Helgi Bjarnason
Unnið er af fullum þunga að undirbúningi nokkurra nýrra landeldisstöðva hér á landi. Ef öll áform ganga eftir verður framleiðslugeta stöðva sem stunda landeldi á laxi og bleikju vel yfir 100 þúsund tonn á ári, jafnvel meira en talið er að sjóeldið geti annað, og hún kemst í gagnið smám saman á næstu átta árum. Samhliða uppbyggingu er hugað að nýtingu úrgangs. Meðal annars eru áform um stórfellda matjurtaræktun í gróðurhúsum innan stöðvanna með affallsvatni.
Forsvarsmenn helstu fiskeldisfyrirtækja landsins sögðu frá starfseminni á fræðsluráðstefnu Lax-inn í Hörpu í gær. Til þess að framleiða 100 þúsund tonn af laxi í landstöðvum þarf mörg hundruð starfsmenn, auk afleiddra starfa og starfa við uppbyggingu.
Landeldi (Deep Atlantic) er komið lengst í undirbúningi. Þar eru framkvæmdir hafnar á lóð við Þorlákshöfn. Seiði verða sett út í ker í stöðinni í næsta mánuði þótt stöðin sé enn í byggingu. Þau færast síðan í stærri ker þegar þau verða tilbúin. Fyrsta laxinum verður slátrað seinni hluta næsta árs. Stöðin á að byggjast upp í áföngum þangað til þar verður hægt að framleiða 33 þúsund tonn af laxi.
Samherji er að undirbúa mikla landeldisstöð í Auðlindagarðinum á Reykjanesi. Unnið er að undirbúningi samkvæmt áætlun en áformað er að hefja framkvæmdir á næsta ári og hefja slátrun á árinu 2026. Í fullbyggðri stöð verður hægt að framleiða 40 þúsund tonn af laxi. Samherji er með landeldi á nokkrum stöðum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun Silfurstjörnunnar í Kelduhverfi en sú uppbygging er hugsuð til að reyna þær aðferðir sem notaðar verða á Reykjanesi.
GeoSalmo er með áform um að framleiða 20-24 þúsund tonn af laxi á lóð sem fyrirtækið hefur fengið við Þorlákshöfn. Byggt verður upp í áföngum. Undirbúningur stendur yfir.
Jens Þórðarson framkvæmdastjóri GeoSalmo sagði á fundinum að áformað væri að koma upp gróðurhúsum til að nýta næringarríkt affallsvatn úr endurnýtingakerfi seiðastöðvar til matjurtaræktunar. Vatni verður veitt úr kerunum beint inn í gróðurhús og munu plönturnar taka næringu sína úr vatninu. Þetta er kallað samræktun.
Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,44 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 16.627 kg |
Ufsi | 2.513 kg |
Þorskur | 2.203 kg |
Ýsa | 641 kg |
Samtals | 21.984 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,44 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 16.627 kg |
Ufsi | 2.513 kg |
Þorskur | 2.203 kg |
Ýsa | 641 kg |
Samtals | 21.984 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |