Langt á milli veiðisvæðanna

Malgorzata Angelika Bielawska og Bartosz Daszkiewicz frá Póllandi eru öflug …
Malgorzata Angelika Bielawska og Bartosz Daszkiewicz frá Póllandi eru öflug í loðnuvinnslunni hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Loðnuafli fékkst á tveimur veiðisvæðum um helgina og var langt á milli þeirra. Annars vegar fékkst afli í mynni Ísafjarðardjúps og hins vegar í Fjallasjó undan Eyjafjöllum. Í gær var lítið að frétta og einhver skipanna sem höfðu reynt fyrir sér í grennd við Eyjar héldu á vestursvæðið þar sem reiknað var með skaplegra veðri í dag.

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir það merkilegt að hrygningarloðna veiðist út af Ísafjarðardjúpi. Með öðrum orðum þýddi það að loðnan hefði nánast gengið hringinn í kringum landið. Engar upplýsingar væru um vestangöngu.

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann sagðist ekki trúaður á að loðnan hrygndi inni á Ísafjarðardjúpi, en hins vegar væru þekktir hrygningablettir út af sunnanverðum Vestfjörðum og Látrabjargi, þar sem afli fékkst í síðustu viku. Loðnan hrygnir á malarbotni þar sem eru straumar og hreyfing á sjónum. Guðmundur sagði ekki óvænt að loðnu væri að finna á fleiri en einum stað. Á vertíðinni hefði verið talað um töluverða dreifingu og þegar fyrsta ganga hefði verið komin suðaustur fyrir land hefði Hafrannsóknastofnun mælt loðnu fyrir norðaustan og norðan land.

Stendur djúpt og er gisin

Grænlenska skipið Polar Ammassak kom um helgina með 1.900 tonn af hrognaloðnu til Neskaupstaðar. Á vef Síldarvinnslunnar er að finna eftirfarandi lýsingu Geirs Zoëga skipstjóra á túrnum:

„Við byrjuðum að veiða vestur af Bjargtöngum og fengum þar um 700 tonn. Síðan var haldið inn á Breiðafjörð og þar fengust 600 tonn í tveimur köstum. Við kláruðum síðan í Nesdýpinu vestur af Vestfjörðum. Loðnan hegðar sér undarlega og gerir okkur erfitt fyrir. Hún bæði stendur djúpt og er gisin. Svo er rosalega mikið af hval á miðunum og hann skapar heilmikil vandræði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Sæborg ST 34 Handfæri
Þorskur 1.368 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 1.396 kg
27.8.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.775 kg
Ýsa 2.038 kg
Steinbítur 55 kg
Hlýri 31 kg
Keila 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 8.902 kg
27.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 354 kg
Þorskur 185 kg
Steinbítur 22 kg
Ufsi 9 kg
Keila 6 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 580 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Sæborg ST 34 Handfæri
Þorskur 1.368 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 1.396 kg
27.8.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.775 kg
Ýsa 2.038 kg
Steinbítur 55 kg
Hlýri 31 kg
Keila 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 8.902 kg
27.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 354 kg
Þorskur 185 kg
Steinbítur 22 kg
Ufsi 9 kg
Keila 6 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 580 kg

Skoða allar landanir »