Ótíð og aukin eftirspurn hafa hækkað fiskverðið

Núna veiðist til dæmis mjög drjúgt af þorski, sem fengist …
Núna veiðist til dæmis mjög drjúgt af þorski, sem fengist hefur hér skammt frá við Öndverðarnes, segir Ragnar Smári Guðmundsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Gæftaleysi og minni kvóti ráða því að verð á fiskmörkuðum er verulega hærra nú en var á sama tíma í fyrra. Á tímabilinu janúar til mars í fyrra voru um 12.000 tonn af fiski seld á mörkuðum en 9.000 á þessu sama tímabili í ár.

„Á sama tíma er meiri eftirspurn eftir hráefni. Vinnsluhús þurfa jafnan tiltekið magn af fiski til að svara markaðnum og af þessum sökum hefur verðið hækkað,“ segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands í Ólafsvík (FMIS). Algengt kílóverð af uppboðsfiski þar hefur að undanförnu verið 370 krónur en var 265 krónur á sama tíma fyrir ári.

„Aflabrögð að undanförnu hafa verið góð og menn hafa getað sótt nokkuð stíft á sjó, eftir þá miklu ótíð sem var á fyrstu mánuðum ársins. Núna veiðist til dæmis mjög drjúgt af þorski, sem fengist hefur hér skammt frá – við Öndverðarnes og úti á Breiðafirði. Þá hefur að undanförnu verið sótt talsvert í ufsann, sem er mikið hér sunnan og vestan við land,“ segir Ragnar.

n Körin hífð úr lestinni á Agli SH í Ólafsvíkurhöfn …
n Körin hífð úr lestinni á Agli SH í Ólafsvíkurhöfn á dögunum. Stutt er á miðin og veiðin er góð. mbl.is/Sigurður Bogi

Fiskað stíft fyrir stoppið

Hjá FMIS hefur kílóið af þorski að undanförnu gjarnan selst á 425-430 kr. en algengt verð á fyrstu mánuðum síðasta árs var 315-320 kr. Algengt er að seld séu 200-300 tonn af fiski daglega. Útgerðarmenn og skipstjórar reyna eðlilega að sæta lagi og sækja helst á sjó þegar útlit er fyrir að gott verð fáist á markaði.

Lesið er vel í allar aðstæður svo útkoman verði sem best. Þannig reyna menn til dæmis núna að fiska stíft fyrir hryningarstoppið um páska sem hefst 12. apríl og stendur til 21. dags mánaðarins.

Mest af aflanum sem FMIS selur fer í gegnum starfsstöðvarnar í Ólafsvík, á Rifi og í Þorlákshöfn. Er fluttur þaðan til kaupenda, sem eru fiskvinnslur gjarnan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Einnig er fyrirtækið með starfsstöðvar í Reykjavík, Arnarstapa, Grundarfirði, Stykkishólmi og Skagaströnd.

Margar ástæður skýra hátt verð

„Fiskur er jafnvel keyptur á uppboði óveiddur meðan bátarnir eru enn í róðri. Hraðinn í viðskiptum, flutningum, vinnslu og öðru er mikill – stundum líður varla nema sólarhringur frá veiðum uns varan er komin til neytenda erlendis. Síðustu misserin hefur Frakkland verið stór markaður fyrir íslenskan fisk, en Bretarnir komið sterkt inn að undanförnu eftir að tók fyrir kaup þeirra á rússaþorski. Margar samverkandi ástæður eru því fyrir háu fiskverði nú – sem sennilega verður í svipuðum hæðum á næstunni,“ segir Ragnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Benni Vagn ÍS 220 Handfæri
Ýsa 7 kg
Karfi 5 kg
Samtals 12 kg
16.7.24 Hallbjörg HU 713 Handfæri
Þorskur 718 kg
Karfi 32 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 716 kg
Samtals 716 kg
16.7.24 Ingunn ÍS 193 Handfæri
Þorskur 652 kg
Samtals 652 kg
16.7.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Ýsa 10.649 kg
Þorskur 652 kg
Steinbítur 454 kg
Skarkoli 432 kg
Sandkoli 211 kg
Hlýri 81 kg
Samtals 12.479 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Benni Vagn ÍS 220 Handfæri
Ýsa 7 kg
Karfi 5 kg
Samtals 12 kg
16.7.24 Hallbjörg HU 713 Handfæri
Þorskur 718 kg
Karfi 32 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 716 kg
Samtals 716 kg
16.7.24 Ingunn ÍS 193 Handfæri
Þorskur 652 kg
Samtals 652 kg
16.7.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Ýsa 10.649 kg
Þorskur 652 kg
Steinbítur 454 kg
Skarkoli 432 kg
Sandkoli 211 kg
Hlýri 81 kg
Samtals 12.479 kg

Skoða allar landanir »