Verð á eldislaxi hækkað um 90% á einu ári

Lax tekinn úr sjókví í Reyðarfirði vegna flutnings í sláturhús. …
Lax tekinn úr sjókví í Reyðarfirði vegna flutnings í sláturhús. Markaðsverð á eldislaxi hefur verið í sögulegum hæðum undanfarið. Ljósmynd/Laxar

Markaðsverð á eldislaxi hefur hækkað fimmtu vikuna í röð og hefur því enn eitt metið verið sett, en samkvæmt vísitölu Nasdaq náði meðalverð á laxi í sláturstærð (3-6 kíló) í síðustu viku 115,17 norskum krónum á kíló eða 1.621 íslenskri krónu.

Um er að ræða 4,79% verðhækkun milli vikna en í síðustu viku var meðalverð 33,34% hærra en fjórum vikum á undan og 62,66% hærra en tólf vikum á undan.

Fyrir ári fjölluðu 200 mílur um að meðalverð á laxi í sláturstærð hafi verið 60,54 norskar krónur. Frá þeim tíma hefur verð hækkað um 54,63 norskar krónur eða 90,3%.

Háð töluverðri óvissu

Hæsta meðalverð í síðustu viku fékkst fyrir lax á bilinu sjö til átta kíló og nam það 120,9 norskar krónur á kíló eða 1.701 íslenska krónu en lægsta var 79,23 norskar krónur fyrir lax sem er eitt til tvö kíló.

Ef litið er til meðalverðs í síðustu viku óháð stærðarflokki nam það 111,85 norskum krónum, jafnvirði 1.573 íslenskra króna, sem er 2,93% hækkun frá vikuna á undan. Þá var meðalverð óháð stærðarflokki í síðustu viku 30,88% hærra en fjórum vikum á undan og 56,56% hærra en tólf vikum á undan.

Því hefur verið spáð að verð fari lækkandi eftir páskahátíðina og því er gert ráð fyrir að meðalverð í þessari viku verði nokkuð lægra. Sú spá er þó háð töluverðri óvissu þar sem verð matvæla hafi almennt hækkað og því ekki endilega víst að árleg lækkun verði jafn ör og áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 488,89 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 197,07 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,12 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,62 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 250,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 1.274 kg
Samtals 1.274 kg
27.8.24 Blíðfari ÓF 70 Handfæri
Þorskur 877 kg
Ufsi 89 kg
Karfi 11 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 984 kg
27.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 8.024 kg
Karfi 295 kg
Keila 206 kg
Hlýri 138 kg
Ýsa 36 kg
Ufsi 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 8.727 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 488,89 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 197,07 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,12 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,62 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 250,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 1.274 kg
Samtals 1.274 kg
27.8.24 Blíðfari ÓF 70 Handfæri
Þorskur 877 kg
Ufsi 89 kg
Karfi 11 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 984 kg
27.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 8.024 kg
Karfi 295 kg
Keila 206 kg
Hlýri 138 kg
Ýsa 36 kg
Ufsi 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 8.727 kg

Skoða allar landanir »