80 þúsund tonna laxasláturhús á Patreksfirði

Arnarlax stefnir að því að koma upp stóru laxasláturhúsi á …
Arnarlax stefnir að því að koma upp stóru laxasláturhúsi á Patreksfirði sem getur unnið allt að 80 þúsund tonn. Mynd/Arnarlax

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing á milli Arnarlax og Vesturbyggðar um uppbyggingu nýs hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð, svo fremi sem samningar nást og allar forsendur standast.

Fram kemur í tilkynningu að samkvæmt viljayfirlýsingunni hyggist Arnarlax reisa nýtt atvinnuhúsnæði á Vatnseyri á Patreksfirði þar sem áætlað er að starfi um 100 manns. Gert er ráð fyrir að unnt verði að vinna allt að 80.000 tonn af eldisfiski í húsinu.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær framkvæmdir geti hafist. Næstu skref eru að ljúka við gerð samninga, teikna upp nýtt deiliskipulag svæðisins og undirbúa framkvæmdir með niðurrifi, flutningi á núverandi starfsemi og uppbyggingu frekari innviða á svæðinu. Jafnframt verður skoðað nánar hvernig núverandi innviðir félagsins á Bíldudal nýtast nærsamfélaginu og fyrirtækinu sem best til áframhaldandi uppbyggingar.

Samkvæmt áformunum verður eldra húsnæði Straumness, sem stendur á lóðinni, rifið og móttökusvæði fyrir úrgang verði flutt. „Gert er ráð fyrir uppbyggingu stórskipakants við Patrekshöfn, uppsetningu biðkvía við höfnina, auk þess sem gerður verði langtímasamningur um greiðslur til sveitarfélagsins í formi aflagjalda,“ segir í tilkynningunni.

Ekkert varð af samstarfi

Um tíma stóð til að Arctic Fish og Arnarlax myndi koma upp sameiginlegu sláturhúsi á Flateyri, en mistök við gerð lóðarleigusamnings gerði það að verkum að afnotaréttur af lóð undir húsnæði Arctic Fish var í höndum samkeppnisaðilans ÍS47 ehf.

Eftir að ljóst varð að ekkert yrði af sameiginlegu sláturhúsi keypti Arctic Fish, í gegnum dótturfélag sitt, nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu 12 í Bolungarvík. Þar hyggst fyrirtækið koma upp laxasláturhúsi, en fyrirtækið hefur talið nauðsynlegt að stöðva þurfi vöxt ef sláturgeta vex ekki í takti við framleiðsluaukninguna.

Þá stefnir Arnarlax, eins og fyrr segir, að því að stækka framleiðsluna á Patreksfirði í kjölfar þess að ekkert varð úr sameiginlegri slátrun á Flateyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 528,90 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,10 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 268,06 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.759 kg
Steinbítur 107 kg
Langa 26 kg
Karfi 10 kg
Samtals 3.902 kg
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 693 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 719 kg
10.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.173 kg
Langa 69 kg
Ýsa 39 kg
Keila 36 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 1.344 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 528,90 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,10 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 268,06 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.759 kg
Steinbítur 107 kg
Langa 26 kg
Karfi 10 kg
Samtals 3.902 kg
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 693 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 719 kg
10.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.173 kg
Langa 69 kg
Ýsa 39 kg
Keila 36 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 1.344 kg

Skoða allar landanir »