Hafrannsóknastofnun ráðleggur að afli rækjuveiða við Snæfellsnes verði ekki meiri en 393 tonn, en ráðgjöfin er sú sama og á síðasta ári þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um stofnstærð rækju á þessum slóðum.
Þetta kemur fram í ráðgjafarskýrslu stofnunarinnar sem varðar veiðitímabilið 1. maí næstkomandi til 15. mars 2023.
„Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir um stofnstærð rækju við Snæfellsnes þar sem ekki voru farnir stofnmælingaleiðangrar árin 2021 og 2022. Því er ekki hægt að uppfæra ráðgjöfina sem byggir aðferðarfræði Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat. […] Ráðgjöfin í ár er því sú sama og fyrir síðasta fiskveiðiár. Varúðarlækkun var beitt árið 2021 og er ekki beitt í ár,“ segir í ráðgjafarskýrslunni sem birt hefur verið á vef Hafrannsóknastofnunar.
„Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að afli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2022 til 15. mars 2023 verði ekki meiri en 393 tonn,“ segir í niðurlagi skýrslunnar.
Fyrir tíu árum, fiskveiðiárið 2012/2013, nam ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar 1.000 tonnum en er því nú 60% minni. Ráðgjöfin hefur sveiflast nokkuð á þessu tímabilin en hefur verið innan við 500 tonn frá 2018/2019.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,95 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 749 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Hlýri | 10 kg |
Ýsa | 10 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 790 kg |
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 133 kg |
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.618 kg |
Þorskur | 895 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 2.597 kg |
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.885 kg |
Þorskur | 1.021 kg |
Steinbítur | 291 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Langa | 10 kg |
Karfi | 6 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.234 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,95 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 749 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Hlýri | 10 kg |
Ýsa | 10 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 790 kg |
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 133 kg |
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.618 kg |
Þorskur | 895 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 2.597 kg |
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.885 kg |
Þorskur | 1.021 kg |
Steinbítur | 291 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Langa | 10 kg |
Karfi | 6 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.234 kg |