Meinaður aðgangur að íslenskum höfnum

Reykjavíkurhöfn.
Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Hallur Már

Öllum skipum sem eru skráð undir fána Rússlands er nú óheimilaður aðgangur að íslenskum höfnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samgöngustofa sendi út fyrir helgi og tók gildi föstudaginn 6. maí í samræmi við refsiaðgerðir ESB vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Um breytingarreglugerð er að ræða þar sem hafnarbannið er innleitt.

Áður hafði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afturkallað undanþágu sem hafði verið í gildi fyrir rússneska togara til löndunar og umskipunar í íslenskum höfnum. Sú ákvörðun var ekki hluti af sameiginlegum refsiaðgerðum ESB.

Bannið snýr að farþega- og flutningaskipum yfir 500 brúttótonnum, skemmtiskipum, skemmtibátum, lystisnekkjum og fiskiskipum sem falla undir Marpol-samninginn. Slík skip hafa ákveðið stóra vél eða þurfa annars háttar mengunarvarnarskírteini, að því er kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is.

Samgöngustofa.
Samgöngustofa. mbl.is/​Hari

„Undanþágur eru veittar skv. alþjóðasamningum vegna neyðartilvika. Einnig t.d. vegna mannúðarsjónarmiða en þá þarf að sækja um heimild sem er á forræði utanríkisráðuneytisins að veita,“ segir í svarinu.

Fram kemur að Samgöngustofu er enn sem komið er ekki kunnugt um vísa hafi þurft rússneskum skipum frá landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »