Öllum skipum sem eru skráð undir fána Rússlands er nú óheimilaður aðgangur að íslenskum höfnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samgöngustofa sendi út fyrir helgi og tók gildi föstudaginn 6. maí í samræmi við refsiaðgerðir ESB vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Um breytingarreglugerð er að ræða þar sem hafnarbannið er innleitt.
Áður hafði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afturkallað undanþágu sem hafði verið í gildi fyrir rússneska togara til löndunar og umskipunar í íslenskum höfnum. Sú ákvörðun var ekki hluti af sameiginlegum refsiaðgerðum ESB.
Bannið snýr að farþega- og flutningaskipum yfir 500 brúttótonnum, skemmtiskipum, skemmtibátum, lystisnekkjum og fiskiskipum sem falla undir Marpol-samninginn. Slík skip hafa ákveðið stóra vél eða þurfa annars háttar mengunarvarnarskírteini, að því er kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is.
„Undanþágur eru veittar skv. alþjóðasamningum vegna neyðartilvika. Einnig t.d. vegna mannúðarsjónarmiða en þá þarf að sækja um heimild sem er á forræði utanríkisráðuneytisins að veita,“ segir í svarinu.
Fram kemur að Samgöngustofu er enn sem komið er ekki kunnugt um vísa hafi þurft rússneskum skipum frá landi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |