Telur Hafró hafa mögulega mælt átu í stað loðnu

Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri í brúnni á Vilhelmi Þorsteinssyni EA.
Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri í brúnni á Vilhelmi Þorsteinssyni EA. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

„Ég er farinn að efast um að upphaflegar mælingar hafi gefið raunsanna mynd af stærð stofnsins. Það var mikil áta í sjónum þegar mælt var, sem hugsanlega leiddi til þess að stofninn var álitinn stærri, menn hafi einfaldlega álitið átuna vera loðnu,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA-11, í færslu á vef Samherja.

„Hitastig sjávar er ósköp svipað og líka straumarnir, þessir þættir hafa líka áhrif á stóru myndina. Ég er svo sem ekki með neina einhlíta skýringu á þessu en er farinn að hallast að því að mælingarnar hafi hugsanlega verið eitthvað skakkar,“ segir hann.

Þann 1. október kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf sínu fyrir loðnuvertíð fiskveiðiársins 2021/2022 og var þar mælt fyrir því að ekki skyldi veiða meira en 904 þúsund tonn. Vakti þessi niðurstaða Hafrannsóknastofnunar verulega athygli enda hefur ekki verið jafn stór loðnuvertíð í um tvo áratugi auk þess sem ráðgjöf ársins á undan var 127 þúsund tonn og þar á undan loðnubrestur tvö ár í röð, sem hefur ekki gerst frá því að Íslendingar hófu loðnuveiðar.

Vegna áreiðanleikavandamála í vetrarmælingunni í janúar var hætta á að ráðgjöfin myndi lækka um 100 þúsund tonn en endanleg ráðgjöf vegna vertíðarinnar varð um 869 þúsund tonn.

Man ekki eftir öðru eins tíðarfari

Enn eru um 200 þúsund tonn af útgefnum aflaheimildum í loðnu óveiddar og bendir flest til þess að ekki takist að nýta þær. „Þessi vertíð er líklega á lokametrunum, kannski er bara einn túr eftir, mesta lagi tveir. Annars var að sjást einhver loðna við Vestmannaeyjar í tækjunum, kannski er hún eitthvað seinna á ferðinni en undanfarin ár, það kemur þá fljótlega í ljós,“ segir Guðmundur.

Þá segir hann margt gera vertíðina frábrugðna fyrri vertíða. „Ég hreinlega man ekki eftir svona tíðarfari, það hafa verið svo að segja látlausar brælur á miðunum frá því loðnuveiðar með nót hófust í byrjun febrúar með tilheyrandi erfiðleikum og barningi.“

Guðmundur segir ekki hafa verið mikið af hrognum í loðnunni í Faxaflóa, en það er verðmætasta afurð veiðanna. „í síðustu viku, staðan var betri við Vestmannaeyjar. Annars hagar loðnan sér oft á tíðum undarlega og svo bætist líka við að hvalurinn hefur verið að gera okkur erfitt fyrir, hvalastofnarnir stækka ár frá ári.“

„Skipið fer vel með áhöfnina“

Vilhelm Þorsteinsson EA, sem er nýjasta skip Samherja, hefur reynst vel að sögn skipstjórans.

„Við höfum fiskað um 75 þúsund tonn á þessu fyrsta ári, þar af er loðna um 30 þúsund tonn. Skipið fer vel með áhöfnina og allur búnaður er fyrsta flokks. Fyrir okkur Íslendinga skiptir miklu máli að skipaflotinn sé sem öflugastur, það hefur sannast ágætlega á þessari vertíð, sem er senn á enda.“

Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri.
Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Guðmundur segir skammt milli vertíða enda hefjast kolmunnaveiðarnar 10. apríl. „Ég enda þessa stóru loðnuvertíð þokkalega sáttur, það er ekki annað hægt. Því er hins vegar ekki að neita að maður var bjartsýnni í upphafi en svona er þetta bara. Við skipstjórarnir höfum náttúrulega ýmislegt um að ræða í talstöðinni þessa dagana varðandi uppgjör á vertíðinni. Náttúran er óútreiknanleg og maður nær ekki að skilja alla þætti hennar, þótt tækninni hafi fleygt fram á undanförnum árum og skipaflotinn orðið betri. Meðal annars þess vegna er sjómennskan svo heillandi. Það styttist sem sagt í að maður gleymi loðnu og hugsi dag og nótt um kolmunna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »