðmæti annarra afurða, sem aðallega eru botnfisktegundir, hefur verið um fjórir til fimm milljarðar króna til þessara ríkja síðustu ár.

„Það er ekki stórt á heildina litið, eða rétt rúmlega 2% að jafnaði af heildarútflutningsverðmæti þessara afurða frá Íslandi. […] Rússar voru önnur stærsta viðskiptaþjóð með karfa fyrir viðskiptabann. Karfi, einn og sér, nam um 80% af útflutningsverðmæti annarra sjávarafurða en uppsjávarfisks til Rússlands fyrir bannið,“ segir í greiningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »