Ótíð og aukin eftirspurn hafa hækkað fiskverðið

Núna veiðist til dæmis mjög drjúgt af þorski, sem fengist …
Núna veiðist til dæmis mjög drjúgt af þorski, sem fengist hefur hér skammt frá við Öndverðarnes, segir Ragnar Smári Guðmundsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Gæfta­leysi og minni kvóti ráða því að verð á fisk­mörkuðum er veru­lega hærra nú en var á sama tíma í fyrra. Á tíma­bil­inu janú­ar til mars í fyrra voru um 12.000 tonn af fiski seld á mörkuðum en 9.000 á þessu sama tíma­bili í ár.

„Á sama tíma er meiri eft­ir­spurn eft­ir hrá­efni. Vinnslu­hús þurfa jafn­an til­tekið magn af fiski til að svara markaðnum og af þess­um sök­um hef­ur verðið hækkað,“ seg­ir Ragn­ar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Fisk­markaðs Íslands í Ólafs­vík (FMIS). Al­gengt kílóverð af upp­boðsfiski þar hef­ur að und­an­förnu verið 370 krón­ur en var 265 krón­ur á sama tíma fyr­ir ári.

„Afla­brögð að und­an­förnu hafa verið góð og menn hafa getað sótt nokkuð stíft á sjó, eft­ir þá miklu ótíð sem var á fyrstu mánuðum árs­ins. Núna veiðist til dæm­is mjög drjúgt af þorski, sem feng­ist hef­ur hér skammt frá – við Önd­verðarnes og úti á Breiðafirði. Þá hef­ur að und­an­förnu verið sótt tals­vert í ufs­ann, sem er mikið hér sunn­an og vest­an við land,“ seg­ir Ragn­ar.

n Körin hífð úr lestinni á Agli SH í Ólafsvíkurhöfn …
n Kör­in hífð úr lest­inni á Agli SH í Ólafs­vík­ur­höfn á dög­un­um. Stutt er á miðin og veiðin er góð. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fiskað stíft fyr­ir stoppið

Hjá FMIS hef­ur kílóið af þorski að und­an­förnu gjarn­an selst á 425-430 kr. en al­gengt verð á fyrstu mánuðum síðasta árs var 315-320 kr. Al­gengt er að seld séu 200-300 tonn af fiski dag­lega. Útgerðar­menn og skip­stjór­ar reyna eðli­lega að sæta lagi og sækja helst á sjó þegar út­lit er fyr­ir að gott verð fá­ist á markaði.

Lesið er vel í all­ar aðstæður svo út­kom­an verði sem best. Þannig reyna menn til dæm­is núna að fiska stíft fyr­ir hryn­ing­ar­stoppið um páska sem hefst 12. apríl og stend­ur til 21. dags mánaðar­ins.

Mest af afl­an­um sem FMIS sel­ur fer í gegn­um starfs­stöðvarn­ar í Ólafs­vík, á Rifi og í Þor­láks­höfn. Er flutt­ur þaðan til kaup­enda, sem eru fisk­vinnsl­ur gjarn­an á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um. Einnig er fyr­ir­tækið með starfs­stöðvar í Reykja­vík, Arn­arstapa, Grund­arf­irði, Stykk­is­hólmi og Skaga­strönd.

Marg­ar ástæður skýra hátt verð

„Fisk­ur er jafn­vel keypt­ur á upp­boði óveidd­ur meðan bát­arn­ir eru enn í róðri. Hraðinn í viðskipt­um, flutn­ing­um, vinnslu og öðru er mik­ill – stund­um líður varla nema sól­ar­hring­ur frá veiðum uns var­an er kom­in til neyt­enda er­lend­is. Síðustu miss­er­in hef­ur Frakk­land verið stór markaður fyr­ir ís­lensk­an fisk, en Bret­arn­ir komið sterkt inn að und­an­förnu eft­ir að tók fyr­ir kaup þeirra á rússaþorski. Marg­ar sam­verk­andi ástæður eru því fyr­ir háu fisk­verði nú – sem senni­lega verður í svipuðum hæðum á næst­unni,“ seg­ir Ragn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.3.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 144 kg
Samtals 144 kg
23.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.269 kg
Ýsa 3.139 kg
Langa 483 kg
Keila 105 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 8.070 kg
23.3.25 Víxill II SH 158 Handfæri
Þorskur 876 kg
Samtals 876 kg
23.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.709 kg
Ýsa 66 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.784 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.3.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 144 kg
Samtals 144 kg
23.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.269 kg
Ýsa 3.139 kg
Langa 483 kg
Keila 105 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 8.070 kg
23.3.25 Víxill II SH 158 Handfæri
Þorskur 876 kg
Samtals 876 kg
23.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.709 kg
Ýsa 66 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.784 kg

Skoða allar landanir »