„Sem betur fer sjáum við hlutina batna“

„Við erum að fara að fá bjartari nætur, lengri daga …
„Við erum að fara að fá bjartari nætur, lengri daga og rólegri sjó. Þannig að við gerum ráð fyrir því að framboð á íslenskum fiski muni aukast,“ segir Martyn Boyers , framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Grimsby. Ljósmynd/Grimsby fish market

„Við höf­um séð í upp­boðunum hjá okk­ur að verð á fiski hef­ur sveifl­ast til og frá en al­mennt hef­ur verð hækkað, sér­stak­lega ís­lensk­ur fisk­ur sem er lang­besti fisk­ur­inn að okk­ar mati. Þess vegna er stöðug eft­ir­spurn eft­ir ís­lensk­um fiski og hún mun hald­ast óbreytt. Fram­boð á ís­lensk­um fiski hef­ur aðeins minnkað að und­an­förnu, en það er ekki vegna þess að ekki finn­ast ís­lensk­ir selj­end­ur held­ur hef­ur veðrið á Íslandi verið hræðilegt,“ svar­ar Martyn Boyers, fram­kvæmda­stjóri Fisk­markaðar­ins í Grims­by, spurður um stöðuna á markaðnum.

„Núna erum við sem bet­ur fer að sjá hlut­ina batna. Við erum að fara að fá bjart­ari næt­ur, lengri daga og ró­legri sjó. Þannig að við ger­um ráð fyr­ir því að fram­boð á ís­lensk­um fiski muni aukast og að það muni full­nægja eft­ir­spurn,“ seg­ir hann.

Háð aðfanga­keðjunni

Boyers kveðst ekki sjá merki þess að um­fangs­mik­ill hækk­un tolla á rúss­nesk­an hvít­fisk vegna inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu hafi haft telj­andi áhrif á verðmynd­un.

„Þar sem við erum aðeins að ann­ast sölu á fersk­um fiski kom­um við ekk­ert nærri þeim frosna rúss­neska fiski sem kem­ur til Bret­lands í gegn­um Grims­by eða Imm­ing­ham. Hins veg­ar telj­um við að það kunni að birt­ast áhrif þegar fram líða stund­ir í ljósi þess mikla magns hvít­fisks sem Rúss­ar veiða.“

„Þetta ræðst meðal ann­ars af því hve flókið fram­boðið á rúss­nesk­um fiski er í ljósi þess að fros­inn slægður og hausaður fisk­ur, sér­stak­lega ýsa, er send­ur til Kína í vinnslu. Þar fer fram frum­vinnsla, svo er þetta sent til Grims­by þar sem áfram­vinnsla fer fram og síðan er afurðunum dreift um allt Bret­land,“ seg­ir hann. „Auðvitað stend­ur á umbúðunum að þetta sé fram­leitt í Grims­by,“ bæt­ir Boyers við og hlær.

Vegna flækj­u­stigs­ins í fram­leiðslu fjöl­margra afurða munu af­leiðing­ar viðskiptaþving­ana gegn Rússlandi vera háðar því hvernig fram­kvæmd þving­un­araðgerðanna verður og hversu langt þær ná inn í aðfanga­keðjuna.

„Svo er stórt grátt svæði í þessu. Hvenær er fisk­ur norsk­ur og hvenær er hann rúss­nesk­ur, ef þetta kem­ur allt úr sama sjó? Þetta er allt sami fisk­ur­inn en upp­runi staks þorsks velt­ur greini­lega á því hvaðan bát­ur­inn er, hver veiddi fisk­inn. Þetta gæti orðið vanda­mál en er það ekki eins og er,“ seg­ir Boyers.

Fram­boð aðeins einn angi

Boyers út­skýr­ir að það sé ekki aðeins fram­boð sem muni hafa áhrif á verðmynd­un á fisk­markaðnum þar sem fjöl­marg­ir þætt­ir hafa áhrif á stöðu kaup­enda og rekst­ur þeirra sem og selj­enda.

„Fiski­skip not­ar gríðarlegt magn af eldsneyti sem hef­ur hækkað í verði á Íslandi al­veg eins og í Bretlandi. Vinnsla þarf einnig tölu­verða orku svo sem fyr­ir kæl­ingu og tækja­búnað, við erum með tölu­vert af tækj­um frá Mar­el sem mæla fisk­inn. Allt þetta þarf orku. Rekstr­ar­kostnaður okk­ar hef­ur til að mynda hækkað og kald­hæðnis­lega hef­ur magn sem fer í gegn­um markaðinn minnkað. Þetta er bara einn af þess­um hlut­um sem ger­ast, en í þess­ari viku hef­ur þetta byrjað að lag­ast og ég vænti þess að þetta haldi áfram að batna.“

Stöðug eftirspurn er eftir fersku sjávarfangi í Grimsby.
Stöðug eft­ir­spurn er eft­ir fersku sjáv­ar­fangi í Grims­by. AFP

Hann seg­ir að í til­felli fersks fisks sé það um­fangs­mik­il fram­leiðsla á fiski og frönsk­um sem hef­ur úr­slita­vald þar sem at­vinnu­grein­in kaup­ir gríðarlegt magn af fiski.

„Fram­boðið hef­ur verið þokka­legt í gegn­um tíðina og eig­um við í góðum sam­skipt­um við út­gerðir á Íslandi. En fram­boð á fiski er aðeins einn hluti af rekstri versl­un­ar með fisk og fransk­ar. Það þarf að steikja fisk­inn og það þarf raf­magn og ekki síst olíu sem fisk­ur­inn er steikt­ur í, vinna þeirra sem elda kost­ar sitt og umbúðirn­ar kosta. Það er því ekki bara verð fisks­ins sem skipt­ir máli.“

Skerðing­ar þrýsti á verð

Síðasta sum­ar til­kynnti Haf­rann­sókna­stofn­un rúm­lega 34 þúsund tonna lækk­un í ráðlögðum há­marks­veiðum í þorski og skömmu síðar kynnti norska haf­rann­sókna­stofn­un­in, Hav­forskn­ings­instituttet, ráðgjöf sem fól í sér 177 þúsund tonna skerðingu í Bar­ents­hafi. Báðar stofn­an­irn­ar gera ráð fyr­ir að áfram­hald­andi skerðing­ar verði 2023 en meiri óvissa er með 2024.

Innt­ur álits á þess­ari stöðu svar­ar Boyers: „Þetta er áhyggju­efni, því þessi lækk­un þýðir að minna magn verður aðgengi­legt fyr­ir Bret­lands­markað. Hér í Grims­by er mik­il af­kasta­geta í vinnslu og því óseðjandi þörf á heil­um fersk­um fiski. Íslensk­ur og norsk­ur þorsk­ur er mik­il­væg­ur hluti af „grunn­fæðu“ fisk­vinnslna í Grims­by. Þetta mun hafa áhrif og mun það birt­ast í verðhækk­un­um.“

„Það er alltaf andstaða gegn hækk­andi verði, fólk vill ekki borga meira fyr­ir sömu vöru. En ég held að það sé óhjá­kvæmi­legt með til­liti til stöðunn­ar sem er uppi í milli­landaviðskipt­um og öðrum aðstæðum á heimsvísu,“ út­skýr­ir Boyers.

„Við verðum samt að hafa í huga að á end­an­um er það neyt­and­inn sem ræður. Ef það verður of dýrt að kaupa fisk og fransk­ar eða fara út að borða fisk, hætt­ir ein­fald­lega neyt­and­inn að kaupa fisk. Við sem erum í sjáv­ar­út­vegi verðum að fara var­lega og skapa ekki erfiðleika í eig­in rekstri.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »