Öflugra skip dýpki Landeyjahöfn

Eftir útboð mun öflugra skip annast dýpkunina í Landeyjahöfn en …
Eftir útboð mun öflugra skip annast dýpkunina í Landeyjahöfn en verið hefur. mbl.is/Styrmir Kári

Vegagerðin stefnir að því í næsta mánuði að bjóða út dælingu í Landeyjahöfn fyrir árin 2022-2025. Gerð verður krafa um miklu öflugra dæluskip en nú er í notkun, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Samningur Vegagerðarinnar við Björgun hf. rennur út núna í vor. Björgun hefur notað sanddæluskipið Dísu sem getur dælt 3-5.000 rúmmetrum á dag í kjöraðstæðum.

G. Pétur segir að dýpkunarskip sem leitað verður eftir þurfi að geta náð upp 15.000 m3 í kjöraðstæðum.

Dýpkun Landeyjahafnar verður boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu, sem þýðir að erlend dýpkunarfyrirtæki geta boðið í verkið. Jan De Nul, sem er öflugt alþjóðlegt fyrirtæki, vann við dýpkun árin 2015-2018. Það hafði dýpkunarskipið Galilei 2000 til taks sem afkastaði um 12.000 m3 á dag í kjöraðstæðum.

Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Vegagerðarinnar að óvenjuslæmt tíðarfar það sem af er ári hafi leitt til þess að ekki hefur verið hægt að sigla eins oft til Landeyjahafnar og gert var árið 2021. Það er fyrst og fremst öldufar sem hamlar för en einnig hefur dýpi hafnarmynnis verið takmarkandi þáttur.

Nýjustu dýptarmælingar gefa til kynna að áhrif Eyjafjallajökulsgossins og þess mikla efnis sem þá barst til sjávar hafi dvínað til muna síðastliðið ár.

Sandurinn til vandræða

Undanfarin ár hefur sandur í höfninni eða hafnarmynninu ekki verið til mikilla vandræða fyrr en fór á líða á janúar 2022, segir á heimasíðunni. Það gerist í kjölfarið á þrálátum suðvestanáttum með hárri ölduhæð. Í slíku veðurfari verða til mjög fáir og stuttir framkvæmdagluggar fyrir dýpkunarskip.

Til þess að geta fullnýtt alla framkvæmdaglugga við þessar aðstæður þurfi að vera til reiðu afkastamikið dýpkunarskip sem getur á skömmum tíma fjarlægt umtalsvert magn efnis. Við núverandi aðstæður þarf að fjarlægja um 10.000 m3 af efni til þess að höfnin sé nægjanlega djúp, til samanburðar hefði þurft að fjarlægja um 40-50.000 m3 af efni ef gamli Herjólfur ætti að sigla í höfnina. Vegna þessa er nú í nýju útboði stefnt að því að ráða til starfans afkastamikið dýpkunarskip sem getur hreinsað um 10.000 m3 á dag, sem er um 3-4 sinnum þau afköst sem núverandi dýpkunarskip hefur.

Dæmalaust há alda stöðvar för

Þrátt fyrir að tappi hafi myndast í höfninni um miðjan janúar hefur það ekki stöðvað siglingar í Landeyjahöfn. Ekki hefur tekist að dýpka sem skyldi vegna veðurs en Herjólfur hefur siglt eftir sjávarfjöllum þegar öldulag leyfir. Dýpið er nægilegt þegar sjávarstaða er há.

„Hins vegar hafa þrálát vetrarveður og dæmalaust há alda stöðvað ferðir Herjólfs ítrekað nú í ár, algerlega óháð dýpinu,“ segir á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »