Ekki skylt að tilkynna fjölda farþega

Skipinu Amelíu Rose er ekki skylt að tilkynna fjölda farþega Landhelgisgæslunnar líkt og talsmenn Landhelgisgæslunnar hafa haldið fram.

Þetta segir í tilkynningu frá Svani Sveinssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Sea Trips Reykjavík ehf.

Rangtúlkun á gildandi lögum og reglum

Í samtali við kvöldfréttir RÚV í gær sagði Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni, farþegaskip „eiga að gefa upp fjölda farþega um borð í skipunum til þess að hægt sé að vera með viðeigandi ráðstafanir ef slys verður og það sé hægt að stilla björgunaraðgerðir til samræmis við fjölda farþega um borð í skipinu“ og bætti því við að þetta væri „grafalvarlegt mál og getur haft áhrif á öryggi farþeganna“. Spurður sagði Auðunn „klárlega“ verið að ógna lífi farþega með þessum vinnubrögðum.

Svanur segir að í frásögn Auðuns felist bæði rangtúlkun á gildandi lögum og reglum og alvarleg ásökun í garð útgerðar Amelíu Rose. Vísar hann í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll þann 15. apríl 2021, máli sínu til stuðnings en þar segir m.a. að „telja skuli alla einstaklinga um borð í sérhverju farþegaskipi sem lætur úr höfn á Íslandi og um borð í sérhverju íslensku farþegaskipi sem lætur úr höfn í öðru EES-ríki fyrir brottför skipsins“ og að „fyrir brottför skuli tilkynna skipstjóra farþegaskipsins og umsjónarmanni farþegaskráningar fyrirtækisins eða kerfi á vegum fyrirtækisins í landi, sem gegni sama hlutverki, um fjölda einstaklinga um borð“.

Í dómnum segir ennfremur að „fyrirtæki sem geri út ferþegaskip skuli sjá til þess að upplýsingar úr kerfi til skráningar á upplýsingum um farþegar séu ætíð aðgengilegar fyrir Landhelgisgæslu Íslands til leitar og björgunar ef neyðaratvik ber að höndum eða vegna eftirmála í kjölfar slyss“.

Varðskipið Freyja í eftirlitsferð um lögsöguna í janúar 2022.
Varðskipið Freyja í eftirlitsferð um lögsöguna í janúar 2022. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Fylgi ekki „ólögmætum“ kröfum gæslunnar

Með öðrum orðum er þarna ekki kveðið á um neina skyldu um að tilkynna fjölda farþega til Landhelgisgæslunnar, heldur þurfi útgerðir að hafa slíkar upplýsingar tiltækar ef slys ber að höndum, að sögn Svans.

Það höfum við alltaf gert. Við höfum alltaf talið farþega okkar og alltaf haft þær upplýsingar tiltækar þegar eftir þeim er leitað. Við fylgjum lögum, en ekki ólögmætum kröfum Landhelgisgæslunnar. Þetta ætti Auðunn að vita, enda var skiptstjóri Amelíu Rose sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu sem um ræði,“ segir hann í tilkynningunni.

Það er alvarlegt að saka útgerð farþegaskips um að stefna lífi farþega sinna í lífshættu, en það er því miður í takt við framkomu Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu í öllum þeirra samskiptum við Sea Trips, útgerð Amelíu Rose.“

Bendir Svanur jafnframt á að í áðurnefndum dómi, sem sendur var á alla helstu fréttamiðla fyrr í dag ásamt fréttatilkynningu, komi einnig fram að það farsvið, sem Amelíu Rose er markað í haffærniskírteini, eigi sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum.

Það að Samgöngustofa skuli þráast við að viðhalda þessu ólöglega farsviði og að Landhelgisgæslan skuli halda áfram að framfylgja því ber vott um alvarlega vanvirðingu fyrir dómsvaldi og réttarríkinu sjálfu. Ef framkvæmdavaldið neitar að virða niðurstöður dóma eru réttindi borgaranna lítils virði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 638,72 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 562,20 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 210,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 215,37 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 325,34 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.448 kg
Ýsa 321 kg
Samtals 1.769 kg
2.1.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 29.644 kg
Ufsi 22.580 kg
Ýsa 3.226 kg
Samtals 55.450 kg
2.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 82.089 kg
Þorskur 71.869 kg
Ufsi 628 kg
Hlýri 586 kg
Steinbítur 124 kg
Grálúða 102 kg
Samtals 155.398 kg
31.12.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Þorskur 3.235 kg
Samtals 3.235 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 638,72 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 562,20 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 210,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 215,37 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 325,34 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.448 kg
Ýsa 321 kg
Samtals 1.769 kg
2.1.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 29.644 kg
Ufsi 22.580 kg
Ýsa 3.226 kg
Samtals 55.450 kg
2.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 82.089 kg
Þorskur 71.869 kg
Ufsi 628 kg
Hlýri 586 kg
Steinbítur 124 kg
Grálúða 102 kg
Samtals 155.398 kg
31.12.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Þorskur 3.235 kg
Samtals 3.235 kg

Skoða allar landanir »