Tvær línur í Neskaupstað í gagnið í sumar

Unnið að uppsetningu fjögurra þurrkara í nýja verksmiðjuhúsinu.
Unnið að uppsetningu fjögurra þurrkara í nýja verksmiðjuhúsinu. Ljósmynd/Smári Geirsson

Bygging nýs 2.000 fermetra verksmiðjuhúss við fiskimjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Neskaupstað miðar vel. Nýlega var lokið við skorstein verksmiðjunnar og er nú unnið að því að ljúka við klæðningu stálgrindar hússins, að því er segir í færslu á vef fyrirtækisins.

Um er að ræða lið í umfangsmikilli fjárfestingaráætlun er miðar að uppbyggingu í Neskaupstað fyrir 4,8 milljarða króna. Tilkynnt var um áformin í janúar á síðasta ári.

Hafin er vinna við að koma upp vélbúnaði verksmiðjunnar og hefur fjórum þurrkurum þegar verið komið fyrir á undirstöðum.

Fyrsti liður framkvæmdanna er að koma upp lítilli verksmiðju með tvær framleiðslulínur sem afkasta 190 tonnum hvor og mun því afköst á sólarhring nema 380 tonnum. Áætlanir gera ráð fyrir að fyrri línan verði komin í gagnið í lok júní og sú síðari í ágúst.

„Þessari litlu verksmiðjueiningu er fyrst og fremst ætlað að vinna afskurð frá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar auk þess sem hún mun nýtast vel til þróunarverkefna en fyrirhugað er að leggja áherslu á vinnslu á verðmætari afurðum en hingað til hafa verið framleiddar í fiskimjölsverksmiðjum,“ segir í færslunni.

Stóraukin afköst

Í kjölfar þess að vinnu verður lokið við smærri eininguna verður hafist handa við að stækka og framkvæma endurbætur á núverandi verksmiðju fyrirtækisins. Þegar því er lokið er áætlað að hún muni geta afkastað um 2.000 tonn á sólarhring og verður þá heildarafkastageta Síldarvinnslunnar í Neskaupstað 2.380 tonn á sólarhring, en afkastagetan nú er 1.400 tonn á sólarhring.

Það er dótturfélag vélsmiðjunnar Héðins, HPP, sem smíðar verksmiðjuna en fyrirtækið hefur þróað sérhæfðar lausnir fyrir verksmiðjur af þessum toga. Sérstakir eiginleikar lausnar HPP felast meðal annars í því að stærð búnaðarins er 30% minni og þarf því minna pláss og bætt orkunýting auk þess að geta framleitt mjöl og lýsi til manneldis.

Nýja verksmiðjuhúsið við er fremst á myndinni. Afkastageta Síldarvinnslunnar á …
Nýja verksmiðjuhúsið við er fremst á myndinni. Afkastageta Síldarvinnslunnar á Neskaupstað verður komin í 2.380 tonn á sólarhring við árslok 2023. Ljósmynd/Guðlaugur B. Birgisson

Töluverður orkusparnaður

Full afköst stærri verksmiðjunnar munu nást undir lok ársins 2023 og er gert ráð fyrir að hinn nýi búnaðir skili töluverðum orkusparnaði. „Að auki er afar orkusparandi að geta keyrt litlu verksmiðjuna þegar ekki er þörf á miklum afköstum,“ segir í færslunni.

Vakin er athygli á að fjöldi fyrirtækja hafa komið að uppsetningu verksmiðjunnar til þessa. „Verkfræðifyrirtækin Mannvit og Efla eiga mikinn þátt í þeim ásamt verktakafyrirtækjunum Haka, Nestaki, Fjarðalögnum, Landstólpa og Héðni. Landstólpi annaðist byggingu nýja stálgrindarhússins og allur vélbúnaður er keyptur af Héðni og HPP eða í samstarfi við Héðin. Fleiri verktakafyrirtæki munu koma að framkvæmdunum síðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »