Stöðugt færri nýta sér ívilnun

Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH, tekur línubalana frá borði …
Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH, tekur línubalana frá borði við löndun í Ólafsvík. mbl.is/Alfons

Dagróðrarbátum sem nýta sér línuívilnun með því að beita um borð hefur stórlega fækkað á síðustu árum. Samkvæmt yfirliti sem Landssamband smábátaeigenda hefur tekið saman hafa 65 bátar nýtt sér þessa ívilnun í ár, en þeir voru 300 fiskveiðiárið 2004 til 2005 þegar opnað var fyrir þennan möguleika á heilu fiskveiðiári. Fyrir 10 árum voru þeir 217.

Fyrir einstakar útgerðir og bæjarfélög hefur línuívilnun skipt miklu máli og þannig verið mögulegt að auka atvinnu og færa meiri afla að landi en sem nemur aflamarki. Í ár hafa bátar úr 34 bæjarfélögum nýtt sér línuívilnun, þeir voru 52 þrjú ár í röð fiskveiðiárin 2011-14 og 50 fyrsta heila fiskveiðiárið 2004-5.

Alþingi samþykkti að taka upp línuívilnun með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða 15. desember 2003. Breytingin kom til framkvæmda í ýsu og steinbít 1. febrúar 2004 og í þorski 1. september 2004. 1. júní 2010 var línuívilnun hækkuð úr 16% í 20%.

Mynd/mbl.is

120 tonn gera 100 tonn í kvóta

Í línuívilnun felst að hafi línan verið beitt í landi má landa 20% umfram þann afla sem reiknast til kvóta í þorski, ýsu og steinbít. Hafi línan verið stokkuð upp í landi má landa 15% umfram þann afla sem reiknast til kvóta hjá viðkomandi. Með öðrum orðum þýðir það að sá sem á 100 tonna kvóta og má veiða 120 tonn á landbeitta línu.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, telur að fækkunin sé aðallega vegna þess að dagróðrarbátum á línu hafi fækkað á síðustu árum. Heimildir hafi færst yfir á stærri báta, sem séu nánast allir með beitningarvél um borð og landi ekki allir daglega. Þeir fá ekki ívilnun. Hann telur að breytingin sé ekki vegna launakostnaðar við beitningu í landi.

Hefur ekki runnið sitt skeið

Örn er ekki þeirrar skoðunar að línuívilnun hafi runnið sitt skeið. Þvert á móti eigi að auka heimildir vegna línubáta í dagróðrum þannig að þeir njóti allir ívilnunar og fleiri taki þátt í verkefninu. Máli sínu til stuðnings segir hann að veiðar línubáta séu umhverfisvænar og vill tala um umhverfisívilnun frekar en línuívilnun. Því til viðbótar sé alþekkt að línufiskur sé gæðavara.

„Línan er kyrrstætt veiðarfæri og þessar veiðar eru umhverfisvænar og hagkvæmar með tilliti til orkuskipta,“ segir Örn. Í ályktun smábátasjómanna frá því á síðasta ári segir: „Aðalfundur skorar á sjávarútvegsráðherra að breyta ákvæði laga um línuívilnun (sem framvegis myndi kallast umhverfisívilnun) þannig að hún gildi fyrir alla dagróðrarbáta minni en 30 brúttótonn. Verði 30% við landbeitingu, 20% sé lína stokkuð upp í landi og 10% til vélabáta.“

Bolungarvík og Snæfellsbær

Mest voru 3500 tonn af þorski tekin frá vegna línuívilnunar fiskveiðiárið 2015-16 og voru 3327 tonn nýtt eða um 95%. Heimildirnar hafa dregist saman síðustu ár og á þessu fiskveiðiári var 1400 tonnum af þorski ráðstafað í línuívilnun. Í vikunni var búið að nýta 1069 tonn eða 76% heimilda. Miðað við veiðar í maí til ágúst í fyrra má gera ráð fyrir að heimildir í þorski dugi til loka fiskveiðiársins.

Af einstökum byggðarlögum hafa útgerðir á Bolungarvík nýtt sér línuívilnun mest. Fram kom í skýrslu sem RR ráðgjöf tók saman fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga fyrir þremur árum að sex sveitarfélög ná að jafnaði meira en 5% hlutdeild í afla sem veiddur hefur verið á grundvelli línuívilnunar frá fiskveiðiárinu 03/04. Samanlögð hlutdeild þeirra var um 66% á tímabilinu. Mest var nýtingin í Bolungarvíkurkaupstað með um 19% og í Snæfellsbæ með um 17% aflans.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. mbl.is/Golli

Varhugavert að leggja línuívilnun af

Í niðurlagi skýrslunnar segir: „Línuívilnun hefur haft umtalsverð áhrif í atvinnulífi þeirra staða þar sem hún hefur verið mest nýtt. Með minnkandi hagkvæmni veiða á handbeitta línu og minnkandi nýtingu á línuívilnun hafa horfið störf úr þeim sjávarbyggðum þar sem línuívilnun hefur haft mest áhrif. Þótt um talsverð verðmæti séu fólgin í þeim veiðiheimildum sem línuívilnun færir útgerðunum virðist það ekki duga til þess að stuðla að hagkvæmni beitningaraðferðarinnar fyrir útgerðaraðila í samanburði við vélbeitningu um borð.

Engu að síður eru enn mörg störf í beitningu um land allt og varhugavert væri að leggja af línuívilnun frá einu ári til annars, nema til kæmu mótvægisaðgerðir fyrir þann hóp fólks sem hefur lífsviðurværi af beitningu og þau sveitarfélög þar sem línuívilnun hefur verið nýtt.

Barátta í upphafi aldarinnar

Örn Pálsson minnist baráttunnar fyrir línuívilnun í upphafi aldarinnar, en hann fór þá víða með kröfur Landssambands smábátaeigenda, sem hann kallaði boðorðin.

Þar var meðal annars farið fram á að ívilnunin yrði miðuð við 80%, þannig að þegar einu tonni væri landað yrðu 800 kíló færð til kvóta. Rökin voru meðal annars þau að þetta fyrirkomulag væri sniðið að markmiðum laga um stjórn fiskveiða („stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofnanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“). Veiðarnar væru umhverfisvænar og atvinnuskapandi í landi.

Annar baráttumaður fyrir línuívilnun, Guðmundur Halldórsson á Bolungarvík, sagði í samtali við greinarhöfund í Morgunblaðinu fyrir tíu árum að línuívilnunin hefði verið „lykillinn að nýrri uppbyggingu hér í plássinu og hefur skipt sköpum fyrir mörg minni byggðarlög“.

Guðmundur rekur í viðtalinu að á árunum í kringum aldamótin hafi margvísleg barátta verið fyrir framtíð atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Varðandi línuívilnun hafi hann ákveðið að taka málið upp á vettvangi Sjálfstæðisflokksins.

„Þar var tillaga um línuívilnun naumlega felld í sjávarútvegsnefnd eins landsfundarins, en ég gafst ekki upp og bar tillöguna um línuívilnun upp á sjálfum landsfundinum. Þar hafði ég sigur og ég var stoltur af flokknum,“ segir Guðmundur í samtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka