Gúmmíbjörgunarbátar mættu andstöðu í fyrstu

Nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum syntu árlegt Guðlaugssund 12. mars 1996 …
Nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum syntu árlegt Guðlaugssund 12. mars 1996 til minningar um frækilegt afrek Guðlaugs Friðþórssonar sem náði að synda fimm til sex kílómetra í land eftir að Hellisey VE fórst austan við Eyjar 11. mars 1984 . Fjórir fórust. Bátnum hvolfdi skyndilega og ekki náðist í gúmmíbjörgunarbátinn.Á myndinni eru Bjarni Jónasson kennari, Pétur Árnmarsson, Emil Magnússon, Bjarni Halldórsson, Sævar Hallgrímsson, Daði Þorkelsson, Sindri Óskarsson, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Hólmgeir Austfjörð, Heimir Örn Hafsteinsson, Einar Örn Þórsson, Sigurður Oddur Friðriksson og Sveinn Ásgeirsson. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

Gúmmíbjörgunarbátar hafa bjargað á þrettánda hundrað sjómönnum við Íslandsstrendur, en ekki var sjálfgefið að þeir yrðu teknir í notkun. Eyjamenn voru frumkvöðlar sem létu á þá reyna og voru sex úr áhöfn Veigu VE fyrstu sjómennirnir á Íslandi sem björguðust með gúmmíbát árið 1952.

Ekki voru menn á eitt sáttir um ágæti gúmmíbjörgunarbáta þegar Vestmannaeyingar byrjuðu að setja þá í báta sína í stað björgunarbáta úr tré. Fyrst var málinu hreyft árið 1945 en það var ekki fyrr en eftir hörmulegt slys við Vestmannaeyjar í janúar 1950 að skriður komst málið. Árið eftir ákveður útgerðarmaður Veigu VE 291 að setja gúmmíbjörgunarbát um borð í bát sinn.Tilviljun eða ekki, þá björguðust sex af átta skipverjum Veigu þegar hún fórst í apríl 1952. Voru þeir fyrstu sjómennirnir sem gúmmíbátur bjargaði við Ísland.

Ekki voru stjórnvöld og Slysavarnafélag Íslands sátt við þetta framtak Eyjamanna en það varð kveikjan að framleiðlsu á gúmmíbjörgunarbátum fyrir báta og skip í Bretlandi. Var leitað til Eyjamanna við hönnun þeirra og þróun og hafa þeir sannað gildi sitt. Hafa bjargað á þrettánda hundrað sjómönnum við Ísland frá 1952.

Þetta kemur fram í heimildarmynd Kristjáns Óskarssonar, fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmanns á Emmu VE. Myndina gaf hann Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja (ÚV) í afmælisfagnaði félagsins síðasta haust en félagið varð 100 ára 2020. Sindri Viðarsson formaður minntist í ræðu sinni á frumkvæði útgerðarmanna í Vestmannaeyjum í notkun gúmmíbjörgunarbáta. Var það staðfest í mynd Kristjáns sem er fróðleg og góð upprifjun um baráttu gegn kerfinu og Slysavarnafélaginu.

Kristján Óskarsson ásamt Sindra Viðarssyni, formanni Útvegsbænda.
Kristján Óskarsson ásamt Sindra Viðarssyni, formanni Útvegsbænda. mbl.is/Ómar Garðarsson

Í góðum texta Sigurgeirs Jónssonar er einnig lýst þeim fórnum sem sjómenn færðu í baráttu við válynd veður við Eyjar. En það var barist til sigurs. Í aldir voru höggvin skörð í raðir sjómanna, ekki síst á vetrarvertíðum þegar heilu skipshafnirnar hurfu í hafið. Bátarnir litlir og engin leið að vera með björgunarbáta þess tíma sem voru klunnalegir trébátar.

„Vestmannaeyingar hafa löngum haft það orð á sér að vera frumkvöðlar, ekki síst í því sem lýtur að björgunarbúnaði á sjó,“ segir Sigurgeir í myndinni og árið 1945 er því hreyft á fundi hjá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi hvort ekki sé hægt að fá hentuga gúmmíbjörgunarbáta sem hægt væri að koma fyrir um borð í mótorbátunum.

Helgaslysið ýtti við mönnum

„Árið eftir bryddaði fulltrúi Vestmannaeyja upp á þessu á landsþingi Slysvarnafélags Íslands. Þann sjöunda janúar 1950 varð hörmulegt sjóslys við Faxasker í Vestmannaeyjum þegar Helgi VE 333 fórst þar,“ segir Sigurgeir. Helgi fékk á sig brot, vélin stöðvaðist og hann rak upp á Skelli, sker austan við Faxasker. Um borð voru tíu manns, sjö manna áhöfn og þrír farþegar og fórust allir. Tveir komust upp á Faxasker en fórust í kulda og vosbúð.

Slysið hvatti Eyjamenn enn frekar í leit að björgunartæki sem hentaði fiskiskipaflotanum. „Árið 1951 ákvað útgerðarmaðurinn á Veigu VE 291 að setja gúmmíbjörgunarbát í bát sinn, sem átti eftir að sanna gildi sitt. Bátinn keypti hann af varnarliðinu og var hann hannaður fyrir flugvélar. Fleiri hugðust fylgja í kjölfarið en viðbrögðin voru hörð. „Ekki síst opinberra aðila sem fundu þessum „togleðurshylkjum“, eins og þeir kölluðu bátana, allt til foráttu. Töluðu um að með þeim væri verið að vekja falskt öryggi hjá sjómönnum og Skipaskoðun bæri að banna þennan gjörning. Rökin voru að slíkir bátar hefðu hvergi sannað gildi sitt og ekkert ríki hefði samþykkt notkun þeirra. Fjárhagsráð ríkisins setti sig einnig upp á móti bátunum og hótaði útgerðarmönnum sektum ef þeir settu slíka báta um borð í skip sín,“ segir Sigurgeir, en fljótt hljóðnuðu úrtöluraddirnar.

Sigurgeir Jónsson.
Sigurgeir Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Sanna gildi sitt

Laugardaginn 12. apríl 1952, rúmri viku eftir að landsþing Slysavarnafélagsins birti ályktun sína gegn notkun gúmmíbjörgunarbáta, fórst Veiga VE 291, tveir drukknuðu en sex tókst að komast í gúmmíbjörgunarbátinn og var bjargað. „Voru þetta fyrstu sjómennirnir sem björguðust í gúmmíbjörgunarbát við Ísland. Fleiri fylgdu fordæminu og urðu sér úti um gúmmíbjörgunarbáta,“ segir Sigurgeir og fljótt sönnuðu þeir gildi sitt enn frekar.

Þann 23. febrúar 1953 fórst Guðrún VE og með henni fjórir skipverjar en fjórir björguðust í björgunarbát sem rak upp í fjöru. Árið 1954 fórst Glaður og var áhöfninni, átta manns, bjargað af enskum togara eftir að hafa hrakist í sólarhring í gúmmíbjörgunarbát. „Þar með höfðu átján sjómenn bjargast fyrir tilstilli gúmmíbjörgunarbátanna sem þóttu ótvírætt hafa sannað gildi sitt. Þrátt fyrir þetta var kerfið seint að taka við sér. Var það ekki fyrr en árið 1957 að Alþingi samþykkti lög um að öll íslensk skip skyldu hafa gúmmíbjörgunarbáta fyrir alla áhöfnina,“ segir Sigurgeir en þá voru þeir í nánast öllum skipum í Eyjum.

Úr Morgunblaðinu 13. apríl 1953.
Úr Morgunblaðinu 13. apríl 1953. Skjáskot

Útgerðarmenn Glaðs ákváðu að gefa skipstjóranum á enska togaranum Hull City gúmmíbátinn af Glað sem þökk fyrir lífgjöfina. Var hann hafður til sýnis þegar heim var komið og vakti mikla athygli. Varð hann kveikjan að almennri notkun gúmmíbjörgunarbáta á enskum skipum og átti sinn þátt í að bjarga lífi breskra sjómanna. Í grein í Alþýðublaðinu í mars 1960 staðfestir Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri þetta og segir að Lárus Óskarsson stórkaupmaður hafi átt sinn merka þátt, sem milligöngumaður við RFD-verksmiðjurnar ensku. Frá þeim kom sérfræðingur, Edwards að nafni, til að skoða aðstæður og safna upplýsingum um reynslu Vestmannaeyinga af gúmmíbjörgunarbátum.

„Frá árinu 1952 fram til ársins 2010 hefur alls 1.239 sjómönnum verið bjargað við Íslandsstrendur fyrir tilstuðlan gúmmíbjörgunarbáta. Allar úrtöluraddir eru að sjálfsögðu löngu þagnaðar enda hefur þetta tæki sannað sig sem langáhrifamesta björgunartæki íslenskra sjómanna. Tæki, sem upphaflega var hannað til að bjarga áhöfnum flugvéla, hefur öðlast sess og ekki bara á íslenska flotanum heldur um víða veröld. Það er ekki síst að þakka áræði og framsýni sjómanna og útgerðarmanna á síðustu öld.“

Sigurgeir sagði að sjóslysum hefði fækkað með stærri skipum sem eru betur útbúin til að takast á við veður og vind. En gúmmíbáturinn er enn á sínum stað og oft fleiri en einn. Hann er orðinn enn betri auk þess sem hannaður hefur verið sjálfvirkur sleppibúnaður. Þar voru Eyjamenn í fararbroddi þar sem Sigmund Jóhannsson, uppfinningamaður með meiru, fór fremstur.

Kristján Óskarsson á orðið mikið safn mynda og viðtala sem hann hefur tekið í gegnum árin. Mest hefur hann rætt við Eyjamenn en í ómetanlegu safni hans er líka að finna viðtöl við kappa eins og Geira á Guggunni, Eggert Gíslason á Víði II GK og Jósafat Hinriksson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »