Áætlun Borealis breytt vegna veðurs syðra

Fyrsta skemmtiferðaskipið er væntanlegt til Akureyrar á morgun.
Fyrsta skemmtiferðaskipið er væntanlegt til Akureyrar á morgun. Ljósmynd/Aðsend

Skemmtiferðaskipið Borealis byrjar Íslandsheimsókn sína á Akureyri á morgun og verður við bryggju frá morgni og fram eftir degi. Þaðan liggur leiðin til Ísafjarðar og síðan til Reykjavíkur á föstudag. Vegna veðurs á siglingaleiðinni var áætluninni snúið við og endar þetta fyrsta skemmtiferðaskip ársins heimsóknina í höfuðborginni, en áður var ráðgert að byrja þar.

Skipafélögin fara rólega af stað

Skipið bar áður heitið Rotterdam og er tæplega 62 þúsund brúttótonn. Það tekur 1.404 farþega, en Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, áætlar að í þessari ferð séu 5-600 farþegar. Útlit er fyrir þokkalegt vetrarveður á Akureyri á miðvikudaginn.

Pétur rifjar upp að fyrir nokkrum árum kom skemmtiferðaskip til Akureyrar á svipuðum tíma árs og þá var 10-12 stiga hiti og einstök blíða. Hann segir að útgerðir skemmtiferðaskipa séu stöðugt að leita nýrra leiða og eins að byrja siglingar norður á bóginn fyrr á vorin og enda síðar á haustin.

Pétur segir að útlitið sé gott hvað varðar komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar í ár og gætu skipakomur orðið fleiri en 2019. Í heild reiknar hann með um 210 heimsóknum skemmtiferðaskipa í ár, um 160 til Akureyrar, en mörg skipanna komi einnig við í Hrísey og Grímsey.

Ef skipin væru með eðlilega bókun gæti farþegafjöldinn orðið um 200 þúsund manns, en Pétur reiknar með að öryggisins vegna fari skipafélögin rólega af stað eftir heimsfaraldurinn. Bókunarnýting verði því nær 50%, en ekki um 95% eins og gjarnan er í þessum skipum.

Framkvæmdagleði í fyrra

Síðasta ár fóru miklir flutningar um höfnina á Akureyri og áætlar Pétur að þeir hafi aukist um 20% á milli ára. Framkvæmdagleði hafi einkennt árið á Norðurlandi, og flutningar verið með því mesta. Um hafnirnar fóru um 20 þúsund tonn af fiski í fyrra og er það svipað magn og síðustu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 541,59 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 350,17 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.7.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 680 kg
Samtals 680 kg
24.7.24 Axel NS 15 Handfæri
Þorskur 2.038 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.046 kg
24.7.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 1.263 kg
Þorskur 668 kg
Samtals 1.931 kg
24.7.24 Vonin NS 41 Handfæri
Ufsi 511 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 566 kg
24.7.24 Kolga BA 70 Handfæri
Ufsi 5.813 kg
Karfi 191 kg
Langa 106 kg
Samtals 6.110 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 541,59 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 350,17 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.7.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 680 kg
Samtals 680 kg
24.7.24 Axel NS 15 Handfæri
Þorskur 2.038 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.046 kg
24.7.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 1.263 kg
Þorskur 668 kg
Samtals 1.931 kg
24.7.24 Vonin NS 41 Handfæri
Ufsi 511 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 566 kg
24.7.24 Kolga BA 70 Handfæri
Ufsi 5.813 kg
Karfi 191 kg
Langa 106 kg
Samtals 6.110 kg

Skoða allar landanir »