Öflugra skip dýpki Landeyjahöfn

Eftir útboð mun öflugra skip annast dýpkunina í Landeyjahöfn en …
Eftir útboð mun öflugra skip annast dýpkunina í Landeyjahöfn en verið hefur. mbl.is/Styrmir Kári

Vega­gerðin stefn­ir að því í næsta mánuði að bjóða út dæl­ingu í Land­eyja­höfn fyr­ir árin 2022-2025. Gerð verður krafa um miklu öfl­ugra dælu­skip en nú er í notk­un, að sögn G. Pét­urs Matth­ías­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Vega­gerðar­inn­ar.

Samn­ing­ur Vega­gerðar­inn­ar við Björg­un hf. renn­ur út núna í vor. Björg­un hef­ur notað sand­dælu­skipið Dísu sem get­ur dælt 3-5.000 rúm­metr­um á dag í kjöraðstæðum.

G. Pét­ur seg­ir að dýpk­un­ar­skip sem leitað verður eft­ir þurfi að geta náð upp 15.000 m3 í kjöraðstæðum.

Dýpk­un Land­eyja­hafn­ar verður boðin út á Evr­ópska efna­hags­svæðinu, sem þýðir að er­lend dýpk­un­ar­fyr­ir­tæki geta boðið í verkið. Jan De Nul, sem er öfl­ugt alþjóðlegt fyr­ir­tæki, vann við dýpk­un árin 2015-2018. Það hafði dýpk­un­ar­skipið Gali­lei 2000 til taks sem af­kastaði um 12.000 m3 á dag í kjöraðstæðum.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar að óvenjuslæmt tíðarfar það sem af er ári hafi leitt til þess að ekki hef­ur verið hægt að sigla eins oft til Land­eyja­hafn­ar og gert var árið 2021. Það er fyrst og fremst öldufar sem haml­ar för en einnig hef­ur dýpi hafn­ar­mynn­is verið tak­mark­andi þátt­ur.

Nýj­ustu dýpt­ar­mæl­ing­ar gefa til kynna að áhrif Eyja­fjalla­jök­uls­goss­ins og þess mikla efn­is sem þá barst til sjáv­ar hafi dvínað til muna síðastliðið ár.

Sand­ur­inn til vand­ræða

Und­an­far­in ár hef­ur sand­ur í höfn­inni eða hafn­ar­mynn­inu ekki verið til mik­illa vand­ræða fyrr en fór á líða á janú­ar 2022, seg­ir á heimasíðunni. Það ger­ist í kjöl­farið á þrá­lát­um suðvestanátt­um með hárri öldu­hæð. Í slíku veðurfari verða til mjög fáir og stutt­ir fram­kvæmda­glugg­ar fyr­ir dýpk­un­ar­skip.

Til þess að geta full­nýtt alla fram­kvæmda­glugga við þess­ar aðstæður þurfi að vera til reiðu af­kasta­mikið dýpk­un­ar­skip sem get­ur á skömm­um tíma fjar­lægt um­tals­vert magn efn­is. Við nú­ver­andi aðstæður þarf að fjar­lægja um 10.000 m3 af efni til þess að höfn­in sé nægj­an­lega djúp, til sam­an­b­urðar hefði þurft að fjar­lægja um 40-50.000 m3 af efni ef gamli Herjólf­ur ætti að sigla í höfn­ina. Vegna þessa er nú í nýju útboði stefnt að því að ráða til starf­ans af­kasta­mikið dýpk­un­ar­skip sem get­ur hreinsað um 10.000 m3 á dag, sem er um 3-4 sinn­um þau af­köst sem nú­ver­andi dýpk­un­ar­skip hef­ur.

Dæma­laust há alda stöðvar för

Þrátt fyr­ir að tappi hafi mynd­ast í höfn­inni um miðjan janú­ar hef­ur það ekki stöðvað sigl­ing­ar í Land­eyja­höfn. Ekki hef­ur tek­ist að dýpka sem skyldi vegna veðurs en Herjólf­ur hef­ur siglt eft­ir sjáv­ar­fjöll­um þegar öldu­lag leyf­ir. Dýpið er nægi­legt þegar sjáv­ar­staða er há.

„Hins veg­ar hafa þrálát vetr­ar­veður og dæma­laust há alda stöðvað ferðir Herjólfs ít­rekað nú í ár, al­ger­lega óháð dýp­inu,“ seg­ir á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »