Staðnir að stórfelldu brottkasti

Grásleppu landað á Húsavík í fyrra. Grásleppu veiðum er sagt …
Grásleppu landað á Húsavík í fyrra. Grásleppu veiðum er sagt fylgja töluvert brottkast. Myndin tengist ekki fréttinni beint. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Drónar á vegum Fiskistofu flugu yfir grásleppubáta 23. til 29. mars og hafa allir bátar sem flogið hefur verið yfir verið staðnir að brottkasti. Þetta kemur fram í skriflegu svari Elínar B. Ragnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Fiskistofu, við fyrirspurn blaðamanns. Hún segir að enn sé verið að vinna úr gögnum eftirlitsins en ljóst sé að um „stórfellt brottkast er að ræða þar sem stórum hrygningarþorski hefur verið kastað“.

Elín segir jafnframt að gera megi ráð fyrir því að stór hluti þeirra sem staðnir voru að brottkasti verði kærðir til lögreglu og hefur matvælaráðuneytinu verið gerð grein fyrir stöðunni. Drónaeftirlit með grásleppubátum hófst á ný í gær.

Landssamband smábátaeigenda efast hins vegar um lögmæti dróneftirlits Fiskistofu.

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu.
Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Á tímabilinu 23. til 29. mars höfðu 26 bátar hafið grásleppuveiðar og var flogið yfir 7 báta eða rúmlega fjórðung þeirra sem eru komnir á veiðar. Fram kemur í svari Elínar að flogið var yfir bátana oftar en einn dag og jafnvel fleiri en eitt flug á dag.

„Var brottkast greint í öllum flugum. Var 30-90% af öllum þorski sem kom í net hvers báts kastað, en nokkuð var um þorsk í grásleppunetum á þessum fyrstu dögum vertíðarinnar. Meðafli í grásleppunetum hefur þó verið að dragast saman síðustu daga. Stór hluti þess sem var kastað var stór hrygningarþorskur,“ skrifar hún.

300% frávik

Hafrannsóknastofnun gaf út ráðgjöf um hámarksveiði á grásleppuvertíðinni þann 31. mars og nam hún 6.972 tonnum. Samhliða ráðgjöfinni ítrekaði stofnunin í ráðgjafaskjalinu að „bæta þurfi skráningu meðafla og eftirlit með brottkasti við grásleppuveiðar“.

Spurður um tilefni ítrekunar stofnunarinnar vegna grásleppu- veiða svarar Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun: „Ljóst er að brottkast á öðrum nytjategundum sem veiðast með grásleppu, þá aðallega tegundum eins þorski og skarkola, er töluvert í þessum veiðum. Sem dæmi má nefna að Fiskistofa birti 30 ákærur vegna brottkasts í grásleppuveiðum árið 2021. Eins er hægt að bera saman landanir á öðrum afla þegar eftirlitsmaður Fiskistofu er um borð við aðra báta á sama veiðisvæði, en töluvert meiri afli annara tegunda skilar sér í land þegar eftirlitsmaður er með í för.“

Þá sé einnig ljóst að skráningu fugla og sjávarspendýra sé ábótavant og skili sér ekki sem skyldi í afladagbækur, að sögn Guðmundar. „Þegar meðaflatíðni í veiðiferðum, þegar eftirlitsmaður Fiskistofu er um borð, er borin saman við aðrar veiðiferðir á sama veiðisvæði er tíðnin yfir 300% hærri þegar eftirlitsmaður er með í för. Eðlilegt er að einhver munur sé á tíðninni, en þegar hann er svona mikill er ljóst að víða er pottur brotinn í skráningum á þessum dýrum í afladagbækur.“

Hann segir jafnframt liggja fyrir að veiðieftirlitsmenn séu meðferðis í of fáum veiðiferðum til þess að hægt sé að gera nákvæmt mat á meðafla. Þetta endurspeglist í töluverðri óvissu í mati á umfangi meðafla grásleppuveiða.

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eitt mál vegna loðnuveiða

Spurð um drónaeftirlitið það sem af er þessu ári svarar Elín að óhagstætt veðurfar hafi hamlað eftirlitsfluginu töluvert, en frá áramótum hefur áhersla Fiskistofu verið eftirlit með uppsjávarveiðum og var drónum stofnunarinnar flogið bæði frá varðskipi og frá landi. „Náðist að fljúga yfir stóran hluta loðnuflotans a.m.k. einu sinni.“

Þá hafi eitt brottkastmál komið upp í tengslum við loðnuveiðar auk þess sem nokkur mál eru í skoðun hjá stofnuninni hvað varðar skráningu meðafla, einkum þorsk. Óljóst er hvaða málalok þau mál hljóta, að sögn Elínar. Hún upplýsir að brottkastmál hafi verið 142 talsins á síðasta alamanaksári. „Einu þeirra lauk með sviptingu veiðileyfis og eru um 20 þeirra í kæruferli til lögreglu.“

Segja eftirlitið skorta lagastoð

„Það er skoðun LS (Landssamband smábátaeigenda) að allt frá því að stofnunin hóf notkun á fjarstýrðum loftförum hafi hún [Fiskistofa] farið langt fram úr sjálfri sér án þess að hafa til þess lagastoð eins og frumvarpið ber glöggt vitni um,“ segir í umsögn LS vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum á sviði fiskveiðistjórnar. Frumvarpinu er ætlað að styrkja lagaheimildir Fiskistofu til drónaeftirlits sem og rafrænnar aflaskráningar og myndavélaeftirlits.

„Notkun hennar á mannlausum fjarstýrðum loftförum hefur einkennst af því að um hreina og klára njósnastarfsemi sé að ræða. Þannig sótti Fiskistofa um undanþágu varðandi flughæð, en í reglum um fjarstýrð loftför er skýrt kveðið á um 120 metra hámarksflughæð. Beiðni Fiskistofu til Samgöngustofu var að fá að fljúga sínum loftförum í 200 metra hæð. Beiðninni fylgdi enginn rökstuðningur. Það er skoðun LS að tilgangur Fiskistofu með þessari beiðni sé að geta stundað eftirlitið án þess að viðkomandi verði þess varir,“ segir í umsögninni.

Fiskistofa býr yfir öflugum drónum.
Fiskistofa býr yfir öflugum drónum. mbl.is/Árni Sæberg

Landssambandið, sem neitar því ekki að brottkast hafi átt sér stað og telur slíkt athæfi „ólíðandi með öllu“, segir smábáta hafa legið „vel við höggi“ þar sem þeir stunda veiðar skammt frá landi í veðri sem hentar drónaeftirliti vel. „Ekki er sömu sögu að segja af eftirliti með togaraflotanum. [...] Stórútgerðinni hefur hingað til tekist að koma í veg fyrir að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp á því svæði – með tilvísun í persónuverndarlög(!). LS styður heilshugar að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á vinnsludekkjum ísfisks- og frystitogurum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »