Enn er kórónuveirufaraldurinn að trufla sölu sjávarafurða til Kína og lokuðu kínversk stjórnvöld í síðustu viku fyrir rússneskt sjávarfang. Í hafnarborginni Dalian var rússneskum skipum meinað að afskipa farmi sínum eftir að veiran greindist í starfsmanni. Ákvörðunin tekur einnig til afurða nokkurra annarra þjóða.
Kom þetta fram í tilkynningu á frá rússnesku sjávarútvegsstofnuninni, Rosrybolovstvo, en Intrafish sagði fyrst frá.
Aðeins mánuður er liðinn frá því að slíkum aðgerðum var aflétt en nú hefur verið gripið til þeirra á ný og það sama á við hafnarborgina Qingdao, en kínversk stjórnvöld miða enn aðgerðum að veirulausu samfélagi.
Með jöfnu millibili hefur kórónuveiran greinst í kringum sjávarfang í Kína og hefur í kjölfarið verið gripið til harðra aðgerða með neikvæðum afleiðingum fyrir seljendur. Í júní 2020 var víða í Kína lokað fyrir sölu á laxi eftir að veira greindist á skurðbretti heildsala í höfuðborginni Peking. Fátt bendir þó til að veiran geti smitast með sjávarfangi.
Lokunin nú er talin koma sér í illa fyrir rússneskan sjávarútveg sérstaklega eftir að bandarísk yfirvöld tilkynntu í síðustu viku bann við innflutning á rússneskum sjávarafurðum sem lið í efnahagsaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Evrópusambandið hefur enn sem komið ekki gripið til aðgerða gegna rússnesku sjávarfangi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 637,83 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 440,93 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 485,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,39 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 307,55 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 322,45 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 396,49 kr/kg |
6.2.25 Núpur BA 69 Lína | |
---|---|
Þorskur | 484 kg |
Langa | 466 kg |
Ýsa | 370 kg |
Steinbítur | 311 kg |
Keila | 167 kg |
Hlýri | 120 kg |
Karfi | 48 kg |
Ufsi | 16 kg |
Samtals | 1.982 kg |
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.223 kg |
Ýsa | 82 kg |
Samtals | 7.305 kg |
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 643 kg |
Hlýri | 283 kg |
Ýsa | 259 kg |
Steinbítur | 194 kg |
Karfi | 56 kg |
Ufsi | 17 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 1.468 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 637,83 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 440,93 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 485,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,39 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 307,55 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 322,45 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 396,49 kr/kg |
6.2.25 Núpur BA 69 Lína | |
---|---|
Þorskur | 484 kg |
Langa | 466 kg |
Ýsa | 370 kg |
Steinbítur | 311 kg |
Keila | 167 kg |
Hlýri | 120 kg |
Karfi | 48 kg |
Ufsi | 16 kg |
Samtals | 1.982 kg |
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.223 kg |
Ýsa | 82 kg |
Samtals | 7.305 kg |
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 643 kg |
Hlýri | 283 kg |
Ýsa | 259 kg |
Steinbítur | 194 kg |
Karfi | 56 kg |
Ufsi | 17 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 1.468 kg |