Lögreglan enn með strand Masilik til rannsóknar

Masilik strandaði að kvöldi 16. desember við Vatnsleysuströnd. Slysið er …
Masilik strandaði að kvöldi 16. desember við Vatnsleysuströnd. Slysið er enn til rannsóknar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Strand grænlenska línuskipsins Masilik við Gerðistanga á Vatnsleysuströnd kvöldið 16. desember í fyrra er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar við fyrirspurn blaðamanns.

Um tíma var talið að sjópróf þyrftu að fara fram en lögreglan upplýsir að þeirra var ekki þörf og munu þau ekki fara fram. Kveðst lögreglan á Suðurnesjum nú bíða eftir niðurstöðu rannsóknanefndar samgönguslysa.

Alls voru 19 um borð þegar skipið strandaði og var varðskipið Freyja og dráttarbáturinn Hamar kölluð út. Um tíma var talið að hætta væri á að skipið væri að sökkva vegna leka, en við nánari athugun reyndist svo ekki vera. Björgunarskipin Sjöfn, frá Ársæli á Seltjarnarnesi, og Stefnir, frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, sáu um að ferja áhöfnina í land ásamt því að að aðstoða Freyju með að koma dráttartaug yfir í línuskipið.

Vel gekk að losa skipið af strandstað um nóttina og var skipið komið til hafnar um klukkan sjö morguninn 17. desember.

Umfang skemmda óþekktar

Hófst rannsókn á tildrögum strandsins um leið og fengu skipverjar um borð stöðu sakbornings, en það merkir þó ekki endilega að slysið hafi borið að með saknæmum hætti. Vitað er til þess að fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi rætt við stýrimann og skipstjóra.

Ekki hefur verið upplýst um umfang skemmda á skipinu vegna slyssins, en um tíma var efast um hvort hægt yrði að flytja Masilik frá HAfnarfirði í kví í Reykjavík. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðamanns til grænlensku útgerðarinnar Royal Greenland vegna atviksins hefur ekki verið svarað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »