Fóturinn hékk á tægjum af holdi, sinum og æðum

Björgunarsveitar- og sjúkraflutningafólk hlúir að Hjálmari Sigurjónssyni eftir vélsleðaslys.
Björgunarsveitar- og sjúkraflutningafólk hlúir að Hjálmari Sigurjónssyni eftir vélsleðaslys. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Föstudagurinn 4. mars reyndist Hjálmari Sigurjónssyni, skipstjóra á Ljósafelli SU-70, erfiðari en áætlað var. Skipið kom til hafnar á Fáskrúðsfirði snemma um morguninn og átti að halda til veiða á ný síðdegis næsta dag. Hjálmar sá þá kjörið tækifæri til að nýta veðurblíðuna og skellti sér á snjósleða, en ferðin átti eftir að fá óvæntan endi. 

Hjálmar klæddi sig í allan þann hlífðarbúnað sem ábyrgir snjósleðamenn búa yfir og lagt leið sína um margfarna slóð upp á Engihjalla, niður í Gilsárdalinn og svo upp að Guðrúnarskörðum. Færið reyndist einstaklega gott og ákvað skipstjórinn að athuga hvort hann kæmist upp á Hoffell. Valdi Hjálmar hefðbundna leið upp Sauðdalinn sem gengur upp frá bænum Hólagerði og þar áfram upp Eyrarskarð.

Fóturinn snéri öfugt

Framan af gekk allt sem skyldi en þegar hann var skammt frá leiðarenda minnkaði gripið en ekki var hægt að snúa þar sem ferðin var of lítil og ákvað hann því að spóla sleðann niður.

„Þetta var nú leiðinlega bratt,“ er haft eftir Hjálmari á vef Loðnuvinnslunnar, sem gerir Ljósafellið út. Við þessar aðstæður byrjaði hann að moka frá sleðanum með höndunum. „Ég ætlaði nú ekkert að taka séns með því að setjast á sleðann, svo ég hálf hékk í honum þegar ég var að mjaka honum af stað.“ Því næst fann Hjálmar að sleðinn væri að losna og er sagður reyna að stilla stýrið þannig af að sleðinn renni niður á sléttu sem var nokkuð fyrir neðan.

Þegar sleðinn losnar varð hætta á að Hjálmar myndi lenda undir honum og spyrnti hann því frá sér. „Þá lendi ég á leiðinlegum stað, á harðfenni og missi þar fótanna og renn af stað.“ Hjálmar rennur síðan um 30 til 40 metra og lendir á klettanibbu sem stóð upp úr snjónum. Áfram rennur Hjálmar á miklum hraða um það bil 200 til 300 metra þar til hann stöðvast að lokum. Á þessum tímapunkti kveðst Hjálmar ekki hafa verið í vafa um að hægri fóturinn hafi verið brotinn. „Hann snéri eiginlega öfugt og ég var alls ekki viss í hvora áttina ég átti að snúa honum til þess að hann væri réttur, en ég rambaði á það.“

Rauði hringurinn merkir staðinn þar sem óhappið átti sér stað.
Rauði hringurinn merkir staðinn þar sem óhappið átti sér stað. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

„Ég má ekki vera að þessu masi“

Sími Hjálmars virkaði enn og hringdi hann um leið í neyðarlínuna. „Ég var aðeins pirraður við konuna á neyðarlínunni. Hún sagði mér að hún gæti séð hvar síminn minn var staddur svo hún var með staðsetningu, en hún fór að vesenast með að fá nákvæma lýsingu á á staðháttum og svo framvegis. Svo ég sagði henni að segja björgunarfólkinu að ég væri á gönguleiðinni upp á Hoffell, þangað rötuðu þeir sem kæmu eftir mér.“

Síðan á Hjálmar að hafa sagt: „Ég má bara ekki vera að þessu masi, ég þarf að fara að stoppa blæðingu.“ Hann segir frá því að blæðingin hafi verið veruleg þar sem fóturinn hékk saman á nokkrum tægjum af holdi, sinum og æðum. Úr snjóflóðavarnarpoka sem hann hafði meðferðis tók hann reim og hnýtti henni fast utan um fótinn til að stöðva blæðinguna og beið svo eftir björgun.

Skipstjórinn segir ekki hafa verið erfitt að bíða eftir björgunarsveitum og sjúkraflutningafólki þar sem mikið hafi verið að gera í símanum. „Þegar sjúkraflutningafólkið kom á staðinn var mér gefin sprauta sem gerði þetta allt bærilegra,“ útskýrir Hjálmar.

Þyrla fyrir tilviljun á Eskifirði

Þennan föstudag vildi svo til að þyrla sem alla jafna er notuð í þjónustu við ferðamenn var stödd á Eskifirði. „Mér var sagt að flugmaðurinn hefði lent á Mjóeyri á Eskifirði, kannski að fá sér kaffi hjá Sævari Guðjónssyni, en Sævar segir við flugmanninn að hann þurfi að skreppa á þyrlunni yfir á Fáskrúðsfjörð og bjarga slösuðum manni niður úr fjalli,“ segir Hjálmar.

Flugmaðurinn varð skjótt við þessari beiðni og þegar þyrlan kom á vettvang var þar sjúkraflutningafólk og björgunarsveit mætt og átti fullt í fangi með að hlúa að Hjálmari og koma honum á börur. Erfitt reyndist að koma börunum fyrir í þyrlunni en það gekk þó á endanum og var flogið með þann fótbrotna að Hólagerði, en þar beið sjúkrabíll sem kom honum í sjúkraflug til Akureyrar.

ÞAð þótti nokkuð verk að koma Hjálmari fyrir í þyrlunni …
ÞAð þótti nokkuð verk að koma Hjálmari fyrir í þyrlunni á börum. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Fimm og hálfa klukkustundar maus

Nú þurfti Hjálmar að leggjast undir hvorki meira né minna en þrjár aðgerðir. Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar að sú fyrsta fólst í að „púsla fætinum saman, þ.e. holdi, sinum og æðum. Ákveðið var að bíða með að raða beinum saman þar til sérfræðingur í bæklunarskurðlækninum kæmi eftir helgina. Þá fór fram aðgerð tvö sem var til þess að laga rammann sem settur var á fótinn í fyrstu aðgerðinni og hafði það hlutverk að stilla fótinn af. Í aðgerð þrjú var fyrrnefndur rammi fjarlægður og beinin voru skrúfuð saman með allskonar járndóti, skrúfum, plötum og hólkum.“

Jafnframt þurfti að taka beinflísar úr báðum mjöðmum til þess að nota í varahluti. „Ég kalla þetta minniháttar tilfærslu á líkamspörtum. Við þetta mausuðu doxarnir í fimm og hálfa klukkustund,“ segir Hjálmar.

Bataferlið mun taka sinn tíma enda þarf allt að gróa og svo þjálfa fótinn. Læknarnir eru sagðir bjartsýnir og það er Hjálmar einnig. Hann kveðst þakklátur fyrir þá aðstoð sem hann hefur fengið enda sé ljóst að sleðaferðin hefði getað endað mun verr en raun ber vitni.

Umfangsmikil aðgerð var gerð á fæti skipstjórans.
Umfangsmikil aðgerð var gerð á fæti skipstjórans. Ljósmynd/Loðnuvinnslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 451,06 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 367,12 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 462,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 451,06 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 367,12 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 462,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »