Um 55 milljarða loðnuvertíð

Loðna er ekki stór firskur en skapar mikil verðmæti.
Loðna er ekki stór firskur en skapar mikil verðmæti. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Loðnuvertíðin sem lauk um helgina skilar miklum verðmætum í þjóðarbúið. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, áætlar að útflutningsverðmæti framleiðslunnar í heild geti numið um 55 milljörðum króna. Hann segir þó að enn sé eftir að loka stórum liðum eins og samningum um sölu á hrognum og hrognaloðnu og því sé erfitt að áætla heildarverðmætið.

Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, telur að verðmætið gæti verið um eða yfir 50 milljarðar króna. Til viðbótar komi 7-10 milljarðar fyrir afurðir loðnuafla sem norsk, grænlensk og færeysk skip lönduðu hér á landi í vetur.

Aflinn um 515 þúsund tonn, 170 þúsund tonn náðust ekki

Loðnuafli á vertíðinni var um 515 þúsund tonn samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu. Sú tala getur hækkað eitthvað þegar síðustu tonnin skila sér í löndunarskýrslum til Fiskistofu. Eftir standa um 170 þúsund tonn af kvóta íslensku skipanna, sem var 686 þúsund tonn.

Lítill afli var í liðinni viku og síðustu skipin reyndu fyrir sér austan við Vestmannaeyjar á laugardag, en sú loðna sem veiddist var hrygnd. Þá leitaði Hoffell SU að loðnu með öllu Norðurlandi, en án árangurs. Loðnunæturnar eru því á leið í geymslu, en væntingar eru um að vertíðin næsta vetur verði einnig stór.

Sérstök og erfið vertíð

„Ég held að afurðaverð sé viðunandi og afkoman líka,“ sagði Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, í gær. „Þetta hefur verið mjög sérstök og erfið vertíð. Það jákvæða er að það tókst að veiða yfir 500 þúsund tonn og við getum verið þakklát fyrir það. Það er góður árangur í ljósi þess hvernig veðrið var og hversu dreifð loðnan gekk til hrygningar þetta árið.“

Stefán vill ekki geta sér til um heildarverðmæti afurða og segir að að hluta til sé eftir að semja um verð fyrir hrogn og hrognaloðnu. Þetta séu verðmætustu afurðirnar, sem vegi þungt í heildarniðurstöðunni, en ágætlega líti út með verð fyrir þessar afurðir. Hann segir líklegt að hrognaframleiðsla ársins nemi um 11 þúsund tonnum.

Í upphafi vertíðar hafi verð fyrir mjöl og lýsi lækkað, en þó ekki eins mikið og menn óttuðust í ljósi þess hve stór loðnukvótinn var. Margir hafi selt í upphafi vertíðar og því ekki notið þess er verð hækkaði á ný eftir að stríð hófst í Úkraínu. Lítið hafi verið fryst af hæng miðað við það sem gert var þegar Rússland keypti sjávarafurðir frá Íslandi. Nú sé mest af hæng fryst fyrir markað í Úkraínu, en sá markaður er í uppnámi.

Menn hefðu viljað hafa þetta betra í lokin

„Það er vissulega talsvert eftir óveitt af kvótanum, en það er líka búið að veiða mikið,“ segir Gunnþór um vertíðina, sem erfitt veðurfar setti mark sitt á. „Það hefur margt verið þungt á þessari vertíð og menn hefðu viljað hafa þetta betra í lokin, en það er eins og það er. Nú er að einbeita sér að næsta leik eins og þeir segja í handboltanum.“

Uppsjávarskipin halda næst til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu eða á gráa svæðinu fyrir sunnan Færeyjar. Væntanlega verða fyrstu skipin og þau sem ráða yfir mestum aflaheimildum komin á Færeyjamið um 10. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »