„Það er nánast aldrei friður“

Áhafnir loðnuskipanna fagna líklega hverjum degi sem veðrið er ekki …
Áhafnir loðnuskipanna fagna líklega hverjum degi sem veðrið er ekki að trufla gang veiða en tíðar lægðir hafa einkennt vertíðina. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Hreinn Sigurðsson

Ein stærsta loðnuvertíð síðari tíma er á lokametrunum og er óhætt að segja að veðurfarið hefur strítt íslensku loðnuskipunum sem og skip hinna strandríkjanna. Líklega tekst þeim ekki að ná öllum þeim afla sem þeim hefur verið úthlutað.

„Það er nánast aldrei friður. Endalausar brælur og virðist ekki vera neitt lát á þeim. Þetta ætlar bara ekki að taka enda,“ var haft eftir Hálfdani Hálfdanarsyni, skipstjóra á Berki NK, fyrr í dag á vef Síldarvinnslunnar.

Systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK á loðnumiðunum.
Systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK á loðnumiðunum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Segir þar að loðnuskipin sem komin eru austur eða eru á leið þangað séu með mismikinn afla um borð og að stefnan sé að vinna hrogn úr eins miklu mögulegt er. Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði afla til hrognavinnslu í Norðfjarðarhöfn í gær og í gærkvöldi kom þangað Polar Ammasak með 2.200 tonn.

Í dag kom síðan Vilhelm Þorsteinsson EA með 1.340 tonn og Beitir NK með 880 tonn auk þess sem Hákon EA er mættur mep 400 tonn. Þá voru á landleið Bjarni Ólafsson AK og Barði NK með sitt hvor 500 tonnin.

Haft var eftir Hafþóri Eiríkssyni, verksmiðustjóra í Neskaupstað, að vinnsla hrogna með nýjum búnaði gengi afar vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »