Bergey náði 50 kílóa þorski

Valur Valtýsson, háseti á Bergey, með stóra þorskinn.
Valur Valtýsson, háseti á Bergey, með stóra þorskinn. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Veiðin hef­ur gengið vel að und­an­förnu hjá áhöfn­inni á tog­ar­an­um Ber­gey VE sem hélt til veiða á laug­ar­dag en mætti í höfn­ina í Vest­manna­eyj­um með full­fermi í gær. Það vakti lukku um borð þegar gríðar­stór þorsk­ur fylgdi afl­an­um, ef marka má mynd af skæl­bros­andi Vali Val­týs­syni, há­seta.

„Jú, við feng­um óvenju stór­an þorsk und­ir lok síðasta túrs í Háfa­dýp­inu. Þetta var þorsk­ur sem var um 50 kg. að þyngd og um 1,80 að lengd. Hann var gam­all og virðuleg­ur og hef­ur árum sam­an sloppið við net og troll,“ seg­ir Jón Val­geirs­son, skip­stjóri á Ber­gery, í færslu á Face­book-síðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Mögu­lega er um að ræða stærsta þorsk árs­ins og fékkst hann á háfa­dýp­inu. Sá stærsti í fyrra var um 51 kíló og náði áhöfn­in á Sól­rúnu EA þeim stóra við Kol­beins­ey.

„Við vor­um mest á Sel­vogs­bank­an­um í túrn­um en skrupp­um í Háfa­dýpið rétt und­ir lok­in. Það hef­ur verið al­veg fín­asta veiði og túr­arn­ir eru ekki lang­ir þegar fisk­ast svona. Núna erum við að toga í Háfa­dýp­inu í leiðinda­veðri. Það er aust­an 18- 20 metr­ar og verður þannig í dag. Síðan held ég að sé betra í kort­un­um. Afl­inn hér er blandaður en þetta er allt mjög góður fisk­ur,“ seg­ir Jón í færsl­unni.

Veiðin hef­ur einnig gengið vel hjá syst­ur­skip­inu Vest­manna­ey VE sem fór á sjó á laug­ar­dag og kom með full­fermi til lönd­un­ar síðdeg­is á sunnu­dag. Vest­manna­ey hélt strax aft­ur til veiða og er gert ráð fyr­ir að skipið komi með full­fermi til Vest­manna­eyja á morg­un.

Náðir þú þeim stóra eða veist um ein­hvern sem hef­ur náð stór­um? Endi­lega sendu okk­ur póst á 200mil­ur@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »