Þorbjörn lætur smíða nýjan togara á Spáni

Nýsmíði Þorbjarnar verður samkvæmt áætlun tilbúin fyrri hluta ársins 2024.
Nýsmíði Þorbjarnar verður samkvæmt áætlun tilbúin fyrri hluta ársins 2024. Mynd/Þorbjrön hf.

Þor­björn hf. í Grinda­vík hef­ur gert samn­ing við skipa­smíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um smíði á 58 metra löng­um og 13,6 metra breiðum ís­fisk­tog­ara. Sam­kvæmt áætl­un­um er gert ráð fyr­ir að smíði tog­ar­ans ljúki á fyrri hluta árs­ins 2024, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þar seg­ir að um sé að ræða fyrstu ný­smíðin sem Þor­björn ræðst í frá ár­inu 1967, en frá þeim tíma hafa fjöldi skipa komið við sögu annað hvort vegna sam­ein­ingu við aðrar út­gerðir eða vegna kaupa á notuðum skip­um.

Í gegn­um tíðina hafa verið gerðar um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á eldri skip­um og meðal ann­ars breytt þeim úr upp­sjáv­ar­skip­um í línu­skip og ís­fisk­tog­ur­um í frysti­skip. Þá hef­ur fyr­ir­tækið á und­an­förn­um árum tekið þrjú línu­skip og tvo frysti­tog­ara úr rekstri og í stað þeirra fest kaup á frysti­tog­ara frá Græn­landi og ís­fisk­tog­ara frá Vest­manna­eyj­um.

„Vænt­an­lega verða enn nokkr­ar breyt­ing­ar á nú­ver­andi út­gerð þó að það hafi ekki enn verið ákveðið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Eig­in vist­ar­ver­ur og minni orku­notk­un

Ísfisk­tog­ar­inn sem nú á að hefja smíði á er hannaður af Sæv­ari Birg­is­syni, skipa­tækni­fræðingi hjá Verk­fræðistof­unni Skipa­sýn ehf., í sam­starfi við starfs­menn Þor­bjarn­ar.

Stutt er frá því að nýr Bald­vin Njáls­son GK var af­hent­ur Nes­fiski en sá tog­ari var einnig hannaður af Sæv­ari og smíaður af spænsku skipa­smíðastöðinni Armon.

„Við hönn­un skips­ins hef­ur verið lögð rík áhersla á að draga úr orku­notk­un og þar með að um­hverf­isáhrif þess verði sem minnst.  Aðal­vél skips­ins sem verður um 2400 KW. mun knýja skrúfu sem verður 5 metr­ar í þver­mál.  Stærð og snún­ings­hraði skrúf­unn­ar verður lægri en áður hef­ur þekkst í eldri fiski­skip­um af sam­bæri­legri stærð.   Skipið verður þess vegna sér­lega spar­neytið og því í hópi spar­neytn­ustu skipa í þess­um flokki.  Þá verður skipið búið til veiða með tveim­ur botn­vörp­um sam­tím­is og tog­vind­urn­ar knún­ar raf­magni.“

Sér­stak­lega hef­ur verið litið til sjó­hæfni skips­ins með til­liti til ör­ygg­is og bættr­ar vinnuaðstöðu og áhersla lögð á að aðbúnaður áhafn­ar verði eins góður og hægt er. Vak­in er at­hygli á því að stefnt hafi verið að því að all­ir skip­verj­ar fái sín­ar eig­in vist­ar­ver­ur og hrein­lætisaðstöðu.

Jafn­framt hef­ur hönn­un­in miðað að því að auðvelt eigi að vera að breyta skip­inu í frysti­tog­ara.

Sjálf­virkni og fjar­stýr­ing

„Mesta breyt­ing­in frá eldri skip­um Þor­bjarn­ar hf. varðandi vinnslu og meðferð afl­ans er sú að sjálf­virk flokk­un á afl­an­um fer fram á vinnslu­dekki skips­ins og frá­gang­ur afl­ans í fiskikör fer fram á ein­um stað á vinnslu­dekk­inu.  Þaðan fer afl­inn í lyft­um niður í lest og verður lest­ar­vinn­unni  ein­göngu sinnt af fjar­stýrðum lyft­ara sem renn­ur á loft­bita í lest skips­ins.  Auk þess að ann­ast flutn­ing og stöfl­un á fiskikör­um verður lyft­ar­inn notaður við los­un skips­ins þegar það kem­ur til hafn­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Þor­bjarn­ar að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »