Verðhækkanir sagðar óumflýjanlegar

Vegna efnahagsaðgerða gegn Rússlandi mun eftirpurn eftir íslenskum hvítfiski aukast …
Vegna efnahagsaðgerða gegn Rússlandi mun eftirpurn eftir íslenskum hvítfiski aukast og þar með mun verð einnig hækka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óvissa á mörkuðum held­ur áfram að aukast vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu og til­heyr­andi aðgerða sem gripið hef­ur verið til gegn rúss­nesk­um yf­ir­völd­um af hálfu Vest­ur­landa. Spáð er að verð á hvít­fiski í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um fari hækk­andi en að hærra olíu­verð kunni að draga úr því sem fæst úr slík­um aðstæðum.

Þá er einnig ótt­ast að of hátt verð kunni að fæla neyt­end­ur frá hvít­fiskaf­urðum með langvar­andi áhrif­um. Í Evr­ópu ótt­ast vinnslu­stöðvar mik­inn skort á hrá­efni.

Rúss­neskt sjáv­ar­fang hef­ur á und­an­förn­um miss­er­um í aukn­um mæli verið flutt til Evr­ópu sem og annarra áfangastaða. Rúss­ar fluttu úr landi um tvær millj­ón­ir tonna af sjáv­ar­af­urðum á síðasta ári að verðmæti um 7 millj­arða banda­ríkja­dala, jafn­v­irði um 916 millj­arða ís­lenskra króna, sem er 33,7% meira út­flutn­ings­verðmæti en árið 2020, að því er fram kem­ur í skýrslu hol­lenska land­búnaðarráðuneyt­is­ins um stöðu rúss­neskra sjáv­ar­af­urða frá 27. nóv­em­ber 2021.

Mynd/​mbl.is

Lok­un og opn­un í Kína

Rúss­neski viðskipta­blaðamaður­inn Ivan Stupachen­ko skrifaði í Sea­food­Source í nóv­em­ber síðastliðnum að mikla aukn­ingu í út­flutt­um sjáv­ar­af­urðum til hinna ýmsu ríkja mætti rekja til lok­ana sem kín­versk stjórn­völd gripu til vegna út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Und­ir þetta er tekið í grein­ingu ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins HKT­DC í Hong Kong, en þar seg­ir að á fyrsta árs­fjórðungi 2020 hafi verið flutt um 253 þúsund tonn af sjáv­ar­fangi frá Aust­ur-Rússlandi til Kína en aðeins 63 þúsund tonn á fyrri árs­helm­ingi 2021.

Rúss­nesk­ar sjáv­ar­af­urðir hafa vegna ástands­ins í Kína leitað á aðra markaði og fóru afurðir frá Aust­ur-Rússlandi í fyrsta sinn inn á markaði á Spáni, í Nor­egi, Eistlandi, Jamaíka, Kam­erún, Benín, Tógó og Gana, að því er seg­ir í grein­ingu HKT­DC.

Það var því mikið fagnaðarefni fyr­ir rúss­nesk­an sjáv­ar­út­veg að opnað var á ný fyr­ir rúss­neskt sjáv­ar­fang í Kína í janú­ar, en það varð skamm­líf gleði. Lokað var á ný fyr­ir rúss­nesk­ar afurðir í kín­versku hafn­ar­borg­un­um Dali­an og Qingdao þann 6. mars síðastliðinn í kjöl­far þess að einn úr áhöfn rúss­nesks skips hafði greinst með Covid-19.

Kína hef­ur verið mik­il­væg­ur markaður þar sem rúss­nesk­ur fisk­ur hef­ur verið unn­inn þar í miklu magni fyr­ir aðra markaði. Í skýrslu hol­lenska land­búnaðarráðuneyt­is­ins seg­ir að löng lok­un kín­verska markaðar­ins hafi meðal ann­ars ýtt und­ir fjár­fest­ingu í auk­inni vinnslu­getu í Rússlandi.

Vont varð verra

Á þriðju­dag til­kynntu Evr­ópu­sam­bandið og Bret­land um stór­hækkaða tolla á hvít­fisk frá Rússlandi. Komu til­kynn­ing­arn­ar í kjöl­far þess að yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um tóku sam­bæri­lega ákvörðun föstu­dag­inn 11. mars.

Staða rúss­neskra afurða hef­ur því versnað til muna á fjölda þeirra markaða sem hafa tekið við auknu magni að und­an­förnu. Þar að auki má reikna með að rúss­nesk­ar afurðir hafi einnig orðið fyr­ir álits­hnekki meðal neyt­enda á vest­ræn­um mörkuðum vegna inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu. Margt verður til þess að verð á hvít­fiski muni fara hækk­andi.

Frá því gripið var til fyrr­nefndra aðgerða leið ekki á löngu þar til fjöl­miðlar í Bretlandi fóru að spyrja hvort fisk­ur og fransk­ar kynni að hækka í verði vegna tolla­hækk­ana. Í svari sam­taka breskra fisksteik­ing­ar­manna (Nati­onal Federati­on of Fish Friers) við fyr­ir­spurn frétta­stofu ITV seg­ir að verðhækk­an­ir á fiski í Bretlandi séu „óumflýj­an­leg­ar“. Inn­flutn­ingstak­mark­an­ir í Banda­ríkj­un­um munu leiða til þess að banda­rísk­ir kaup­end­ur munu í aukn­um mæli sækja í afurðir frá Íslandi og Nor­egi og þessi aukna eft­ir­spurn mun leiða til verðhækk­ana.

Andrew Crook, for­seti sam­taka breskra fisksteik­ing­ar­manna, sagði sam­tök­in engu að síður styðja aðgerðirn­ar og að mik­il­vægt væri að „beita Rúss­land eins mikl­um þrýst­ingi og við get­um“.

Skort­ur á fiski get­ur haft víðtæk áhrif ekki síst á vinnsl­ur og var á þriðju­dag full­yrt í Intrafish að „ef rúss­nesk­ar sjáv­ar­af­urðir eru fjar­lægðar frá Bretlandi og ESB mun það hafa gríðarlega al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir birgðakeðjur. [...] Bæði ESB og Bret­land eru mjög háð rúss­nesk­um hvít­fiskinn­flutn­ingi og, þar sem Banda­rík­in bönnuðu viðskipti í síðustu viku, er óvissa í grein­inni rík af öllu tal­inu um refsiaðgerðir og efna­hagsaðgerðir.“

Stór­bætt staða Íslend­inga

Sam­keppn­is­staða hvít­fisks frá Íslandi er með þessu stór­bætt með til­liti til auk­inn­ar eft­isp­urn­ar og auk­inna tekna. Hins veg­ar hef­ur olíu­verð hækkað mikið að und­an­förnu með til­heyr­andi kostnaði fyr­ir út­gerðirn­ar og verð mun lík­lega hald­ast hátt enda hef­ur Joe Biden, for­seta Banda­ríkj­anna, enn ekki tek­ist að sann­færa Sádi-Ar­ab­íu og aðra olíu­fram­leiðend­ur um að auka fram­leiðsluna.

Háu verði á hvít­fiski fylg­ir einnig áhætta þar sem hátt verð í lengri tíma get­ur hvatt neyt­end­ur til að leita í ódýr­ari mat­væli, sem get­ur haft langvar­andi af­leiðing­ar fyr­ir grein­ina alla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »