Tæp tvö þúsund skoðuðu frystihús Samherja

Gestagangur var í frystihúsi Samherja á Dalvík sumardaginn fyrsta. Tæplega …
Gestagangur var í frystihúsi Samherja á Dalvík sumardaginn fyrsta. Tæplega tvö þúsund litu við. Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson

Hátt í tvö þúsund gestir heimsóttu frystihús Samherja á Dalvík sumardaginn fyrsta, en það mun vera í fyrsta sinn sem almenningur fékk að skoða húsið frá því það var tekið í notkun 2020. Til stóð að halda opið hús fyrir tveimur árum en vegna faraldursins var frystihúsið um tíma lokað öðrum en starfsfólki.

Vinnslan var í fullum gangi þegar gestir báru að garði og gafst því tækifæri til að fylgjast með þegar hráefni verður afurð í einni tæknivæddustu vinnslum á heimsvísu.

 „Við runnum nokkuð blint í sjóinn varðandi fjölda gesta. Áhuginn kom mér ánægjulega á óvart og einnig hversu þægilegt var að taka á móti svo miklum fjölda. Spurningar fólks voru eðlilega af ýmsum toga, skemmtilegast fannst mér þó að hitta fyrrum samstarfsfólk og rifja upp góðu dagana í eldra húsinu,“ segir Sigurður Jörgen Óskarsson, vinnslustjóri Samherja, í færslu á vef fyrirtækisins.

„Straumurinn var nokkuð jafn og stöðugur allan tímann sem opið var, þannig að þetta gekk allt saman vel fyrir sig, enda húsið stórt og vítt til veggja. Þetta var frábær byrjun á vonandi góðu sumri,“ segir hann.

Létt var yfir mannskapnum.
Létt var yfir mannskapnum. Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson

„Það er um margt nokkuð flókið að sýna matvælavinnslu þegar framleiðsla er í gangi. Hérna á Dalvík starfar dugmikið fólk sem sýndi almenningi með stolti sinn vinnustað og ég er þakklátur öllum sem gerðu þennan dag að veruleika. Ég er nokkuð viss um að gestir urðu margs vísari um íslenskan sjávarútveg og hversu framarlega við Íslendingar stöndum,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, í færslunni.

„Húsið hefur vakið talsverða athygli bæði innanlands og erlendis. Margir eru að koma sérstaka ferð til Íslands til þess að skoða tæknina og aðbúnaðinn og þannig verður það sjálfsagt næstu mánuðina,“ segir hann.

Starfsemin var í fullum gangi á meðan gestur fylgdust með.
Starfsemin var í fullum gangi á meðan gestur fylgdust með. Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson
Sigurður Jörgen Óskarsson ræðir við áhugasama gesti hússins.
Sigurður Jörgen Óskarsson ræðir við áhugasama gesti hússins. Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson
Það fóru nokkur pör af skóhlífum.
Það fóru nokkur pör af skóhlífum. Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, virtist ánægður að geta sýnt …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, virtist ánægður að geta sýnt vinnsluna. Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson
Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs, ræðir við gesti.
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs, ræðir við gesti. Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson
Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson








mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »