Kröfu Arnarlax um ógildingu hafnað

Háafell og Arnarlax hafa deilt vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Kröfu …
Háafell og Arnarlax hafa deilt vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Kröfu Arnarlax um ógildingu rekstrarleyfi Háafells hefur verið hafnað. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Arnarlax og nokkurra náttúruverndarsamtaka um að ógilda ákvarðanir Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar um útgáfu rekstrar- og starfsleyfa til handa Háafelli ehf. fyrir kynslóðaskipt laxeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

Arnarlax krafðist þess jafnframt að lagt yrði fyrir stofnanirnar að afgreiða umsóknir um rekstrar- og starfsleyfi fyrir eldið í þeirri tímaröð sem framkvæmdaraðilar skiluðu matsskýrslum sínum inn til Skipulagsstofnunar.

Málið á rætur sínar að rekja til lagabreytinga árið 2019. Þá var skipt um fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir sjókvíaeldi. Lögin gera ráð fyrir að umsóknir um rekstrarleyfi fyrir sjókvíar á svæðum sem metin hafa verið til burðarþols myndu halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði um nýtt kerfi. Gerð var sú krafa að umsóknir héldu aðeins gildi sínu að mati á umhverfisáhrifum væri lokið fyrir gildistöku eða lögð hefði verið fram frummatsskýrsla.

Arnarlax fær ekkert

Aðeins eru til úthlutunar nú 12 þúsund tonn sem er hámarkið vegna áhættumats Hafrannsóknastofnunar. Matvælastofnun forgangsraðaði umsóknum eftir því hvenær umsóknirnar væru fullgiltar í meðförum Skipulagsstofnunar. Háafell, dótturfélag HG á Ísafirði, var fyrst í röðinni og fékk á síðasta ári leyfi fyrir þeim 6.800 tonnum sem fyrirtækið sótti um. Arctic Fish er annað í röðinni og átti að fá 5.200 af þeim 8 þúsund tonnum sem fyrirtækið sótti um. Arnarlax fær ekkert af þeim 10 þúsund tonnum sem sótt var um. Fyrirtækið getur aftur á móti alið ófrjóan lax í Djúpinu, ef það svo kýs. Fjórða fyrirtækið, Hábrún, komst ekki að borðinu.

Úrskurðarnefndin taldi að ekki væru þeir form- eða efnisannmarkar á undirbúningi eða meðferð ákvarðana Matvælastofnunar eða Umhverfisstofnunar að ógildingu varðaði og var kröfum Arnarlax því hafnað.

Væntanlega geta stofnanirnar nú afgreitt umsókn Arctic Fish. Háafell hefur undirbúið sjóeldi á laxi og setur út fyrstu laxaseiðin í vor. Er það liður í að skipta úr regnbogasilungi yfir í lax.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »