Fiskistofa velti kostnaði yfir á smábátasjómenn

Landssamband smábátaeigenda telja Fiskistofu skorta „lagaheimild til þess að færa …
Landssamband smábátaeigenda telja Fiskistofu skorta „lagaheimild til þess að færa innheimtu eftirlitsgjalda yfir til einkaaðila,“ að því er fram kemur á vef LS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landssamband smábátaeigenda (LS) leggst gegn áformum Fiskistofu um að gera óvirk þau kerfi sem hafa verið notuð fyrir skil á aflaupplýsingum og þannig velta kostnaði yfir á smábataeigendur, að því er fram kemur í færslu á vef LS. Gerir LS kröfu um gjaldfrjálsa leið til að skila aflaupplýsingum.

Fiskistofa tilkynnti í byrjun mánaðar að snjallforrit og vefviðmót sem stuðst hefur verið við verði gert óvirkt frá og með 1. apríl. Vakti stofnunin athygli á því að notendum væri frjálst að hanna eigin hugbúnað eða stofna til viðskipta við Trackwell til að skila aflaupplýsingum í samræmi við lög og reglugerðir.

Fulltrúar LS áttu fyrr í vikunni fund með fulltrúum skrifstofu sjávarútvegs í Matvælaráðuneytinu vegna málsins og „mótmælti LS þeirri fyrirætlun Fiskistofu að kostnaður vegna lögboðinna skila á upplýsingum til Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu sem hingað til hefur verið greiddur af hinu opinbera sé velt yfir á smábátaeigendur,“ segir í færslunni.

Skorti lagaheimild

Þá hefur LS látið vinna álitsgerð og er þar talið að Fiskistofu skorti „lagaheimild til þess að færa innheimtu eftirlitsgjalda yfir til einkaaðila. Opinberar stofnanir geta ekki ákveðið einhliða að útvista gjaldtöku og eftirliti til einkaaðila, heldur þarf til þess skýra heimild frá löggjafanum.“

Einnig vöktu fulltrúar LS athygli starfsmanna ráðuneytisins á að „markmið laga um veiðigjald væri að standa straum af  kostnaði við eftirlit og stjórnsýslu fiskveiða- og vinnslu, er veiðigjaldinu þannig ætlað að standa straum af kostnaði m.a. kostnaði við hugbúnaðarþróun sem eykur skilvirkni stjórnsýslunnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »