Ragnari var neitað um eldsneyti en heldur nú heim

Ragnar við bryggju á Akureyri síðasta sumar. Snekkjan var föst …
Ragnar við bryggju á Akureyri síðasta sumar. Snekkjan var föst í Narvík í rúman mánuð en fær að sigla frá Noregi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lúxussnekkjan Ragnar getur loksins lagt frá bryggju í Narvík í Noregi í dag, en þar hefur skipið verið í meira en mánuð. Ástæða þess að Ragnar gat ekki siglt til heimahafnar á Möltu var að norskir birgjar neituðu að selja skipinu, sem er í rússneskri eigu, eldsneyti.

Vladimir Strzhalkovskí, fyrrverandi fulltrúa KGB og náinn vinur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, er sagður eigandi Ragnars.

Ragnar, sem vakti töluverða athygli hér á landi síðasta sumar er hann sótti Ísland heim, kom til Narvík í norðurhluta Noregs þann 15. febrúar. Daginn fyrir innrás Rússa í Úkraínu, 23. febrúar, fóru fulltrúar norsku strandgæslunnar, lögreglunnar og tollstjóra um borð í snekkjuna. Tilefnið er enn í raun óþekkt en lögreglan upplýsir fréttastofu norska ríkisútvarpsins NRK að um hafi verið að ræða „eðlilegt“ eftirlit um borð erlendu skipi í norskri höfn.

Þegar athugun lögreglu lauk skömmu síðar var gefið út að „ekkert grunsamlegt“ hafi verið fundið um borð.

Sagt að róa heim

Vandi Ragnars og áhafnarinnar var þó ekki úr sögunni því Rússar höfðu gert innrás í Úkraínu og neituðu norskir þjónustuaðilar í höfninni í Narvík að selja skipinu eldsneyti. Á meðan skipið lá fast við bryggju tæmdust dísiltankarnir.

„Ég á ekkert aflögu eftir framferði Rússa í Úkraínu. Af hverju ættum við að hjálpa þeim? Þeir geta róið heim. Eða notað segl,“ var haft eftir Sven Holmlund, framkvæmdastjóra Holmlund oljeservice.

„Við vitum hvað er að gerast í Úkraínu. Því höfum við á almennum grundvelli kosið að segja nei við öll rússnesk skip, líka togurum. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að við séum að leggja rússneska hagkerfinu lið á einn eða annan hátt,“ sagði Gunnar Gran, rekstrarstjóri Halbakk Bunkers

Fékk sig fullsaddan

„Við viljum fara frá Narvík. Okkur langaði að fara í síðustu viku, en engir birgjar vilja selja okkur eldsneyti, svo núna erum við föst hér,“ sagði Rob Lancaster, skipstjórinn á Ragnari, við NRK um miðjan marsmánuð.

Þann 15. mars hafði Lancaster fengið sig fullsaddan af ástandinu og skrifaði bréf til heimamanna sem hann hengdi upp á hafnarsvæðinu þar sem biðlað var til yfirvalda um hjálp. Benti hann meðal annars á að rússnesk fiskiskip hafi á sama tíma fengið að landa og fulla þjónustu í norskum höfnum. Hann taldi ljóst að skipinu hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þar fyrir utan er áhöfnin ekki rússnesk og rekstrarfélag skipsins skráð á Möltu eins og skipið sjálft.

Höfnin í Narvík í Norður-Noregi.
Höfnin í Narvík í Norður-Noregi. Ljósmynd/Narvik Havn KF

„Við erum ekki á neinum refsiaðgerðalista. Við siglum undir fána Möltu og að við erum ekki rússnesk áhöfn. En enginn vill hlusta á okkur,“ hafði NRK eftir Lancaster um miðjan mánuðinn. Um borð er áhöfn frá 16 mismunandi ríkjum og er Ragnar stæðilegur enda 68,2 metra að lengd, með 8 lúkara og 14 hnúta hámarkshraða. Verðmæti snekkjunnar er talið vera um 9,8 milljarða íslenskra króna.

Bjørnar Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefur sagt norsku ríkisstjórnina að atvinnulífið eða einstaklingar taki upp eigin refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu. Skjæran vildi þó ekki hvetja birgja til að selja snekkjunni eldsneyti er rætt var við hann fyrir helgi, en sagði: „Við hljótum öll að vera sammála um að það allra besta hefði verið ef snekkjan gæti siglt áfram.“

Vetrartímabilið ónýtt

Boltinn fór þó að rúlla um helgina og hafði einn seljandi í Norður-Noregi boðið snekkjunni 20 þúsund lítra af eldsneyti, sem var ekki nóg. Bættist svo annar seljandi við fyrir tilstilli hafnaryfirvalda og fékk snekkjan alls 200 þúsund lítra sem ætti að duga fyrir siglingu alla leið til Möltu.

„Núna erum við bara glöð,“ sagði Lancaster við NRK í gær. „Við erum rosalega ánægð með að birgjarnir hafa skipt um skoðun.“

Staðan hefur hins vegar sett svip sinn á rekstur snekkjunnar. „Ætlunin var að taka á móti gestum og fara í siglingu til Svalbarða og Grænlands. Nú höfum við tapað öllu vetrartímabilinu. Ég hef líka þurft að segja upp starfsfólki,“ sagði Lancaster.

Lúxussnekkjan Ragnar.
Lúxussnekkjan Ragnar. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Sæborg ST 34 Handfæri
Þorskur 1.368 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 1.396 kg
27.8.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.775 kg
Ýsa 2.038 kg
Steinbítur 55 kg
Hlýri 31 kg
Keila 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 8.902 kg
27.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 354 kg
Þorskur 185 kg
Steinbítur 22 kg
Ufsi 9 kg
Keila 6 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 580 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Sæborg ST 34 Handfæri
Þorskur 1.368 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 1.396 kg
27.8.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.775 kg
Ýsa 2.038 kg
Steinbítur 55 kg
Hlýri 31 kg
Keila 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 8.902 kg
27.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 354 kg
Þorskur 185 kg
Steinbítur 22 kg
Ufsi 9 kg
Keila 6 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 580 kg

Skoða allar landanir »