Opnað verður fyrir umsóknir um þátttöku í strandveiðum í þessari viku. Í tilkynningu sem birt var á vef Fiskistofu fyrir helgi eru útgerðir sem eiga skip sem fengu úthlutað aflamarki á fiskveiðiárinu hvattar til að huga að því hvort veiðiskylda hafi verið uppfyllt, en til að taka þátt þarf útgerð að hafa veitt að minnsta kosti 50% af úthlutuðum aflaheimildum.
„Strandveiðiafli telur ekki upp í veiðiskyldu og óheimilt er að stunda veiðar samkvæmt öðrum leyfum á meðan strandveiðileyfi er í gildi. Það er því mjög mikilvægt að útgerðaraðilar sé meðvitaðir um stöðu veiðiskyldunnar áður en haldið er til strandveiða,“ segir í tilkynningunni.
Heilt yfir hefur íslenski fiskiskipaflotinn veitt 72,8% af úthlutuðu aflamarki í þorski og eru aðeins rúmlega 49 þúsund tonn sem eftir eru en fiskveiðiárinu lýkur 31. ágúst. Fjöldi útgerða er því langt kominn með heimildir sínar og má nefna að á Sauðárkróki hefur rúmlega 91% af úthlutuðum heimildum í þorski verið landað, 87,5% á Rifi, 84% í Ólafsvík, um 80% í Grindavík, tæp 73% í Hornafirði og 71,5% á Dalvík.
Þessa stöðu má rekja til um 13% lækkun í ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar milli fiskveiðiára.
Aðilar í smábátaútgerð sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa spáð því að töluverð ásókn verði í strandveiðarnar í ár þar sem horft er fram á hátt verð og ekki síst er verið að leita leiða til að bæta upp skerðingar í krókaflamarkinu í samræmi við ráðgjöfina.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |