Fiskistofa segir útgerðum að sigla eigin sjó

Snjallforritt sem átti að einfalda smærri útgerðum að skila aflaupplýsingum …
Snjallforritt sem átti að einfalda smærri útgerðum að skila aflaupplýsingum verður óvirkt 1. apríl. Fiskistofa vísar á forrit í eigu einkafyrirtækis sem getur kostað notendur þúsundir króna. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fiskistofa hefur ákveðið að hætta að taka við aflaupplýsingum úr snjallforriti sem hefur verið í notkun í innan við tvö ár og leggja af rafrænu afladagbókina, en gerð kerfanna kostaði stofnunina tæpar 50 milljónir króna.

Fiskistofa segir notendum smáforritsins og vefmiðmóts að stofna til viðskipta við einkafyrirtæki – sem er eigandi annars hugbúnaðar sem Fiskistofa greiddi fyrir – með tilheyrandi kostnaði eða hanna eigin hugbúnað undir upplýsingaskilin. Notendur hafi út mars til að ganga frá tilhögun upplýsingaskila.

Fyrirspurn um ástæður ákvörðunarinnar um að hætta notkun þessara kerfa var send stofnuninni fimmtudaginn 3. mars. Stofnunin segir spurningar blaðamanns ná til fleiri sviða Fiskistofu og að fjarvera starfsmanna vegna Covid-19-veikinda sé ástæða þess að fyrirspurninni hafi ekki verið svarað.

Með mánaðar fyrirvara

Í ágúst 2020 tilkynnti Fiskistofa að hætt yrði að taka við afladagbókum í pappírsformi 1. september sama ár í samræmi við reglugerð um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga. Sama sumar hafði farið í loftið snjallforrit sem hægt var að nota úr síma eða spjaldtölvu sem gerðu skilin einföld fyrir smærri útgerðaraðila, en um tíma höfðu stærri skip skilað aflaupplýsingum með rafrænni afladagbók sem mátti finna á aflaskraning.is. Með þessu urðu upplýsingaskilin alfarið rafræn.

Þann 2. mars síðastliðinn birtist hins vegar tilkynning á vef Fiskistofu þar sem sagt var frá því að „frá og með 1. mars mun Fiskistofa ekki lengur útvega afladagbækur eða reka stafrænt aflaskráningarforrit“ og að frá og með 1. apríl verði það óvirkt.

Samkvæmt gildandi reglum er þó öllum skylt að skila rafrænni afladagbók til Fiskistofu og leggur stofnunin til tvær leiðar til að standa í skilum. „Öllum er frjálst að skrifa hugbúnað sem getur skilað aflaupplýsingum til Fiskistofu,“ segir í tilkynningunni. Hvort mánuður dugi til að hanna slíkan hugbúnað er óþekkt en sé slíkt ekki hægt bendir stofnunin á að „Trackwell hefur þróað smáforrit þar sem hægt er að færa aflaskráningu og senda til Fiskistofu. Þeim aðilum sem vilja nýta sér þann möguleika er bent á að sækja það forrit eftir 1. mars nk. en fyrir 1. apríl.“

Milljónaforrit eign annarra

Rafræna afladagbókin sem hætt verður að nota var hönnuð af verktökum fyrir Fiskistofu og var kostnaðurinn 33,2 milljónir króna. Hugbúnaðurinn varð hins vegar ekki eign Fiskistofu heldur fyrirtækisins Trackwell sem vann verkið fyrir stofnunina og var rafræna afladagbókin í notkun Fiskistofu samkvæmt leyfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu – sem Fiskistofa segir notendum nú stofna til viðskipta við. Þetta má sjá í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, árið 2019.

Þar kemur einnig fram að snjallforritið sem tekið var fyrst í notkun sumarið 2020 hafi kostað Fiskistofu tæpar 16,2 milljónir króna og var hugbúnaðurinn unninn af verktökum fyrir stofnunina sem í þessu tilfelli endaði sem eigandi hugbúnaðarins, en notkun hugbúnaðarins verður eins og fyrr segir úr sögunni um mánaðamótin.

Fiskistofa er ekki eigandi rafrænu afladagbókarinnar sem stofnunin greiddi 33 …
Fiskistofa er ekki eigandi rafrænu afladagbókarinnar sem stofnunin greiddi 33 milljónir fyrir. mbl.is/Árni Sæberg

Dugar Excel?

Mikillar óánægju hefur gætt með ákvörðun Fiskistofu, sérstaklega meðal strandveiðisjómanna sem telja sig geta þurft að greiða Trackwell á fimmta tug þúsunda til að sinna upplýsingaskyldu sinni.

Þá hefur heyrst meðal nokkurra strandveiðisjómanna að þeir hyggist skila aflaupplýsingum í Excel sem þeir telja uppfylla skilyrði gildandi reglugerðir um rafræn skil á aflaupplýsingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »