Bréf Brims hækkað um 47 milljarða á 3 mánuðum

Markaðsvirði hlutabréfa Brims hefur hækkað mikið frá því að innrásin …
Markaðsvirði hlutabréfa Brims hefur hækkað mikið frá því að innrásin í Úkraínu hófst. mbl.is/Hari

Brim er nú verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið í kauphöllinni á ný og var markaðsvirði bréfa félagsins 193,6 milljarðar við lokun markaða í gær. Markaðsviðir bréfanna hefur hækkað um tæplega 47 milljarða frá 24. janúar. Þá hafa verðmæti hlutabréfa Síldarvinnslunnar hækkað um 5,4% í 175,9 milljarða á sama þriggja mánaða tímabili.

Fyrir þremur mánuðum var markaðsvirði bréfa Síldarvinnslunnar 20 milljörðum meira en Brims sem þá var var 146,7 milljarðar. Síldarvinnslan var skráð í kauphöllina í fyrra og hefur gengi bréfa hækkað töluvert síðan þá en í kringum innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar féll gengið nokkuð, en Úkraína hefur verið meðal helstu markaða fyrir loðnuafurðir og aðrar uppsjávarafurðir og sérhæfir Síldarvinnslan sig á því sviði.

Við innrásina í Úkraínu tók hins vegar gengi bréfa Brims að hækka. Verð á þorski, ýsu og ufsa hefur hækkað mikið ekki síst í kjölfar bann við innflutningi rússneskra sjávarafurða til Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins, en Brim hefur töluverðar veiðiheimildir í þessum tegundum.

Á tímabilinu hefur markaðsvirði Iceland Seafood International lækkað um 21,5% eða rúma 9 milljarða króna. Heildarvirði bréfa félagsins var við lokun markaða í gær 31,7 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »