Þorskur úr Barentshafi aldrei verðmætari

Ivar Schölberg, Dakkar Seafood, og Jose Luis Bañeros, hjá dótturfélaginu …
Ivar Schölberg, Dakkar Seafood, og Jose Luis Bañeros, hjá dótturfélaginu Arte Morhua Ljósmynd/Norges Sjømatråd

Á veiðitímabili Barentshafsþorsks við Norður-Noreg, sem Norðmenn nefna skrei, fengust að meðaltali 53,4 norskar krónur fyrir hvert útflutt kíló, jafnvirði um 740 íslenskra króna. Fram kemur á vef markaðsráðs sjávarafurða, Norges Sjømatråd, að fyrra met hafi verið frá 2020 þegar meðalverð á kíló nam 47,9 norskum krónum.

Á veiðitímabilinu í fyrra, sem er frá janúar til apríl, fengust að meðaltali 42 norskar krónur á kíló jókst því útflutningsverðmæti skrei um 28% milli ára.

Helstu kaupendur skrei eru Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar. „Spánverjar þrá skrei og byrja að biðja um hann löngu áður en vertíðin hefst,“ er haft eftir Jose Luis Bañeros, hjá spænska félaginu Arte Morhua sem flytur til Spánar um 600 tonn af þessari gerð af þorski á hverju ári. Bañeros segir Spánverja reiðubúna til að greiða hátt verð og að nú hafi fengist 9,5 evrur fyrir hvert kíló, 1.327 íslenskar krónur, í verslunum þar syðra en í fyrra voru evrurnar 8,5.

„Þegar hráefnið verður dýrara verðum við að selja fyrir hærra verð. Viðskiptavinir taka eftir þessu en eftirspurnin er góð og fólk vill þorsk þó hann kosti meira,“ segir Frode Eliassen, sölustjóri Norfra. Fyrritækið selur aðallega skrei til Spánar og Frakklands.

Frode Eliassen, sölustjóri Norfra, hittir viðskiptavini á sjávarútvegssýningunni í Barselóna.
Frode Eliassen, sölustjóri Norfra, hittir viðskiptavini á sjávarútvegssýningunni í Barselóna. Ljósmynd/Norges Sjømatråd

25% aukning útflutningsverðmæta

Fyrstu fjóra mánuði ársins fluttu Norðmenn út 4.600 tonn af ferskum skrei að verðmæti 243 milljónum norskra króna, jafnvirði um 3,3 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða 2% minna magn en í fyrra á móti 25% aukningu í útflutningsverðmætum.

Skrei er í raun atlantshafsþorskur sem norskir sölumenn segja hafi betra bragð og er fíngerðari en aðrir þorskstofnar. Hvað sé til í þessum fullyrðingum Norðmanna skal ósagt en ljóst er að þetta er þorskur sem er alla jafna á norðlægum slóðum á Barentshafi og gengur árlega að hrygningarstöðvum við Noregsstrendur. Fiskurinn er helst veiddur á línu og er vertíðin einna stærst við Lófót-eyjaklasan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 528,90 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,10 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 268,06 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.759 kg
Steinbítur 107 kg
Langa 26 kg
Karfi 10 kg
Samtals 3.902 kg
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 693 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 719 kg
10.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.173 kg
Langa 69 kg
Ýsa 39 kg
Keila 36 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 1.344 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 528,90 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,10 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 268,06 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.759 kg
Steinbítur 107 kg
Langa 26 kg
Karfi 10 kg
Samtals 3.902 kg
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 693 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 719 kg
10.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.173 kg
Langa 69 kg
Ýsa 39 kg
Keila 36 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 1.344 kg

Skoða allar landanir »