Hafstraumarnir lykilatriði í vistkerfinu

Í leiðangrum Hafrannsóknastofnunar er ýmislegt mælt og þar á meðal …
Í leiðangrum Hafrannsóknastofnunar er ýmislegt mælt og þar á meðal selta og hitastig. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Norður-Íslands Irminger-straumurinn (NIIS) flytur varma, salt og næringarefni inn á landgrunnið fyrir norðan Ísland og er mikilvægur fyrir lífríkið og loftslagið á þeim slóðum. Nýlega birtist fræðigrein í ritinu Journal of Geophysical Research: Oceans um þennan hafstraum. Steingrímur Jónsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og prófessor við Háskólann á Akureyri, er einn höfunda ásamt Héðni Valdimarssyni haffræðingi og fleirum.

„Við kortlögðum Norður-Íslands Irminger-strauminn nákvæmar en áður hefur verið gert og með meiri upplausn,“ segir Steingrímur. Mælingarnar miðuðust að mestu við tiltekinn tímapunkt en einnig voru teknar til greina eldri mælingar Hafrannsóknastofnunar.

Norður-Íslands Irminger-straumurinn kemur sunnan úr höfum og er tunga úr Golfstraumnum sem flytur með sér heitan og saltan Atlantssjó. Hann flæðir norður með Vestfjörðum og hófust mælingarnar við Látrabjarg. Straumurinn beygir fyrir Horn, flæðir austur með landgrunninu og svo suður með Austurlandi.

Hafstraumar á Norður-Atlantshafi
Hafstraumar á Norður-Atlantshafi mbl.is

„Við fylgdum straumnum alla leið. Hitastigið lækkar um u.þ.b. 0,3 gráður og seltan lækkar um 0,02-0,03 grömm á kíló fyrir hverja 100 km sem hann fer. Það hljómar eins og það sé lítið, en það skiptir samt máli,“ segir Steingrímur.

Lækkun hitastigs og seltu í straumnum reyndist aðallega vera vegna blöndunar við seltuminni og kaldari pólsjó sem kemur niður með Grænlandi. Þegar NIIS kemur austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg fer hann einnig að víxlast mikið við og blandast Austur-Íslandsstraumnum. Hann er kaldari og seltuminni en Irminger-straumurinn.

„Norður-Íslands Irminger-straumurinn er lykilatriði í vistkerfinu fyrir norðan. Með honum kemur líka seiðarek og færir seiðin á uppeldisstöðvar,“ segir Steingrímur.

NIIS er mjög breytilegur á milli ára. Því meira sem er af heitum og söltum Atlantssjó í NIIS-straumnum þess betra er ástandið fyrir lífríkið því Atlantssjórinn er ríkur af næringarefnum. Pólsjórinn er hins vegar mun næringarminni.

Aukið flæði Golfstraumsins

Lars H. Smedsrud, prófessor við Háskólann í Bergen, hefur ásamt fleirum rannsakað gögn frá heilli öld til að sjá hvernig flutningskerfi hafsins hefur þróast. Hann segir þau sýna að flæði Golfstraumsins inn í Norðurhöf hafi aukist. Með auknu flæði hlýs sjávar hafi varmaflutningur norður á bóginn aukist um 30%.

„Þetta er alveg rétt. Við skrifuðum greinar um varma- og sjávarflutninginn inn á þetta svæði fyrir nokkrum árum. Okkar framlag var mæling á þessum Norður-Íslands Irminger-straumi á Hornbanka í um 20 ár. Við sáum mikla breytingu frá 1996 til 2000. Þá hækkaði hitastigið og straumurinn jókst þannig að það varð töluvert mikil aukning á varmaflutningnum norður í höf,“ segir Steingrímur. Hvernig rímar þetta við kenningar um að Golfstraumurinn sé að veikjast?

Rannsóknaskipin við bryggju í Hafnarfirði.
Rannsóknaskipin við bryggju í Hafnarfirði. mbl.is/sisi

„Það rímar alls ekki við það. Þessar mælingar sýna að hann er frekar að eflast hérna. En það er bara lítill hluti af Golfstraumnum sem fer hér norðureftir. Hann er miklu stærri fyrir sunnan Ísland,“ segir Steingrímur.

Oft hefur verið rætt um að það muni hægja á færibandi hafsins, varma- og seltuhringrás Norður-Atlantshafs vegna aukinnar ísbráðnunar á Norðurslóðum. Því muni hægja á Golfstraumnum. Steingrímur segir að Atlantssjórinn sem streymir inn á Norður-Íshafssvæðið kólni og þyngist og geti sokkið til botns. Þessi kaldi og þungi sjór skríður svo út yfir hryggina beggja vegna við Ísland. Það dregur Golfstrauminn norður.

„Við höfum séð að þetta kerfi virðist vera býsna stöðugt yfir hryggina milli Íslands og Grænlands og Íslands og Skotlands. Það er heldur meira flæði í þessu en var fyrir 1995 sem bendir til þess að færibandið sé ekki að veikjast í kringum okkur og þá ekki heldur Golfstraumurinn,“ segir Steingrímur. Hann kveðst ekki sjá í kortunum stórar sveiflur eða breytingar í þessu á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »