Fiskimjölverksmiðjurnar ganga nú fyrir rafmagni

Börkur NK að landa kolmunna á Seyðisfirði í morgun.
Börkur NK að landa kolmunna á Seyðisfirði í morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Ómar Bogason

Fiskimjölverksmiðjur Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og í Neskaupstað hafa frá miðnætti nýtt rafmagn við framleiðsluna, en Landsvirkjun hefur afnumið takmarkanir á afhendingu til stórnotenda. Til þessa hefur þurft á reiða sig á að brenna olíu til að knýja framleiðsluna.

Fyrsti kolmunnafarmurinn sem kom til Neskaupstaðar barst í fyrrakvöld og til Seyðisfjarðar í gærkvöldi. „Við erum að fá úrvalshráefni. Skipin koma með aflann vel kældan að landi. Við byrjuðum á að landa rúmlega 3.000 tonnum úr Vilhelm Þorsteinssyni EA og nú er verið að landa 1.700 tonnum úr Hákoni EA. Þetta byrjar með ágætum,“ segir Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, í færslu á vef fyrirtækisins.

„Við erum að fá hráefnið til okkar kælt og ferskt. Kolmunninn er ekki mjög feitur á þessum árstíma þannig að það fæst ekki mikið lýsi úr honum en við fáum vart betra hráefni til mjölframleiðslu. Börkur NK kom með fyrsta farminn til okkar í gærkvöldi, rúmlega 3.000 tonn, og það var strax hafist handa við að landa og vinna aflann. Nú getum við keyrt á rafmagni á ný og það er mikið fagnaðarefni. Beitir NK er síðan á leiðinni til okkar með fullfermi þannig að þetta lítur bara vel út,“ segir Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 541,59 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 350,17 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 541,59 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 350,17 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »