Hvarf makrílsins flókið viðfangsefni

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fleira en umhverfisþætti …
Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fleira en umhverfisþætti ástæðu þess að makríll sést minna við Íslandsstrendur. mbl.is/Kristinn Magnússon

At­hygli vek­ur að hita­stig sjáv­ar eða magn átu virðist ekki út­skýra hvers vegna mak­ríl hafi fækkað í ís­lenskri lög­sögu sam­kvæmt niður­stöðum úr upp­sjáv­ar­leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem fram fór síðasta sum­ar.

„Breyt­ing­ar á um­hverf­is­skil­yrðum ein­ar og sér geta ekki út­skýrt af hverju það var lítið af mak­ríl við Ísland bæði 2020 og 2021. Sjór­inn var nógu heit­ur fyr­ir mak­ríl í júlí og átu­magn var í meðallagi. Mak­ríll étur aðallega rauðátu og magn henn­ar er mælt á hverri stöð þar sem þétt­leiki mak­ríls er mæld­ur. Það eru eng­ar aug­ljós­ar skýr­ing­ar á því hvers vegna vest­ur­ganga mak­ríls inn í ís­lenska land­helg­is hef­ur minnkað mikið und­an­far­in tvö sum­ur,“ seg­ir Anna Heiða Ólafs­dótt­ir, doktor í fiski­fræði hjá upp­sjáv­ar­sviði Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Anna Heiða seg­ir eðli­legt að byrja á að líta til um­hverf­isþátta þegar leitað er að skýr­ingu á að mak­ríl fækki í lög­sög­unni þar sem teg­und­in er viðkvæm fyr­ir hita­stigi og oft er hita­stig sjáv­ar við Ísland á mörk­um þess sem teg­und­in þrífst í.

Árni Friðriksson RE.
Árni Friðriks­son RE. mbl.is/Þ​or­geir

Upp­sjáv­ar­leiðang­ur­inn var far­inn á rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni í júlí á síðasta ári og hafa niður­stöðurn­ar verið birt­ar á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Á þess­um tíma mæld­ist yf­ir­borðshita­stig yfir níu gráðum á land­grunn­inu og grunn­sæ­vis­svæðum vest­ur og suðvest­ur af land­inu, sem og á Ir­min­ger­hafi. Á þess­um svæðum veidd­ist lítið sem ekk­ert af mak­ríl þrátt fyr­ir að gögn hafi sýnt fram á að mak­ríll­inn þarf yf­ir­borðshita­stig sem er að lág­marki sjö gráður og er aðeins hægt að finna mak­ríl í miklu magni á svæðum þar sem hit­inn er yfir níu gráður.

Jafn­framt virt­ist engu skipta hvort var að finna mikið eða lítið dýra­svif, mak­ríll­inn lét ekki sjá sig nema í tak­mörkuðu magni. „Það eru fleiri þætt­ir en ein­ung­is um­hverf­isþætt­ir sem hafa áhrif á sum­ar­fæðugöngu mak­ríls í Norður­höf­um,“ full­yrðir Anna Heiða.

Hrygn­ir norðar

En er hægt að úti­loka að hita­stig sjáv­ar sé skýr­ing þess að mak­ríll­inn sé ekki við Íslands­strend­ur?

„Já, að það sé eitt og sér skýr­ing­in enda er nógu heitt í júlí þegar leiðang­ur­inn fer fram. Við erum vinna grein­ingu á hita­stigi í yf­ir­borðslagi sjáv­ar við Ísland frá maí fram í júlí til að at­huga hvort hita­stig í byrj­un fæðugöng­unn­ar og fram að leiðangr­in­um er farið hafi áhrif á út­breiðslu mak­ríls í júlí. Í gögn­un­um, sem er ekki búið að birta, sjá­um við að það var mun kald­ara fyr­ir aust­an landið vorið 2020 og 2021 sam­an­borið við fyrri ár. Það hef­ur verið að aukast straum­ur af köld­um sjó frá norður­heim­skaut­inu aust­ur fyr­ir landið og inn í Nor­egs­hafið á vor­in og sumr­in. Það er spurn­ing hvort þessi kalda tunga sé að stoppa mak­ríl­inn þegar hann er á vor­in að ákveða hvort hann haldi vest­ur til suður­strand­ar Íslands eða norður í Nor­egs­haf,“ svar­ar Anna Heiða.

Hún bend­ir á að mak­ríll­inn sé far­inn að hrygna norðar í Nor­egs­hafi í ein­hverju magni en aðal­hrygn­ing­ar­svæðið er vest­ur af Írlandi og nær hrygn­ing­ar­svæðið suður eft­ir land­grunni Evr­ópu til Portú­gals. „Þá spyr maður sig ef hann er byrjaður að hrygna svona norðarlega, er þá lík­legra að sum­ar­fæðuganga gangi mest­megn­is í norður inn í Nor­egs­haf? Væri hann lík­legri til að beygja vest­ur til Íslands ef hrygn­ing­in væri tak­mörkuð við svæðið vest­ur af Írlandi? Fæðugang­an teng­ist hrygn­ing­ar­göng­unni því hann hrygn­ir og fer síðan beint í fæðugöng­una, þannig að ef hrygn­ing­in fær­ist um stað get­ur það haft áhrif á hvar mak­ríll­inn sæk­ir fæðuna.“

Kort/​mbl.is

Stofn­stærðin hef­ur einnig áhrif

Mörg atriði geta átt þátt í að skýra það að mak­ríll­inn sást í litlu magni um­hverf­is Ísland sum­arið 2020 og 2021, að sögn Önnu Heiðu sem vek­ur at­hygli á að mak­ríl­stofn­inn árið 2020 er met­inn hafa verið 40% minni en árin 2014 og 2015 þegar stofn­inn var stærst­ur. „Það ger­ist sem sagt á sama tíma að stofn­inn er met­inn stærst­ur þá var sum­ar út­breiðslu­svæðið stærst. Þá var mak­ríll­inn dreifður eft­ir aust­ur­strönd Græn­lands frá breidd­ar­gráðu 58°N til 66°N. Strax 2016 fór magnið að drag­ast sam­an í græn­lenskri land­helgi og var orðið mjög lítið af hon­um þar sum­arið 2019. Síðan fækk­ar hon­um rosa­lega mikið við Ísland sumr­in 2020 og 2021.

Það eru lík­lega tengsl milli stofn­stærðar og hversu stórt fæðusvæðið sé, en við get­um ekki sagt hvort 40% minnk­un í stofn­stærð sé eina út­skýr­ing­in. Okk­ur þykir það ljóst að þetta sé hluti af skýr­ing­unni en mak­ríll­inn fer enn mjög langt norður í Nor­egs­haf, breidd­ar­gráða 77°N sum­arið 2021. Það eru eng­in auðveld svör.“ Þá bend­ir hún einnig á að mak­ríl­stofn­inn sé met­inn 3,5 millj­ón­ir tonna árið 2021 sam­kvæmt síðasta stofn­mati. „Það er enn þá tölu­vert af mak­ríl í sjón­um en hann virðist ekki vilja koma til Íslands leng­ur.“

Stærð fisks­ins skipt­ir einnig máli þar sem stærsti fisk­ur­inn geng­ur lengst frá hrygn­ing­ar­svæðinu inn á sum­ar­fæðusvæðið. „Við sjá­um alltaf stærsta mak­ríl­inn fara lengst til norðurs í Nor­egs­hafi og lengst til vest­urs í Íslands­hafi. Það er enn þá stór mak­ríll í stofn­in­um og því ekki þannig að fisk­ur­inn sé svo lít­ill að hann geti ekki synt inn í ís­lenska land­helgi.“

Flókið sam­spil ólíkra þátta

Alþjóðleg rann­sókn­ar­verk­efni eru í gangi til að leita skýr­inga á breyttri sumar­út­breiðslu mak­ríls og eru uppi til­gát­ur um að rekja megi göng­ur mak­ríls til ár­ganga. „Árið 2010/​2011 var mjög góð nýliðun í mak­ríl og við tók­um eft­ir því þá að það var þó nokkuð mikið af litl­um mak­ríl – sem sagt núll og eins árs – sem veidd­ist sem meðafli í haustr­all­inu við Íslandi. Það er svo­lítið eins og að þess­ir ár­gang­ar 2010 og 2011 hafi komið til Íslands strax á fyrsta ári,“ seg­ir Anna Heiða.

Haustr­all snýr fyrst og fremst að stofn­mæl­ingu botn­fiska en mak­ríll er upp­sjáv­ar­fisk­ur. Anna Heiða upp­lýs­ir að ungviði mak­ríls held­ur sig niður við botn­inn á vet­urn­ar þar sem hann finn­ur æti, en lít­ill mak­ríll hef­ur varla sést í haustr­alli sem meðafli síðan 2011.

„Við hörf­um verið að velta því fyr­ir okk­ur hvort þessi ár­gang­ur [2010/​2011] hafi verið rosa­lega stór, komið til Íslands á ung­um aldri og svo haldið áfram að koma til Íslands eft­ir að hann byrjaði að taka þátt í fæðugöng­unni. Svo er þessi ár­gang­ur í dag orðinn gam­all, rúm­lega tíu ára gam­all og lít­ill hluti af stofn­in­um, eða hvort hann sé bara hætt­ur að koma hingað,“ seg­ir hún.

Makríllinn er mikilvæg nytjategund.
Mak­ríll­inn er mik­il­væg nytja­teg­und. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ljóst sé að marg­ir sam­verk­andi þætt­ir séu að baki þess að mak­ríll­inn er ekki leng­ur í miklu magni í ís­lenskri lög­sögu að mati Önnu Heiðu. Málið sé ein­fald­lega of flókið til þess að geta bent á ein­hvern einn þátt sem skýr­ir stöðuna.

Spurð hvort eitt­hvað bendi til þess að mak­ríll­inn ein­fald­lega hverfi úr ís­lensk­um sjó svar­ar hún að það geti verið gott að skoða þekk­ingu á öðrum upp­sjáv­ar­stofn­um. „Norsk-ís­lenska síld­in hef­ur verið mikið rann­sökuð og við þekkj­um hana best af þess­um þrem stóru upp­sjáv­ar­stofn­um í norður­höf­um. Göng­ur henn­ar hafa breyst nokkuð á síðustu 50 árum. Þess­ar breyt­ing­ar ger­ast oft þegar koma inn mjög stór­ir ár­gang­ar. Þegar kem­ur inn stór ár­gang­ur get­ur hann þróað með sér göngu­mynst­ur sem er ólíkt fyrri ár­göng­um og þá breyt­ist út­breiðslan.

Það er spurn­ing hvort það ger­ist það sama með mak­ríl­inn að hann muni halda sig meira í Nor­egs­hafi. Ef það kem­ur síðan ann­ar stór ár­gang­ur eða tveir – eins og 2010 og 2011 – er spurn­ing hvort hann mun breiða úr sér aft­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »